Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 74

Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 74
74 FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 Ættartengsl í samtímanum „Á þessum tíma, árið 2005, var ekki mikið fjallað um að Björgúlfur Thor Björgúlfsson væri afkomandi Thors Jensen og amma hans væri systir Ólafs Thors,“ segir Guð­ mundur. „Það gerðist síðar og í bókinni voru þessi ættartengsl aukaatriði og aðeins nefnd stuttlega undir lokin.“ Þau tengsl áttu þó eftir að hafa áhrif á útgáfu bókarinnar. „Ég réðst í að skrifa um Thorsarana af eigin hvötum eingöngu. Enginn bað mig að skrifa sögu þeirra,“ segir Guðmundur. „Ég var þá nýbúinn að skrifa bæði sögu Eimskipafélagsins og Vinnuveitendasam­ bandsins og þar komu Thorsarar mjög við sögu. Ég var því kunnugur efninu, fannst saga þeirra liggja vel við, og skrifaði bókina á stuttum tíma og að hluta í hjáverkum á einu ári.“ Guðmundur var því ósáttur við gagnrýni um að hann hefði verið fenginn til að „reisa bautastein“ yfir Thorsarana og bókin væri lofrulla um þá. „Öðru nær. Þarna koma fram upplýsingar sem enginn „helgisagna­ höfundur“ hefði birt,“ segir hann. Fyrsta upplagi eytt „Aðalatriðið var að nýta frumheimildir sem ég komst í bæði hjá fjölskyldunni og í Landsbankanum – og naut þar meðal annars velvilja Björgúlfs Gumundssonar,“ segir Guðmundur. Almenna bókafélagið, þá í eigu Björgúlfs og undir stjórn Páls Braga Kristjónssonar, gaf bókina út og þar hljóp snurða á þráðinn. Fyrstu prentun var eytt á kostnað for­ lagsins vegna þess að „rangt handrit fór í prentun“ eins og það hét í frétt Morgun­ blaðsins. Svo var þó ekki heldur hafði enginn gert við það athugasemdir við vinnslu bókarinnar að þar var kafli um fyrri eiginmann Þóru, konu Björgúlfs Guð mundssonar. Það var hinn umdeildi banda ríski nasistaforingi George Lincoln Rockwell. „Þetta var stuttur kafli og hafður með sem hluti af ættarsögunni en varðaði ekki sjálft meginefni bókarinnar, sem var auður, völd og áhrif Thorsara í íslensku þjóð­ fél agi,“ segir Guðmundur. „Það var því mér að meinalausu þótt þessu yrði sleppt enda byggðist þessi hluti frásagnarinnar á alkunn um heimildum af netinu. Fyrsta upplagi var því eytt.“ aukaatriði En svo kom bókin út fyrir jólin 2005, seldist vel eða í um 15.000 eintökum þá og næstu misseri, kom m.a. út í pappírskilju, og vakti umtal – meðal annars vegna þess að sögur spunnust um af hverju fyrsta upplagi hefði verið eytt. Hafði Björgúlfur, sem útgefandi, skipt sér af innihaldi bókarinnar? Getur auð maður verið útgefandi að bók þegar efn ið tengist honum sjálfum? Guðmundur segir að það sé rétt að Björg­ úlfur hafi haft afskipti af innihaldinu en bara vegna eins afmarkaðs tifinningamáls fyrir fjölskyldu hans en ekki vegna nýrra uppljóstrana í bókinni um valdakerfi, fjár­ mál og viðskipti Thorsara. „Á endanum verður höfundur að gera upp við sig hvort hann samþykkir breyt ingar af þessu tagi eða ekki,“ segir Guð mundur. „Allir sem skrifa bækur af þessu tagi standa á einhverju stigi frammi fyrir svona málum. Þau eru leyst meðan á ritun stendur, en þarna misfórst það. Fyrir mig var það ekkert stórmál því breytingin breytti engu um efni og innihald sjálfrar bókarinnar.“ leynireikningar og mútur Guðmundur segir að aðeins fáir ritdómar­ ar hafi áttað sig á þeim margvíslegu nýju upplýsingum sem í bókinni var að finna. „Helgi Skúli Kjartansson prófessor sá þetta þó strax og benti á það í umsögn sinni um bókina. Líka Guðni Th. Jóhannesson,“ segir hann. Það kom honum á óvart að ýmsar upp­ ljóstranir um Thorsarana skyldu ekki vekja meira umtal. „Ég komst í heimildir sem fyrir 30­40 ár um hefðu verið stórbomba en nú var eins og ásakanir á hendur Thorsurum væru gleymdar,“ segir Guðmundur. Þarna vísar hann í sögur um að Thorsarar hefðu stund að vafasöm viðskipti og átt leynilega bankareikninga erlendis. Þjóðviljinn hafði skrifað um þetta. Einnig að einkaneysla fjölskyldunnar væri tekin út úr Kveldúlfi hf., stærsta útgerðarfyrirtæki landsins. „Hugsanlega væru áherslur í bók um Thorsarana aðrar í dag en þær voru árið 2005.“ „Þetta var stuttur kafli og hafður með sem hluti af ætt­ ar sögunni en varðaði ekki sjálft meginefni bókarinn ar.“ tilsvör ólafs thors: Ólafur Thors varð mjög sjóaður funda­ maður og flestar sögur af honum eru einmitt af stjórnmálafundum. Hann hafði lag á að snúa aðstæðum sér í hag, einnig fyrir fundi. Ein frægasta sag an af honum gerist einmitt fyrir fund í Keflavík 1953. Gera átti aðsúg að Ólafi þegar hann kom til fundar í bíl sínum. Hann vatt sér út og sagði: „Hvar get ég pissað, strákar?“ Þar með fór aðförin út um þúfur. ævisaGan eftir á að hyGGja – Guðmundur maGnússon um thorsarana Ólafur sat allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna árin 1947 og 1948 og sagði þá reynslu hafa haft mikil áhrif á afstöðu sína til utanríkismála. Á myndinni má sjá hvar bróðir Ólafs, Thor Thors sem var sendiherra Íslands í Washington 1944­1965, tekur á móti bróður sínum í New York.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.