Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 79

Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 79
FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 79 hönnun rómantískar setningar Ingo Maurer hannaði ljósakrónuna Zettel sem fæst í versluninni Ítölsk ljós. Japanskur pappír einkennir ljósakrónuna og á hann eru prentaðar rómantískar setningar á ýmsum tungumálum. Ljósið skín í gegnum pappírinn og við það myndast skemmti­ legt samspil ljóss og skugga. tímalaus hönnun David Lewis hannaði BeoSound 9000­hljómtækinn sem fást í Bang & Olufsen­versluninni. Tímalaus hönnun og beinar línur. Sleðinn rennir sér eftir diskunum þegar njóta á tónlistar. Eikin og hreindýrið Farið var að hanna sams konar stól úr tekki árið 1962 þegar sú viðartegund var mikið í tísku. Í dag er stóllinn, Bresi, úr eik og klæddur hreindýraleðri. Stóllinn er samstarfsverkefni GÁ húsgagna, þar sem hann fæst, og Iðntrés. jacobsen-jensen Arne Jacobsen hannaði salatsettið, sem er framleitt hjá Georg Jensen, fyrir nokkrum áratugum. Það er nútímalegt. Stílhreint. Salatsettið, sem er úr eðalstáli, fæst hjá Kúnígúnd. sem skúlptúr Kristinn Brynjólfsson húsgagna­ og innanhússarkitekt hannaði sófann Wave. Ætlunin var að hanna sófa sem væri sérstakur, nokkurs konar tímalaus skúlptúr. Desform framleiðir sófann. Eðalstál og íslenskur steinn Jón Snorri Sigurðsson gullsmiður hannaði skeiðar sem fást hjá Jens. Þær eru úr eðal­ stáli og fást skreytt ar með svörtum mugearit­ steini og hvítum kalsidon­steini. Skeiðarnar má nota bæði í pestó og sultur. skjannahvítur og örþunnur Það er bjart yfir nýjasta iPhone­símanum sem fæst í Apple­búðinni. Nútímalegur og flottur er hann og byggist hönnun hans á reynslu þeirri sem hefur fengist með fyrri hönnun fyrirtækisins. 9,3 mm á þykkt – takk fyrir. Hann er sá þynnsti í hópi snjallsíma.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.