Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 64

Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 64
64 FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 kvótakerfið – bitbein þjóðarinnar Samtök atvinnulífsins hafa sent ráð herra umsögn um frumvörpin. Það er mat SA að verði frumvörp­in óbreytt að lögum muni þau kollvarpa rekstri starfandi útvegsfyrirtækja og stórauka skattheimtu á sjávarútveg­ inn, aflahlutdeildarkerfi sem hafi í öllum aðalatriðum reynst vel verði gjörbreytt og óvissa aukin í greininni. Jafnframt ógni frumvörpin tilveru fyrirtækja sem þjónusta útveginn og setji hag og framtíð starfs­ manna útvegsfyrirtækja í uppnám. Mikil óvissa verði þannig sköpuð um hagsmuni byggðarlaga og framtíð þeirra.“ Þetta segir Vilmundur Jósefsson, formað­ ur SA, en Frjáls verslun fékk hann til að leggja mat á efni framkominna kvótafrum­ varpa. Vilmundur segist eiga erfitt með að finna kosti við tillögurnar sem í þeim birtast en gallarnir séu hins vegar fjölmargir. „Það er ekkert að finna í þeim frumvarps­ drögum sem lögð hafa verið fram sem er líklegt að bæti hag fyrirtækja sem starfa við sjávarútveg. Samtök atvinnulífsins hafa marglýst yfir því að þau séu reiðubúin til samráðs og samvinnu við ráðherra þannig að unnt verði að ná sátt um rekstrargrunn þessarar mikilvægu atvinnugreinar en það er ljóst að frumvarpsdrögin munu kalla fram áframhaldandi deilur og átök á komandi árum og verða tilefni stöðugra breytinga á fiskveiðistjórninni. Frumvörp in ganga sömuleiðis þvert á ítrekaðar yfir ­ lýs ingar ríkisstjórnarinnar um að skapa sjávar útveginum góð rekstrarskilyrði til langs tíma.“ afturhvarf til Biturrar reynSlu fyrri tíma Að sögn Vilmundar felst það í frumvörpun­ um að verið er að auka opinber afskipti af greininni og hefja á loft pólitískar úthlutanir aflaheimilda. „Því er rétt að minna á að Íslendingar hafa áratuga reynslu af miklum afskipt­ um hins opinbera um málefni útgerðar og fiskvinnslu sem byggðust á stöðugum inn ­ gripum í rekstrarskilyrði, opinberum rekstri, sérstakri úthlutun fjármagns og fasta fjár­ muna til valinna fyrirtækja og byggðar­ laga. Allt endaði þetta með reglu legum gengisfellingum krónunnar, efnahagsleg um kollsteypum og björgunaraðgerðum til illra staddra fyrirtækja. Ótrúlegt er að eftir alla þessa reynslu skuli nú, rúmum tveimur áratugum eftir síðustu björgunar aðgerðir, haldið af stað í sömu vegferð sem reynst hefur svo illa hér á landi og í raun hvar­ vetna sem þessi leið hefur verið farin,“ segir Vilmundur Jósefsson. aukin opinber afskipti og pólitískar úthlutanir aflaheimilda Frumvörpin kollvarpa rekstri starfandi útvegsfyrirtækja og stórauka skatt­ heimtu á sjávarútveginn og stórauka óvissu í greininni. Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins: Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar:

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.