Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 39

Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 39
FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 39 Móta sýn Eitt meginhlutverk leiðtoga og það sem einkennir marga afburðaleiðtoga er að móta sérstaka sýn. Leiðtogar þurfa því að geta mótað ákveðna sýn, einir eða í samráði við aðra. Eitt lykilatriði í því samhengi er að hlusta á umhverfið og greina það. Þá þarf að hlusta á umhverfið til að skilja það og það er t.d. gert með því að skoða vel og rannsaka fortíðina, viðskiptavinina, keppi nautana o.s.frv. Að gera þetta með skapandi hætti getur skilað sér í afar verð mætri og gagnlegri sýn. Samkvæmt Robert Greenleaf, höfundi þjónandi forystu, greina leiðtogar fortíð og nútíð og nota svo innsæi sitt til að brúa bilið á milli nútíðar og framtíðar. Að vera skapandi með tilgang í huga við þessa iðju getur reynst ómetanlegt við það að skapa skýra og gagnlega sýn. Steve Jobs hjá Apple er eitt besta dæmið um þetta en hann og fyrirtæki hans hafa kynnt til sögunnar margar afar far sælar vörur sbr. IPod, IPad, IPhone o.fl. Steve Jobs er einmitt dæmi um leið ­ toga sem sameinar skapandi hugsun, sérfræðiþekkingu og gríðarlega ástríðu fyrir að ná árangri. Það má því segja að hann hafi notað skapandi nálgun til að móta alveg einstaka sýn hjá Apple. Sýn sem hefur heldur betur slegið í gegn. Móta og leiða stefnu Að móta stefnu og leiða svo eftir þeirri stefnu er auðvitað nátengt því að skapa sýn og vinna að þeirri sýn, og að beita skap andi nálgun í þessum efnum getur skilað miklum árangri. T.d. gagnvart við­ skipavinum og starfsfólki. Auðvitað snertir þetta fleiri fleti en við skoðum þessa tvo. Það að meðhöndla viðskiptavini sína með nýstárlegum hætti skilar oft sam ­ keppnis forskoti. Þegar kemur að viðhaldi og þróun á þjónustu má nota skapandi nálgun til að finna út hvernig vænlegast er að ná þjónustumarkmiðum og þjónusta við skiptavini enn betur en áður. Þá getur t.d. gagnast að fá frumlegar hugmyndir, en auðvitað þurfa þær að hafa tilgang og þjóna viðskiptavinum og uppfylla þarfir þeirra. Þeim fyrirtækjum sem iðka faglega mann­ auðsstjórnun er umhugað um starfsfólkið og eitt aðaltakmarkið er þá jafnan að finna út úr því hvernig hægt er að aðstoða starfs fólk til að blómstra í starfi. Skapandi nálgun hjálpar til en það fer auðvitað eftir tilgangi og kringumstæðum hvers konar skapandi þættir koma að gagni. Dæmi: Eitt sem þykir líklega nýstárlegt innan mannauðsstjórnunar er að láta starfs fólkið sjálft ráða orlofi sínu. Stundum kallað „no­vacation policy“. Þá er um það að ræða að starfsfólk ræður hvenær það fer í frí og hvað það tekur langt frí, en það þarf að gera það í samráði við yfirmann eða atvinnurekanda. Hvort þetta sé t.d. góð hugmynd hlýtur að fara eftir ýmsu, en þetta gæti verið dæmi um skapandi nálg ­ un með tilgang í huga. Fyrirtækið Abura Networks í Bandaríkjunum kveðst að minnsta kosti nota þessa aðferð með góð­ um árangri. Það er mikilvægt fyrir marga leiðtoga að nýta sér skapandi nálgun í starfi. En það skiptir líka máli að gæta þess að hvetja til og rækta skapandi nálgun meðal fylgj enda. Leiðtogar þurfa að stuðla að vinnu umhverfi sem hamlar ekki skapandi nálgun. Dæmi um slíkt væri ef mat á starfs ­ fólki væri með þeim hætti að það hefði lítið svigrúm til að gera hlutina öðruvísi og koma með hugmyndir, ef neikvætt eftirlit með starfsfólki væri viðhaft o.fl. Leiðtogar þurfa því að sjá til þess að starfs fólk geti notað skapandi nálgun og þeir þurfa að sýna það í verki m.a. með því að hvetja og aðstoða starfsfólk og umbuna rétt fyrir. Síðast en ekki síst þurfa leiðtogar að vera góð fyrirmynd fyrir skapandi nálgun. Ef þessir þættir eru fyrir hendi eiga leið togar möguleika á að virkja starfsfólkið og stuðla að skapandi nálgun með tilgang í huga. Leiðtogafræði Eitt sem þykir líklega nýstárlegt innan mann auðsstjórnunar er að láta starfsfólkið sjálft ráða orlofi sínu, þ.e. hvenær það fari í frí. Góð hugmynd? Það fer eftir ýmsu, en er dæmi um skapandi nálgun með tilgang í huga. Steve Jobs er einmitt dæmi um leiðtoga sem sameinar skapandi hugsun, sérfræðiþekkingu og gríðarlega ástríðu fyrir að ná árangri. 1. Skapandi hugsun. Hér er um að ræða persónuleika sem er skap andi og getur m.a. séð hluti í nýju ljósi. Þetta er sá þáttur sem margir halda að sé nægjanlegur til að tryggja sköpun. 2. Sérfræðiþekking. Hér er um það að ræða að líkur á gagnlegri sköp­ un auk ast þegar viðkomandi hefur ákveðna þekkingu, getu, færni o.fl. á viðeigandi sviði. 3. Innri hvati. Hér er um það að ræða að viðkomandi hefur gríðar­ lega löngun til að vinna að einhverju sem honum/henni finnst áhugavert, spennandi o.fl.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.