Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 45

Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 45
FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 45 samskiptastefna – hvers virði er hún? ingin er að starfsfólk verður oft tortryggið og gagnrýnið. „Kveikja og kanna“ (e. under- score and explore) – Stjórn­ endur sem nýta sér þessa leið leggja áherslu á upplýsingar um fá en mjög mikilvæg atriði sem hafa beina tengingu við árangur fyrirtækisins. Þeir gefa svo starfsfólki kost á að spyrjast fyrir og kanna á eigin spýtur hvaða tækifæri þessi atriði bjóða upp á. Þessir stjórnend­ ur fylgjast svo vel með því hvort fram koma vísbending­ ar um misskilning eða nýjar upplý singar um áður óþekktar hindranir og ræða um það við starfsfólk. „Samkvæmt eftirspurn“ (e. identify and reply) – Þessi stíll er ólíkur hinum þremur fyrri því hann byggist á eftirspurn frá starfsfólki eftir upplýsingum fremur en framboði frá stjórn­ endum. Stjórnendur reyna að koma auga á vandamál og mál­ efni sem brenna á starfsfólki og bregðast við orðrómi eða sög­ u sögnum með upp lý singagjöf. Áhersla er lögð á mikilvægi þess að hlusta á starfsfólk og dregnar eru þær ályktanir að starfsfólk viti best hvað það þarf að vita. Stað reyndin er hins vegar sú að það skortir oft forsendur til að geta spurt réttu spurninganna. „Leynifélagið“ (e. withhold and uphold) – Stjórnendur halda upplýsingum hjá sér eins lengi og þeim er unnt. Þegar að þeim er gengið bregðast þeir við því. Leynd og stýring eru oft einkennandi fyrir þessa stefnu í samskiptum. Stjórnend­ ur telja þá gjarnan að mikið vald sé fólgið í upplýsingum og þeir eru ekki tilbúnir að deila því valdi með öðrum. Eða þeir telja einfaldlega að starfsfólk sé ekki nægjanlega reynt eða vel að sér til að geta skilið stóru myndina. Við þessar aðstæður fer gjarnan mikill neikvæður orðrómur af stað sem hefur slæm áhrif á framleiðni. Þeir Clampitt, DeKoch og Cash man halda því fram eftir að hafa gert á því vandlega úttekt að viðhorfin „offramboð og óskhyggja“ og „leynifélagið“ takmarki verulega árangur fyrir ­ tækja og að stefnan „kveikja og kanna“ hámarki möguleika fyrir­ tækja til að ná góðum árangri. Ef móta á stefnu um innri samskipti er mikilvægt að huga bæði að því að gera réttu hlut­ ina og að gera hlutina rétt. Að gera réttu hlutina Í fyrsta lagi er það stefnan, en það er mikilvægt að samskipta­ stefna hafi tengsl við megin­ stefnu og markmið fyrirtækisins. Skilgreina þarf hvaða aðgerðir og hegðun þurfa að eiga sér stað til að þau markmið náist. Megintilgangur samskipta á að vera að fjarlægja hindranir. Þess vegna er mikilvægt að huga að því hvernig starfsfólki muni líða, hvað það muni hugsa og gera. Það er ekki nóg að láta bara vita. Í öðru lagi er það stjórnun. Samskipti þurfa að vera á dag­ skrá hjá stjórnendum. Þau eiga að taka tíma og þarfnast einnig fjármagns. Stjórnendur þurfa að sýna samstöðu og staðfestu um þessi fáu áhersluatriði sem skipta mestu máli. Tilgangur­ inn þarf að vera augljós og skilaboðin trúverðug og skýr. Í þriðja lagi þarf að gera áætl­ anir um samskipti og kortleggja viðburði. Samskiptaáætlanir ætti til dæmis að gera sam­ hliða því að breytingar eru undirbúnar eða eins snemma í breytingaferlinu og unnt er. Yfirstjórn og millistjórnendur þurfa að taka sameiginlegar ákvarðanir um framkvæmd og skýra þarf heildarmyndina með áherslu á viðskiptamarkmiðin. Sjónarmið stjórnenda og starfs­ manna þurfa að fara saman. Að gera hlutina rétt Það er mikilvægt að vanda innihald skilaboða og val á boðleiðum. Tilgangur skiptir meira máli en tilkynningar. Huga þarf vel að því hvaða upplýsingar þarf á hverjum stað á hverjum tíma. Ekki ólíkt birgðastýringu. Þess vegna ætti hlutverk stjórnenda í sam­ skiptum að vera meira í anda flugumferðarstjórnar en ben­ sínafgreiðslu. Það er ekki nóg að dæla út miklu magni heldur þurfa skilaboðin að rata réttar leiðir og koma þarf í veg fyrir árekstra. Oft upplifir starfsfólk skort á upplýsingum jafnvel þótt miklu sé miðlað. Þegar það gerist er ástæðan oftar en ekki sú að gæðum upplýsinganna er ábótavant eða tímasetningin ekki rétt og því þjóna þær ekki sínum tilgangi. Einhver þarf að bera ábyrgð á samskiptunum innan fyrirtæki­ sins og það hlutverk þarf að vera skýrt og markmiðin einnig. Sá aðili þarf að vera hluti af framkvæmdastjórn og hafa skýran skilning á starfseminni, viðskiptaumhverfinu og hvar verðmætasköpunin í fyrirtækinu á sér stað. Samræður augliti til auglitis gegna mikilvægu hlutverki. Umræður í hópum þar sem fólk viðrar hugmyndir, deilir upplifun, skiptist á skoðunum og tekst á við og leysir úr ágreiningi eru nauðsynlegar til að sameiginlegur skilningur skapist og sátt um aðgerðir. Mjög mikilvægt er að stjórnend­ ur sýni gott fordæmi. Fyrirtæki ættu að leggja áherslu á að þjálfa fólk í góðum og árangurs­ ríkum samskiptum til að auka samráð, þróun og nýsköpun. Síðast en ekki síst er mikilvægt að mæla árangur af samskipt­ um. Hvort sem niðurstöður mælinganna eru gerðar opin­ berar öllum starfsmönnum eða ekki þá skiptir mestu máli að mælikvarðar séu upplýsandi, að mælt sé reglulega og brugðist sé við niðurstöðum. Samskipti innan fyrirtækja munu áfram verða skilgreind sem „mjúku málin“ nema stjórn endur ákveði að taka þau alvarlega og fari að gera til sín auknar kröfur hvað þau varðar. Samskipti eru flókið fyrirbæri og vissulega geta menn alltaf reiknað með að einhver mistök eigi sér stað í samskiptum, jafnvel þótt undirbúningur sé góður. Aðalatriðið er að menn nýti hvert slíkt atvik sem tækifæri til að læra af reynslunni og forðast að sömu mistök endur­ taki sig. stjórnun Heimild: Clampitt, DeKoch og Cashman Stjórnendur halda upplýsingum hjá sér eins lengi og þeim er unnt. Þegar að þeim er gengið bregðast þeir við því. Leynd og stýring eru oft einkennandi fyrir þessa stefnu í sam- skiptum. Skilvirkni samskipta Magn af upplýsingum Mikið Lítið Mikil Lítil „Velja og selja“ „Leynifélagið“ „Offramboð og óskhyggja“ „Kveikja og kanna“ „Samkvæmt eftirspurn“

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.