Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 63

Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 63
FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 63 kvótakerfið – bitbein þjóðarinnar veiðiheimilda. Þar má, má ekki, má, bara eftir því á hvaða málsgrein þú byrjar. Ég get ekki ímyndað mér að bankarnir séu að farast úr hrifningu yfir þessu öllu saman.“ Arthur segir að auking aflaheimilda í strandveiðipottinum muni að sjálfsögðu létta undir með einhverjum þessara aðila og þeir, sem eru í hvorugu kvótakerfinu fá auknar heimildir, séu þeir einu samkvæmt frumvarpinu sem ekki lenda í neinum niðurskurði. „Við fögnum öllum viðbótum við afla smá bátaflotans en mótmælum því að þær þurfi að koma til með þessum hætti. Handfæraveiðar eru það pasturslitlar að af þeim stafar ekki nokkur hætta, hvorki fyrir fisk né fólk. Landssambandið hefur alla tíð talað fyrir því að handfæraveiðarn­ ar séu hafðar fyrir utan sviga í öllu þessu fiskveiðistjórnunarati og ég sé ekki að neitt hafi komið fram sem hrekur þá afstöðu.“ hátt í 30 Byggðarlög háð veiðum SmáBáta Heildarafli smábátaflotans árið 2010 var um 75 þúsund tonn. Arthur segir að ekki liggi fyrir nákvæmir útreikningar á útflutn­ ingsverðmætinu en það hljóti að vera talsvert yfir 40 milljarðar króna. Prósentu hlutfallið, miðað við heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða, er því væntanlega u.þ.b. 18­ 20%. Samkvæmt þessu er útgerð smábáta eng in smáútgerð, heldur miklu frekar risastór og þýðingarmikil atvinnu grein. Smábátarnir eru burðarásinn í atvinnu lífi fjölmargra sjávarbyggða og að sögn Arthurs er talið að vel á þriðja tug byggðarlaga séu að mestu eða öllu leyti háð veiðum smábátaflotans. „Síðan eru byggðarlögin fjölmörg þar sem er myndarleg smábátaútgerð þótt hún spili kannski ekki stórt hlutverk í heildarmynd­ inni,“ segir Arthur Bogason. Stjórnarfundur í Farmanna­ og fiski­mannasambandi Íslands mót mælir harðlega framkomnum frum vörp­um sjávarútvegs­ og land búnaðar­ ráðherra sem geta ekki leitt til annars en verri afkomu þeirra sem hafa fisk veiðar að aðalstarfi. Það virðist vera markmið sitj andi stjórnvalda að rýra kjör atvinnusjó­ manna og færa það sem af þeim er tekið til tómstundafiskimanna. Efni frumvarpanna er óravegu frá því samkomulagi sem varð niður staða svokallaðrar sáttanefndar sl. sumar.“ Svo segir í ályktun FFSÍ um kvótafrum­ vörp ríkisstjórnarinnar en formaður sam­ bandsins og Félags skipstjórnarmanna er Árni Bjarnason. Hann segir að sér lítist illa á framkomnar tillögur. „Afnotaréttur í stað eignarréttar er sjálfagt mál sem allir voru sammála um en að öðru leyti er öll útfærsla mála í frumvörpunum í framhaldinu í algjöru skötulíki. Það virðist því miður eiga að kippa grundvellinum und an arðsamri undirstöðuatvinnugrein. Það mun ekki síst bitna á möguleikum þjóðar búsins til uppbyggingar efnahagslífs­ ins eftir hrunið sem varð.“ – Er hætta á uppsögnum sjómanna, að þínu mati, ef frumvörpin verða að lögum? „Já. Það er enginn vafi á því. Uppsagnir meðal atvinnusjómanna blasa við og það á einnig við um mörg afleidd störf.“ tekjur hinS opinBera munu SkerðaSt Árni segir það sína skoðun að skatta­ um hverfi útgerðarfyrirtækja eigi að vera afkomutengt. Boðaðar breytingar vinni gegn því að hægt sé að reka fyrirtækin á hagkvæman hátt og þar af leiði að tekjur hins opinbera af sjávarútvegi muni án nokk urs vafa skerðast í framtíðinni. Í kvótafrumvörpunum er lagt til að útgerðar félög, sem nú starfa, fái ekki til baka nema hluta aflaheimilda, sem skertar hafa verið verulega á undanförnum árum, fari svo að kvótinn verði aukinn. Þá eru settar verulegar skorður við framsali afla­ heimilda. Hver er skoðun Árna á þessu? „Hvað sem um útgerðirnar má segja þá eru útgerðarmenn, sem undanfarin ár hafa fjárfest í veiðiheimildum með lántökum, gríðarlegum órétti beittir. Það á að skilja þá eftir með skuldirnar og svipta þá möguleik­ um á að greiða þær til baka. Leiguframsal innan ársins er undirrót flestra misferlis mála gagnvart sjómönnum og ætti að hverfa. Varanlegt framsal milli óskyldra aðila verður þó að vera til staðar. Það er hins vegar spurn­ ing hvernig standa á að útfærslunni.“ – Auka á aflamagn fyrir strandveiðar og byggðakvóta. Munu ekki atvinnusjómenn sem vinna innan aflamarkskerfisins líða fyrir þetta? „Jú, það blasir við að hefðbundnir atvinnu sjómenn eru fórnarlömb í þessu dæmi öllu,“ segir Árni Bjarnason. Útgerðarmenn eru gríðarlegum órétti beittir Hvað sem um útgerðirnar má segja þá eru útgerðarmenn, sem undanfarin ár hafa fjárfest í veiðiheimildum með lántökum, gríðarlegum órétti beittir. Það á að skilja þá eftir með skuldirnar og svipta þá möguleikum á að greiða þær til baka. Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna og FFSÍ: Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna og FFSÍ.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.