Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Side 44

Frjáls verslun - 01.04.2011, Side 44
44 FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 stjórnun Markmiðssetning er líklega árangurs rík­asta leiðin til hvatn­ingar og til að bæta árangur sem þekkist í rekstri. Enda er markmiðssetn ing gjarn­ an samofin stefnu mót unarferli fyrirtækja og áætl unum. Því þarf ekki að draga í efa að markmiðs­ setning varð andi innri samskipti er lykil atriði til að bæta árangur á því sviði. Því hefur verið haldið fram að fyrirtæki geti skapað sér sam keppnisforskot með rétt um sam skiptum og haft áhrif á túlk un og skynjun starfsmanna og annarra hagsmunaaðila. Þarna liggja því tvímælalaust tækifæri. Nokkuð algengt er að stærri fyrirtæki móti stefnu og geri áætlanir um samskipti við aðila utan fyrirtækisins svo sem fjárfesta, viðskiptavini, birgja og aðra hagsmunaaðila. Sjaldgæf­ ara er að mótuð sé stefna með markvissum hætti um innri sam skipti eða samskipti milli stjórnenda og starfsmanna. Hvers vegna stefnu um innri samskipti? Samskiptastefna leggur grunn­ inn að því hvernig mismun­ andi leiðir í samskiptum eru metnar og nýttar. Skilvirk sam skipti snúast ekki bara um að senda tölvupóst eða halda starfsmanna fund heldur þarf að marka skýra stefnu um samskiptin ef árangur á að nást. Ef enginn spyr hver sé til gangurinn með fréttabréfinu sem dæmi þarf ekki að koma á óvart að fyrr en varir verði það orðið fullt af afmæliskveðjum, fréttum af keiluferðum eða barns­ fæðingum. Með því að skýra tilganginn með slíkri út gáfu má nýta miðilinn mun mark vissar og þannig stuðla að bætt um árangri. Fyrsta skrefið að skil ­ virkum samskiptum er að skapa skilning á mikilvægi þess að vinna markvisst að samskipt ­ um. Stuðningur yfirstjórnenda er forsenda fyrir velgengni og ef samskipti eru ekki eitt af mikil­ vægu málunum á dagskrá hjá þeim er erfitt að ná árang ri. Sam­ skipti þurfa að vera ein föld, gríp­ andi og auðskilin. Lykil skilaboð þarf að flytja á marga og mismunandi vegu þar sem ólíkir einstaklingar læra á ólíka vegu. Þumalputta regla er sjö sinnum með sjö ólíkum boðleiðum. Starfsfólk þarf að vita hvers vegna er verið að breyta, hvað það á að gera, hver er ávinning­ urinn fyrir það, hver eru áhrifin af breytingunni og hversu langan tíma breytingin mun taka. Ef þessum spurningum er svarað er líklegra að starfsmenn styðji breytingarnar. Mismunandi áherslur Hvort sem teknar eru meðvit að­ ar ákvarðanir um mótun stefnu varðandi innri samskipti eða ekki þá móta stjórnendur með viðhorfum sínum ákveðinn sam­ skiptastíl. Byggt á rannsóknum sínum settu Clampitt, DeKoch og Cashman fram lýsingu á fimm dæmigerðum samskipta­ stílum. Þeirra skýringar byggj­ ast á viðhorfum og áhrifum þeirra út frá tveimur breytum sem eru skilvirkni samskipta og magn upplýsinga. „Offramboð og óskhyggja“ (e. spray and pray) – Stjórnendur dæla miklu magni af alls kyns upplýsingum til starfsfólks og vona að það nái að greina það sem er mikilvægt frá því sem skiptir minna máli. Stjórnendur standa oft í þeirri trú að meiri upplýsingar þýði betri sam­ skipti. Þetta er einföld leið en skilar sjaldan góðum árangri. Algengt er að starfsfólk kvarti yfir því að þótt það viti hvað sé að gerast þá viti það sjaldnast hvers vegna. Sumt starfsfólk tekur aðeins til sín upplýsingar sem styðja við þeirra persónu­ legu sjónarmið eða hagsmuni og aðrir verða einfaldlega ringl­ aðir eða úrvinda vegna mikils magns upplýsinga. „Velja og selja“ (e. tell and sell) – Stjórnendur senda minna af skilaboðum og einbeita sér að því sem skiptir mestu máli. Fyrst eru sendar út upplýsing­ ar um það sem skiptir máli og í framhaldi er unnið að því að selja starfsfólki hugmynd­ ina. Litið er á starfsfólk sem móttak endur upplýsinga fyrst og fremst. Miklum tíma er varið í það að undirbúa og flytja ítarlegar kynningar en minni áhersla er lögð á að eiga sam­ ræður við starfsfólk og fá frá því viðbrögð og endurgjöf. Afleið­ samskiptastefna – hvers virði er hún? Samskipti stjórnenda og starfsmanna í fyrirtækjum og stofnunum ráða oft úrslitum um rekstrarárangur. Engu að síður eru margir stjórnendur sem veita þessum þætti litla athygli eða flokka samskipti sem „mjúku málin“. Vegna þess hversu mikil áhrif samskipti geta haft á rekstrarniðurstöðu ætti það að vera sjálfsagður hlutur að móta stefnu, gera áætlanir, setja markmið og mæla árangur af samskiptum, eins og algengt er um aðra mikilvæga þætti í rekstri. TexTi: siGrún ÞorleifsdóTTir Mynd: Geir ólafsson o.fl. Sigrún Þorleifsdóttir, stjórn enda­ þjálfari og einn eigenda Vendum – stjórnendaþjálfunar. Vegna þess hversu mikil áhrif sam- skipti geta haft á rekstrarniðurstöðu ætti það að vera sjálfsagður hlutur að móta stefnu, gera áætlanir, setja mark- mið og mæla árang- ur af samskiptum, eins og algengt er um aðra mikilvæga þætti í rekstri.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.