Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 55

Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 55
FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 55 Yfirlýsing frá sjávarútvegsráðherra: Réttmæt­og­almenn­gagnrýni­á­núverandi­fiskveiðistjórn­ snýr að nokkrum lykilþáttum þar sem ekki er horft til samfélagslegrar ábyrgðar atvinnugreinarinnar. Öryggi byggðarlaganna­í­kerfinu­er­mjög­takmarkað­og­engar­ hömlur­eru­á­viðskiptum­með­óveiddan­fisk­í­sjónum.­ Fram komnum frumvörpum er ætlað að mæta þess­ um­ágöllum­kerfisins­jafnframt­því­að­tryggja­vernd­ fiskistofna­og­hagkvæma­nýtingu­sjávarauðlinda.­Frá­ því ríkisstjórn Vinstri­grænna og Samfylkingar tók við í ársbyrjun­2009­hefur­verið­unnið­að­breytingum­á­fisk­ veiðistjórnunarkerfinu­og­í­hvert­sinn­sem­hreyft­hefur­ verið við gildandi lögum hafa stór orð fallið. Staðreyndir mála eru þó þær að innleiðing strandveiði, efling­byggðakvóta­og­útboð­á­aflamarki­í­skötusel­eru­ allt skref sem hafa skilað okkur áleiðis og ekki gengið gegn þeim rekstrargrundvelli sem nauðsynlegur er í greininni. Þau frumvörp sem nú hafa verið lögð fram eru fram­ hald á þeirri stefnu sem þegar hefur verið mörkuð og eru unnin í framhaldi af mjög víðtæku samráði allra aðila innan­greinarinnar­og­meðal­stjórnmálaflokka­í­landinu.­Í­ þeim endurspeglast málamiðlun ólíkra sjónarmiða og nú tekur við hin þinglega meðferð þeirra. Ég mun á næstunni mæla fyrir þeim á Alþingi og vísa til þeirrar umræðu, frumvarpanna sjálfra og greinargerða þeirra en vil ekki taka forskot á þá umræðu í blaðaum­ fjöllun. Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra. Frjálsri verslun tókst ekki að ná viðtali við Jón Bjarna­ son sjávarútvegsráðherra vegna vinnslu greinarinn­ ar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. En hann sendi frá sér yfir­lýsingu­þar­sem­hann­færir­rök­fyrir­tilurð­kvóta­frum­ varpanna. Öryggi byggðarlaga í núverandi kerfi er mjög takmarkað Yfirlýsing­frá­sjávarútvegsráðherra: Tilvísanir Agnarsson, S og R. Arnason. 2007. The Role of the Fishing­Industry­in­the­Icelandic­Economy.­In­T.­Bjorndal,­ D.­Gordon,­R.­Arnason­and­R.­Sumaila­(eds.).­Advances in Fisheries Economics. Blackwell. Auðlindanefnd.­2000.­álitsgerð­með­fylgiskjölum.­ Auðlindanefnd. Reykjavík. Buchanan, J.M. and G. Tullock. 1962. The Calculus of Consent: Logical foundations for constitutional democracy. De Soto, H. 2000. The Mystery of Capital: Why Capitalism Triumphs in the West and Fails Everywhere Else. Basic Books. New York. Gordon,­H.S.­1954.­Economic­Theory­of­a­Common­ Property Resource: The Fishery. Journal of Political Economy 62(2):124­42. Hagstofan. 2011. http://www.hagstofa.is/ Krumme,­G.­1968.­Werner­Sombart­and­the­Economic­ Base­Concept.­Land Economics 44(1),­112­16. North,­D.­1955.­Location­Theory­and­Regional­Economic­ Growth. Journal of Political Economy­63(3),­243­58. Roy,­N,­R.­Arnason­og­W.E.­Schrank.­2009.­The­ Identification­of­Base­Industries­with­an­Application­to­the­ Newfoundland Fisheries. Land Economics 85­(4):675­91. Sveinn­Agnarsson.­2008.­Framleiðni­í­fiskveiðum­1973­ 2007. Rannsóknir í Félagsvísindum IX: Viðskiptadeild og hagfræðideild. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Lokaorð Framkomin frumvörp lýsa að því er virð ist algeru skilningsleysi á því hvernig verð mæti eru sköpuð í sjávarútvegi á Ís landi. Raunar er hugsanlegt að þau lýsi skeyt ingar­ leysi um þau verðmæti. Kannski lýsa þau hvoru tveggja. Hugsunin í þessum frumvörpum er svo ótrúlega aftur haldssöm að beinlínis er gerð tillaga um að hverfa frá viðskiptum fyrir fé og til vöruskiptaverslunar. Það er m.ö.o. horft aldir eða árþús­ undir aftur í tímann. Ef þessi frum­ vörp verða að lög um má ganga að því vísu að framlag sjávar útvegs til landsframleiðslu og hag vaxtar muni drag ast saman miðað við það sem að öðr um kosti hefði orðið. Þetta mun ekki ger ast í einu vetfangi. Þetta mun gerast yfir tíma með óhag ­ kvæm ari útgerð, lakari fyrirtækjum, verri umgengni um líf ríkið í hafinu, minni fjár festingum í mann auði og markaðsstarfi og minni ný sköpun í sjávarútvegi yfirleitt. Þessi áhrif safnast upp og er fram í sækir mun þjóð hagsleg arðsemi í sjávarútvegi vera orðin stórlega minni en hún er nú. Við þetta bætist miklu lakari samkeppnisstaða íslensks sjávar­ útvegs við sjávarútveg sam keppnis­ þjóð anna, sem mun smám saman hrekja íslenskar sjávarafurðir af hag ­ kvæm ustu mörkuðunum og grafa þannig enn frekar undan þeim þjóð ­ hags lega ábata sem þjóðin getur náð úr auð lind um sjávarins. Hér er ekki vettvangur til að áætla tölu lega hversu mikil þessi nei ­ kvæðu áhrif á landsframleiðslu og hag vöxt kunna að verða. Ljóst er þó að þau geta verið mjög veru leg. Sjávarútvegur hér á landi er grunn ­ atvinnuvegur (North 1955, Krumme 1968, Roy og fél. 2009). Það þýðir að hann stendur undir lands framleiðslu langt um fram hans beina framlag. Hann er jafn framt mikilvægasti grunn atvinnuvegur lands ins – aðrir veigamiklir grunn at vinnu vegir eru orkuiðnaður og ferða mennska. Hag ­ mælingar benda til að sjávar útvegurinn standi með beinum eða óbein um hætti undir a.m.k. fjórðungnum af lands framleiðslunni (Agnarsson og Arnason 2007). Því er ljóst að veru ­ legur sam dráttur í hagkvæmni og arðsemi í sjávarútvegi, sem er óhjá­ kvæm ileg afleiðing af lögfestingu frumvarpanna, mun hafa mjög nei kvæð áhrif á lands fram leiðslu og hagvöxt. Það mun að sjálfsögðu skerða lífskjör landsmanna. Jafnframt mun það að öðru jöfnu minnka al­ mennar skatt tekjur. Margt bendir til að sú minnkun verði langt umfram þær skatttekjur af sjávar útvegi sem frum varpinu er ætlað að ná. Ætti það að vera umhugsunarvert fyrir ríkis ­ valdið. Sjávarútvegurinn er sem kunnugt er tals vert skuldsettur. Áframhaldandi góð arð semi og aflahlutdeildir standa að veði fyrir miklum hluta þessara skulda. Eins og rakið hefur verið mun lögfesting um ræddra frum varpa, eink ­ um þess stóra, rýra afkomu í sjávar ­ útvegi mjög mikið og stórlega lækka virði aflahlutdeilda: Eignastaða sjávarút vegsfyr irtækj­ anna versnar að sama skapi. Við það bætist að óheimilt verður að selja aflahlutdeildir fyrir fé og bannað að veðsetja þær á nýjan leik. Þær eru því einnig af þeirri ástæðu miklu lakara veð fyrir banka en áður. Þar með neyð ast bankar til að krefjast nýrra veða og/eða kalla inn skuldir og færa það sem á vantar á afskriftareikning. Upphæðir þær sem hér um ræðir eru háar á þjóðhaglegan mælikvarða. Þær eru nánast örugglega vel yfir 100 millj arðar króna en gætu hæglega verið miklu hærri, sérstaklega er á líður. Íslenskt efnahagslíf þarf nú á flestu öðru að halda en lögskipaðri óhag­ kvæmni í atvinnurekstri og sjálf ­ sköpuðum fjár mála legum áföllum. Erlendir lánardrottnar og fjárfestar hljóta að velta fyrir sér hvort unnt sé að treysta ríkisstjórn sem dembir slíkum ósköpum yfir landsmenn. Fram komin frum vörp eru því einnig til þess fallin að minnka alþjóðlegt traust á Íslandi og láns hæfi landsins á fjár málamörkuðum.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.