Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Side 67

Frjáls verslun - 01.04.2011, Side 67
FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 67 kvótakerfið – bitbein þjóðarinnar skemmdarverk á íslenskum sjávarútvegi Verði frumvörpin óbreytt að lögum mun það leiða til lakari lífskjara á Íslandi. Það verður búið að þjóðnýta sjávarútveginn eftir 23 ár og það mun hafa í för með sér eignaupptöku því eignir fyrirtækjanna, skip, hús, tæki og búnaður, verða komnar í niðurníðslu og verða verðlausar.“ Adolf segir sömuleiðis óskiljanlegt að þeir sem hafa tekið á sig skerðingu aflaheimilda til þess að byggja upp fiskstofnana skuli ekki njóta aukningarinnar þegar svigrúm er til að veiða meira. „Ef það á að útdeila hluta aflaheimild­ anna á pólitískan hátt í einhverja potta þá væri nær að binda aflamagnið strax við óverulega, fasta tonnatölu.“ Að sögn Adolfs hafa útvegsmenn ekki sett sig upp á móti því að lög um veiði­ gjald væru endurskoðuð en hann segir þann útreikning sem miða á við mjög ósanngjarn­ an. Miðað sé við reiknaða framlegð fyrirtækj­ anna sem segi fráleitt allt um afkomu þeirra. Þá eigi eftir að borga vexti og annan kostn að og því sé hækkun veiðigjaldsins nú mjög íþyngjandi aðgerð. Hann segir að umræðan um skattlagningu auðlindarentu byggist á því að umframhagnaður sé fyrir hendi en þessi aðferð leiði til þess að fyrirtæki eigi á hættu að einstakir rekstrar­ þættir verði skattlagðir sérstaklega, jafnvel þótt um tap á þeim sé að ræða. trúverðugleiki fiSkveiðiStjórn­ unarkerfiSinS í hættu Adolf hefur áhyggjur af því að breytingar­ nar sem lagðar eru til í kvótafrumvörpun­ um muni hafa verulega neikvæð áhrif á allt markaðsstarf erlendis. „Þetta dregur úr trúverðugleika á fiskveiði­ stjórnunarkerfinu. Við höfum státað af því að stunda veiðarnar með ábyrgum hætti og get­ að um leið staðið við gerða samninga um sölu á sjávarafurðum. Boðaðar breyting ar munu tvímælalaust leiða til stopulla fram­ boðs og mikilla sveiflna í vinnslunni. Þótt hluti veiðiheimildanna eigi að færast til ann arra, sem verða á pólitískum veiðum, þá veit enginn hvenær eða hvernig þeir munu sækja aflann. Þetta gætu allt eins orðið vertíðarbundnar veiðar og að mjög mikill afli bærist á land á skömmum tíma án tillits til markaðsaðstæðna.“ Gullberg ehf. gerir út ísfisktogarann Gull ver NS frá Seyðisfirði og Adolf er aðal­ eigandi frystihússins á staðnum. Það er því eðlilegt að spurt sé hvaða áhrif boðaðar breytingar geti haft í för með sér fyrir þetta rótgróna fjölskyldufyrirtæki. „Það fer auðvitað eftir því hvaða forsend­ ur er miðað við en ef gengið er út frá 180 þúsund tonna heildarþorskkvóta og að engar stórar breytingar verði á afla í öðrum helstu tegundum þýðir þetta að mitt skip mun missa um 240 þorskígildistonn. Togar­ inn hefur landað öllum þorski, ýsu og ufsa til vinnslu í frystihúsinu en karfa og ýmsar aukategundir höfum við flutt utan ferskar á erlenda markaði. Breytingarnar þýða að 20­ 25% af tekjum fyrirtækisins munu hverfa út um gluggann. Á þessu kvótaári höfum við ekki getað haldið uppi samfelldri vinnslu í frystihúsinu og að jafnaði hefur vantað einn til einn og hálfan dag á viku til þess að ná því marki. Það er algjörlega óvíst hvort hægt verður að starfrækja frystihúsið nái þessar breytingar fram að ganga. Það segi ég með þeim fyrirvara að ég veit ekkert um það hvernig byggðakvótanum verður úthlutað, hvernig leigupotturinn mun virka eða hvernig hinum pólitísku veiðum verður háttað,“ segir Adolf en hann upp­ lýsir að Gullberg ehf. greiði tæpar 15 millj­ ónir króna í veiðigjald á þessu ári og því sé ljóst að 70% hækkun gjaldsins muni hafa verulegan kostnaðarauka í för með sér fyrir fyrirtækið. fjárfeStingar og framþróun mun StöðvaSt Svo sem að framan greinir óttast útgerðar­ menn að boðaðar breytingar verði til þess að drepa niður fjárfestingar og framþróun í greininni. Adolf segir að staðan hjá Gull­ bergi ehf. sé einföld. Ekkert svigrúm verði til þess að endurnýja skip eða búnað. „Ég geri út 28 ára gamalt skip. Nýsmíði á sams konar skipi kostar í dag um tvo milljarða króna. Það fer enginn út í slíka fjárfestingu miðað við nýtingarrétt á afla­ heimildum til 15 ára. Nýtt uppsjávar vinn­ sluskip kostar fimm til sjö milljarða króna og menn geta ímyndað sér hvernig staðan er hjá útgerðarfyrirtækjum sem vildu skoða slíka fjárfestingu. Ég gæti hugsanlega ráðið við endurnýjun á skipinu á 23 árum, þótt afkoman gefi e.t.v. ekki tilefni til þess, en það væri óráð að hugsa meira um þau mál þegar enginn veit hvað tekur við að þeim tíma liðnum. Flest eða allt það sem boðað er í framkomnum frumvörpum hefur verulega neikvæð áhrif á rekstrarskilyrði sjávarútvegsins og möguleika hans til fram þróunar. Þá mun þetta hafa veruleg áhrif á aðgengi greinarinnar að lánsfé og á lánakjör. Í stað þeirrar hagræðingar sem hefur orðið með fækkun skipa og vinnslustöðva er stefnt á að fjölga skipum með tilheyrandi kostnaði og sóun. Ljóst er að kröfuhafar munu gera kröfu um uppgreiðslu á lánum sem hafa verið veitt vegna kaupa á veiðiheimildum á eins skömmum tíma og unnt er með tilheyrandi áhrifum á rekstur fyrirtækjanna. Það er einfaldlega verið að fremja skemmdarverk á íslenskum sjávarútvegi,“ segir Adolf Guðmundsson. „Það er ámælisvert að frumvörpin séu lögð fram án þess að búið sé að leggja mat á áhrif þeirra á þjóðar- hag og sjávarútveginn.“

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.