Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Síða 31

Frjáls verslun - 01.04.2011, Síða 31
FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 31 Hver er afstaða þín til að þess að Íslendingar hætti með krónuna og taki upp evru? „Ég hef sagt það lengi að ungt fólk sem er að kaupa sér húsnæði vill ekki – og oft á tíðum getur ekki – borga þá vexti sem verið hafa hér á landi. Verðtryggingarákvæði lána hafa ennfremur leitt til þess að skuldir fólks hafa ekki lækkað. Það er einfaldlega ekki hægt að ætlast til þess að fólk þurfi að fylgjast með heimsmarkaðsverði á olíu, eða t.d. gjaldmiðlasamsetningu lána Orku ­ veitu Reykjavíkur til að spá um hvernig lán þess muni þróast! Ég lít á það sem mjög stór mistök að hafa ekki fryst verð ­ tryggingarákvæði lánasamninga almenn ­ ings strax eftir hrun. Það skiptir í raun litlu máli hvort þú notar krónu eða evru. Til að gjald­miðill sé trúverðugur þarf agaða hag stjórn. Eins og sést á þeim vanda málum sem Grikkir og Portúgalar eiga við að etja geta ríkisstjórnir verið ábyrgðarlausar í fjár ­ málum innan evr unn ar sem utan. Krónan verður ekki sam keppnishæf fyrr en við losn um við verð trygginguna. Það verður að gerast enda er ljóst að það munu líða mörg ár þangað til við verðum fær um að taka upp annan gjaldmiðil. Forgangsverkefni efna hags­ og viðskiptaráðherra er að skapa þær að stæður en ekki að halda því ítrekað fram að íslenski gjaldmiðillinn sé ónýtur. Samherji hf. gerir ársreikning sinn í evr­ um. Innan Samherjasamstæðunnar eru líka félög sem gera ársreikninga sína í Samherji ­ Samstæða Lykiltölur Allar tölur í þús. EUR 2009 2008 2007 2006 2005 rekstur: Rekstrartekjur ....................................... 322.533 396.169 381.827 270.230 272.465 Rekstrargjöld án afskrifta ...................... 246.855)( 282.995)( 278.935)( 208.600)( 222.290)( Hagnaður fyrir afskriftir ......................... 75.678 113.174 102.892 61.630 50.175 Afskriftir ................................................ 35.621)( 44.526)( 34.850)( 19.710)( 18.674)( Hagnaður fyrir fjármagnsliði .................. 40.057 68.648 68.042 41.920 31.501 Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ........ 12.917)( 81.600)( 15.871)( 16.226)( 15.709 Áhrif hlutdeildarfélaga ........................... 4.302 1.202)( 9.948 189 2.493 Tekjuskattur .......................................... 9.225)( 15.947 6.452)( 2.784)( 10.730)( Hagnaður ársins ................................... 22.217 1.793 55.667 23.099 38.973 Efnahagur: Fastafjármunir ...................................... 399.902 425.478 546.172 339.205 275.781 Veltufjármunir ....................................... 99.086 100.978 115.934 106.602 107.410 Eignir samtals 498.988 526.456 662.106 445.807 383.191 Eigið fé ................................................. 137.130 124.235 138.725 104.381 99.579 Skuldbindingar ...................................... 31.411 25.595 33.473 28.026 32.911 Langtímaskuldir .................................... 230.944 249.720 351.685 225.826 99.004 Skammtímaskuldir ................................ 99.503 126.906 138.223 87.574 151.697 Eigið fé og skuldir samtals 498.988 526.456 662.106 445.807 383.191 Kennitölur: Veltufjárhlutfall ...................................... 1,0 0,8 0,8 1,2 0,7 Eiginfjárhlutfall ...................................... 27,5% 23,6% 21,0% 23,4% 26,0% 1. Samherji er eitt stærsta sjáv­ ar útvegsfyrirtæki í Evrópu með starfsemi í tíu þjóð löndum. 2. Samherji hefur starfað er­ lendis í 17 ár af þeim 28 árum sem saga Samherja spannar til þessa. 3. Starfsemin nær til tíu þjóðlanda og hinn erlendi hluti starfseminnar hefur gengið vel, ekki síst á seinustu árum. 4. Aðeins þriðjungur af starf­ semi félagsins er á Íslandi. Starfsmenn Samherja á Íslandi eru um 670 talsins. 5. Tekjur Samherja koma frá veiðum, vinnslu og markaðs­ setn ingu af mörgum teg undum sem koma frá mis munandi hafsvæðum og úr fiskeldi. 6. Samherji keypti á dögunum Brim á Akureyri. Það hét áður Útgerðarfélag Akureyringa og verður aftur rekið undir því nafni. 7. Samherji er stór hluthafi í Síldarvinnslunni í Neskaupstað. 8. Samherji er með mikil umsvif í Þýskalandi og nýtur virðingar hjá þýskum stjórnvöldum. 9. Þorsteinn Már Baldvinsson hefur verið forstjóri Samherja frá upphafi. 10. „Ég legg líka mikið upp úr liðsheildinni, þ.e. að hafa gott fólk í kringum mig, blöndu af eldra og yngra fólki sem hefur hæfileika og metn að til að ná árangri.“ – Þorsteinn Már Baldvinsson. Samherji er alþjóðlegt fyrirtæki Tölur vegna 2010 verða birtar að loknum aðalfundi félagsins sem verður haldinn nú í júní. Samherji hefur frá upphafi verið rekinn með hagnaði og var síðasta ár þar engin undantekning. „Ég hef ekki upplifað að núverandi stjórn - völd eigi sér lega upp - byggileg sam skipti við sam tök at vinnu- rek enda, sama í hvað grein menn starfa.“ Samherji byrjaði sem lítið fyrirtæki utan um einn togara fyrir tuttugu og átta árum; árið 1983. Fyrirtækið var stofnað af frændunum Þorsteini Má Baldvinssyni og bræðrunum Kristjáni og Þorsteini Vilhelmssonum. Þorsteinn Vilhelmsson seldi síðar sinn hlut og eru Kristján, Þorsteinn Már og Helga Steinunn guðmundsdóttir núna stærstu hluthafar Samherja.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.