Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Side 60

Frjáls verslun - 01.04.2011, Side 60
60 FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 kvótakerfið – bitbein þjóðarinnar ráðherra skipaði, komst að fyrir löngu. Án samráðs við þá aðila, sem í greininni starfa, hefur verið lagður grunnur að svo umfangsmiklum breytingum, að framtíðar­ verðmætasköpun greinarinnar er stefnt í voða,“ segir Eggert en spurningu um hvort hætta sé á greiðslufalli og vanskilum út­ gerðarfélaga ef frumvörpin verði að lögum svarar hann svo: „Sú hætta er áreiðanlega mismikil eftir fyr­ irtækjum. Ef marka má viðbrögð banka, þá er hún í einhverjum tilvikum umtalsverð.“ Hækkun veiðigjalds, eins og boðað hefur verið, er hún of mikil og væri ekki nær fyrir stjórnvöld að skattleggja útgerðina ef það er markmiðið að fá meiri tekjur af auðlindinni, í stað þess að byrja á því að veikja rekstrargrundvöll fyrirtækjanna? „Á það hefur verið bent, að ef arðsemi útgerðanna væri talin of mikil væri unnt að ganga á hana með því að hækka veiðigjald­ ið, ellegar skattleggja serstaklega hagnað yfir tilteknu marki. Þá væri grunnkerfið látið hámarka verðmætasköpunina óhind­ r að, en veiðigjaldið eða tekjuskatturinn myndu dreifa arðinum, líkt og til var sáð á sínum tíma. Nú stendur hins vegar til að hækka veiðigjaldið verulega um leið og grunnkerfi ð er skaðað illa með öðrum breytingum. Því er í senn verið að minnka arðsemi kerfisins og að skattleggja enn frekar minnkandi arðsemi. Þetta er auðvit­ að alvarleg þversögn.“ Boðað er að ríkið hyggist hirða til sín um 45% af þeirri kvótaaukningu í ákveðn­ um tegundum sem orðið getur á næstu árum og allt að 50% ef meðalafli fer yfir ákveðin mörk. Er þetta ekki hrein og klár eignaupptaka í ljósi þess að fjölmargir út­ gerðarmenn hafa keypt til sín stóran hluta veiðiheimildanna á frjálsum markaði og í samræmi við leikreglur á undanförnum árum og áratugum? Hvað með aflahlut­ deild í deilistofnum sem útgerðirnar hafa einar séð um að afla þjóðarbúinu? Er sann gjarnt að ríkið hirði til sín eitt­ hvað af kvóta aukningu í t.d. kolmunna ef heildarkvót inn verður aukinn á komandi árum, eftir að kvótinn hefur verið skertur um 80% frá árinu 2004? „Útgerðirnar hafa tekið þátt í mikilli skerðingu tiltekinna stofna á undanförnum árum, jafnt staðbundnum stofnum sem deilistofnum. Í þessu hafa hagsmunir út­ gerðanna og þjóðarinnar farið saman eins og jafnan, að þessu sinni undir merkjum ábyrgra fiskveiða. Íslendingar hafa verið öðrum þjóðum fyrirmynd að þessu leyti. Nú stendur til að rjúfa þessa samstöðu og kljúfa upp sameiginlega hagsmuni. Það þjónar fráleitt þjóðarhag,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson. Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda. Ófriðurinn um hið svokall aða kvótakerfi hefur fyrst og fremst staðið um nokkur afmörk­uð mál. Þar ber hæst fram sal heim ilda, bæði í aflamarki og afla hlutdeild. Síðan má nefna atriði eins og veð setningu aflaheimilda, þó með óbeinum hætti sé, og samþjöppun heimilda á færri hendur en áður. Í þeim frumvörpum sem nú liggja fyrir Alþingi er tekið á öllum þessum má lum. Þar er gert ráð fyrir að framsal á aflamarki verði áunnið, þ.e. hámark er sett á framsal og þá sem hlutfall af veiddum afla. Sam­ kvæmt því getur handhafi heimilda ekki selt aflamark án þess að hafa veitt tiltekinn hluta þess sem hann fékk úthlutað. Mjög þröngar skorður eru settar við fram­ sali aflahlutdeildar og reynt að koma í veg fyrir veðsetningu aflaheimilda, frekar en nú er gert. Að mínu mati er því í frumvörp­ unum að finna leiðir til að sætta þann ágreining sem mestur hefur verið án þess þó í leiðinni að draga úr þeim kostum sem framsal á aflamarki hefur.“ Þetta segir Björn Valur Gíslason, sem sæti á í sjávarútvegsnefnd Alþingis, en hann segir að í ljósi framangreinds telji hann að frumvörpin gefi góð færi á því að ná sátt um um helstu deilumálin í sjávarútvegi og hann vonist til að samstaða náist um útfærsluna. Nú hefur frjálsa framsalið verið harðlega gagnrýnt af mörgum á undanförnum árum tækifæri sem við verðum að nota til að ná sátt um sjávarútveginn Aðgangurinn að auðlindum sjávar þarf að vera takmarkaður, ekki aðeins að fjölda til, heldur og ekki síður til að nytjastofnar sjávar verði nýttir með sem skynsamlegustum og arðbærustum hætti fyrir samfélagið allt. Björn Valur Gíslason, alþingismaður og skipstjóri:

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.