Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Síða 34

Frjáls verslun - 01.04.2011, Síða 34
34 FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 blaðið verði sá fjöl miðill. Til lengri tíma geri ég ráð fyrir að fjölmiðlarekstur undir merkjum Árvakurs geti orðið arðbær. Árvakur stendur aðal lega á tveimur styrkum stoðum, Morgun blaðinu sjálfu og mbl.is, sem er langstærsti vefmiðill landsins.“ Það hafa ekki alltaf verið kærleikar á milli ykkar Davíðs Oddssonar. Hefur skoðun þín á honum breyst eftir að hann varð ritstjóri blaðsins? „Við Davíð Oddsson höfum fyrst og fremst haft mismunandi skoðanir á mál­ efnum en þau varða ekki persónur okkar. Það er allt saman eðlilegt og því hafa skoðanir mínar á honum ekkert breyst.“ AKUREYRI OG KA KA, Knattspyrnufélag Akureyrar, er þitt uppá­ haldsfélag og þú hefur styrkt það fjárhagslega. Hvaða gildi hefur þetta félag fyrir þig og þína fjölskyldu – og hvað tekur þú með þér út úr íþróttastarfinu? „Ég er mikill KA­maður og hef stutt félagið þegar þess er kostur. Ég hef líka mikinn áhuga á íþróttum og útivist al­ mennt og það sama má segja um marga aðra starfsmenn Samherja. Ég ber óendan­ lega mikla virðingu fyrir öllu því fólki sem leggur á sig ómælda vinnu í sjálfboðastarfi íþrótta­ og æskulýðsfélaga og ég tel það ómetanlegt í uppeldi barna og unglinga að taka þátt í slíku starfi. Samherji hefur frá stofnun lagt mikla áherslu á að styðja við bakið á íþrótta­ og æskulýðsfélögum á Eyja fjarðarsvæðinu og sá stuðningur ein­ skorðast engan veginn við KA. Samherji á rætur á Eyjafjarðarsvæðinu, er að segja má hluti þess samfélags, og því fylgir ábyrgð. Við höfum alla tíð kappkostað að láta sem flesta Eyfirðinga njóta góðs af starfseminni og reynt eftir föngum að styrkja innviði svæðisins með ýmsum hætti. Við sækjum sem mest af þjónustu þangað, erum með fjölmarga heimamenn í vinnu og veitum ýmsum félögum á svæðinu styrki, sér í lagi til barna­ og unglingastarfs þótt afreks­ íþrótta fólk fái sinn skerf. Við höfum veitt styrki sem nema um 250 milljónum króna á síðustu þremur árum með þessum hætti – og erum stolt af því.“ Telur þú að Akureyri hafi þróast vel sem bæjarfélag – og hver er þín skoðun á því að bæjarfélagið er ekki stærra en raun ber vitni? „Ég tel að Akureyri hafi verið vel stjórn­ að um mjög langt skeið. Fjárhagsleg staða bæjarfélagsins er að sama skapi sterk í samanburði við mörg önnur sveitar félög. Þess vegna kom það mér svolítið á óvart að bæjarbúar skyldu fela ein um flokki, og í raun einni fjölskyldu, stjórn bæjarins í síðustu kosningum. Mér þótti miður hvernig Sigrún Björk yfirgaf bæjarpólitíkina, því það var leitun að bæjarfulltrúa sem vann jafn sam visku sam lega í störfum sínum fyrir okkur bæjarbúa í mörg ár. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka bæjarfulltrúum liðinna ára fyrir unnin verk.“ Ef þú yrðir bæjarstjóri á Akureyri í einn dag, hvert yrði þitt fyrsta verk? „Ég myndi athuga hvernig rekstur Sjúkra­ hússins á Akureyri yrði best tryggður til framtíðar.“ HJÁTRÚIN MEÐ LANDFESTARNAR Að lokum þetta; hvernig kom hún til hjátrúin að þú losaðir alltaf festar þegar Akureyrin EA lét úr höfn á árum áður? „Í upphafi var þetta virðing fyrir gömlum hefðum. Það tíðkaðist hér á árum áður að fulltrúi útgerðarinnar losaði landfestar skips síns og þótti gæfumerki. Í árdaga Sam herja gerði félagið bara út þetta eina skip, Akureyrina, og það kom í minn hlut að sleppa landfestunum. Í eina skiptið sem það fórst fyrir hjá mér kom Akur eyr in inn að nýju vegna vélarbilunar. Eftir það sleppti ég ávallt landfestum Akur eyrarinnar fyrstu 10 árin í sögu félags ins vegna þess að við Samherjamenn vildum ekki storka örlögunum frekar en nauð syn legt væri! Ég viðurkenni fúslega að við höldum fast í gamlar hefðir hvað þetta varðar en vil reyndar orða það svo að við berum ákveðna virðingu fyrir hjátrú forfeðra okkar. Skip Samherja byrja aldrei nýtt ár á mánudegi – við bíðum frekar til þriðju dags. Þessi sama regla gildir um út gerð okkar í Þýskalandi og Þjóðverjum þykir hún stórmerkileg, að ég segi ekki undarleg!“ „Sjálfan aðstoðarseðlabankastjóra þarf til að úthluta farareyri til nokkurra starfsmanna Samherja sem vinna að markaðsmálum! Það getur ekki talist eðlilegt.“ ○○www.ossur.com össur er alþjóðlegt hátæknifyrirtæki á heilbrigðissviði LÍF ÁN TAKMARKANA ○○
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.