Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 62

Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 62
62 FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 með einum eða öðrum hætti. Við munum aldrei aftur fara til þess tíma sem áður var í sjávarútvegi með stórum flota fiskiskipa og fiskvinnslustöðva. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því. Aðgangurinn að auðlindum sjávar þarf að vera takmark­ aður, ekki aðeins að fjölda til, heldur og ekki síður til að nytja stofnar sjávar verði nýttir með sem skyn samlegust um og arðbærustum hætti fyrir samfél agið allt. Ég vildi gjarnan sjá hve margir af þeim, sem nú hafa leyfi til að stunda strand­ veiðar, eru gamlir refir í greininni og hafa fundið þarna leið til að koma aftur til baka eftir að hafa losað sig út fyrir einhverj um árum. Ég geri mér ekki grein fyrir því hvað hlutfall svokallaðra nýliða er í þess um hluta sjávarútvegsins eða hvernig það er skilgreint en tel rétt að það verði skoðað frekar og þá í því ljósi hvort við erum að ná ætluðu marki hvað það varðar.“ Lag til að ná sátt um sjávarútveginn Björn Valur segir að varðandi laga setn­ ing una, sem slíka, sé hann almennt þeirrar skoðunar að lög eigi að vera eins skýr og mögulegt er að hafa þau. Markmið þeirra eigi að vera augljós og þeir sem eigi að starfa samkvæmt þeim eigi að vera vissir um hverjar leikreglurnar eru og þær taki ekki sífelldum breytingum eftir því hver túlki þær hverju sinni. Þannig eigi lög að taka á málefnum nútímans og marka um leið leiðina inn í framtíðina án óvissu. Þannig löggjöf vilji hann sjá um stjórn fiskveiða, tryggan lagaramma um leikreglur sem góð sátt sé um til langs tíma. Mikilvægt sé að umræðan, sem framundan er, verði málefnaleg og öfgalaus. Nú sé lag til að ná sáttum um sjávarútveginn og það tækifæri eigi að nýta vel. „Ég tel að með þeim frumvörpum sem nú liggja fyrir þinginu sé boðið upp á við ræður um lausnir á þeim miklu deilum sem staðið hafa yfir um stjórn fiskveiða áratugum saman. Til að svo verði þurfum við öll; þingið og þjóðin, að taka umræðuna af rökfestu, án fordóma og með það að leiðar ljósi að líta á tækifærin, sem bjóðast, til lausna í stað þess að grafa dýpri skotgrafi r en þegar hafa verið grafnar til þessa milli deiluaðila. Þjóðin þarf á því að halda en sjávarútvegurinn þó helst af öllu,“ segir Björn Valur Gíslason. kvótakerfið – bitbein þjóðarinnar Ég held að enginn vafi leiki á því að erfiðleikar margra smábáta­eigenda muni magnast verði kvótafrumvörpin óbreytt að lögum. Í þessum fyrirhuguðu breytingum er gert ráð fyrir því að þrengja mjög að framsali aflaheimilda og þá er lokað með öllu á milli krókaaflamarkskerfisins og afla­ marksins. Sú breyting ein og sér mun setja nokkur öflug smábátafyrirtæki í mikinn vanda. Og ekki nóg með það; fiskvinnslur sem hafa verið að byggja upp þessa rán­ dýru ferskfiskflakamarkaði og treyst á framboð í gegnum þetta fyrirkomulag munu ekki geta sinnt þessum mörkuðum með sama hætti. Þetta er dýr breyting, í beinhörðum peningum. Hverra réttlæti er verið að fullnægja finnst mér hafa skort að skýra út fyrir okkur.“ Þetta segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, en hann er ekki frekar en aðrir talsmenn samtaka sjómanna og útgerðarmanna ánægður með efni frumvarpanna sem kynnt voru á dögunum. Um hækkun veiðigjalds hefur hann þetta að segja: „Það segir sig sjálft að hækkun veiðigjalds er einfaldlega tekjurýrnun fyrir smábátaeig­ endur sem aðra. Stjórnvöld telja greinilega að í sjávarútveginn sé eitthvað að sækja og við höfum bent á þá aðferð að skattleggja framsalið. Þannig væri viðhaldið hvatanum sem í því felst auk þess sem hægt væri að auka tekjur ríkisins.“ Bankarnir eru varla að faraSt úr hrifningu Að sögn Arthurs virðast kvótafrumvörpin ekki vera sérlega vönduð plögg. „Eitt það skondnasta í kringum alla þá neikvæðu umræðu sem sjávarútvegurinn hefur legið undir til langs tíma er hvað menn geta komist í þversögn við sjálfa sig, jafnvel í sama paragrafinu. Þannig á sjávarútvegurinn að vera á hvínandi hausn um og ekki viðbjargandi, en svo er ofsagróði sægreifanna slíkur að þeir eiga leikandi að geta greitt tugi milljarða í veiði­ gjald. Í kvótafrumvarpinu er sumstaðar slegið úr og í, t.d. varðandi veðsetningu hverra réttlæti er verið að fullnægja? Þversögnin er í sama paragrafinu. Þannig á sjávarútvegurinn að vera á hvínandi hausnum og ekki viðbjargandi, en svo er ofsagróði sægreifanna slíkur að þeir eiga leikandi að geta greitt tugi milljarða í veiðigjald. Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda: Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda. Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna og FFSÍ:

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.