Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 40

Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 40
40 FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 Steinn Logi Björnsson, forstjóri Skipta hf.: teinn Logi segir að verkefnin hjá Skiptum séu ærin. Skulda staðan er erfið eftir útrásina og enn ekki búið að endurskipuleggja félagið þannig að einstakir hlutar þess geti starfað til frambúðar. Skuldirnar eru um sextíu milljarðar þótt félagið hafi að mati Steins Loga sloppið allvel frá erlendum fjárfest ing­ um frá tímum útrásarinnar, a.m.k hvað þær eignir áhræri sem þegar hafa verið seldar. En staða Skipta á símamarkaði er erfið og á félaginu hvíla ýmsar kvaðir frá þeim tíma þegar það var með yfirgnæfandi mark­ aðsstyrk. T.d. hvíla á félaginu kvaðir um að sjá öllu landinu fyrir símaþjónustu meðan keppinautarnir geta einbeitt sér að þeim hluta markaðarins sem gefur mest af sér. Heimasímum fjölgar ekki. Sá markaður stækkar ekki. Hins vegar hefur verið mikill vöxtur í farsímaþjónustu og hvers kyns fjar skiptaþjónustu bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Þarna er markaðshlutur Sím­ ans, stærsta dótturfélags Skipta, um fjörutíu prósent. Steinn Logi segir að keppinautarnir „komi fram sem einn aðili á markaði“ án þess að hann vilji segja að þeir hafi samráð sín á milli. Helstu keppinautarnir eru Nova og Voda fone. Vodafone hefur farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu en Skipti, þar sem Síminn er hryggjarstykkið, ekki. skipti lEita upprunans Enn er það svo að flestir tengja nafn Steins Loga Björnssonar við flug. Hann var áberandi í fluginu í tuttugu ár, frá 1985 til 2005, en síðan hefur hann komið víða við og oftast fjarri flug inu. Nýverið var Steinn Logi ráðinn for stjóri Skipta, félags sem á uppruna sinn í Landssíma Íslands. TexTi: Gísli krisTJánsson Myndir: Geir ólafsson S

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.