Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 81

Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 81
FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 81 G olfklúbburinn Keilir í Hafnarfirði er fjölmennur golf­ klúbbur með um 1.350 meðlimi. Starfsemin er viðamikil því auk reksturs 18 holu golfvallar, sem er með bestu keppnisvöllum landsins, er annar níu holu völlur á svæði klúbbsins á Hvaleyrinni og nýtt og glæsilegt æfinga­ svæði, Hraunkot, sem mikið hefur verið lagt í á síðustu árum. Framkvæmdastjóri Keilis er Ólafur Þór Ágústsson. „Ég stjórna öllum rekstrinum en auk reksturs golfvallanna og Hraunkots erum við með útselda vinnu, þjónustum knattspyrnu­ vellina í Hafnarfirði og aðra golfvelli út um allt land. Þegar starfsemin er í hámarki á sumrin erum við með 30­35 manns á launaskrá, auk starfsmanna sem Hafnarfjarðarbær leggur til. Segja má að skipta megi starfi mínu í tvennt; á veturna stend ég í fjáröflun með langtímamark­ mið í huga og er í almennri skrifstofuvinnu en á sumrin er það daglegur rekstur sem er aðalstarfið. Í sumar eru mörg mót á okk ar vegum, meðal annars í Eimskips mótaröðinni, auk þess sem við erum sjálfir með stór mót. Þá er verið að þróa seinni níu holurnar á vellinum og þar vinnum við eftir teikningum sem gerðar voru. Eitt verk sem við erum að ljúka við er að setja sjálfvirkt vökvunarkerfi á völlinn. Við höfum verið í fimm ár að mjatla okkur áfram með verkið en þetta er fjárfesting upp á hundrað milljónir samkvæmt nú­ verandi gengi. Stærsta verkefnið upp á framtíðina er umsókn okkar um að halda Evrópumót ein staklinga í golfi áhugamanna og við erum að sækja um mótið ásamt Golfsambandi Íslands. Er nú verið að vinna í því að standast allar kröfur. Það sem stendur okkur helst fyrir þrifum er að íslenskir golfvellir eru frekar stuttir þegar miðað er við kepp nis velli erlendis, en á móti kemur veðrið og landslagið sem gerir mörgum erfitt fyrir. Það yrði gífurlegur gæðastimpill á okkar starf ef við fengjum þetta mót og lyftistöng fyrir golfið á Íslandi.“ Ólafur Þór byrjaði snemma í golfi og var um skeið í unglinga­ landsliðinu og hefur keppt með sveit Keilis í sveitakeppnum, bæði karla og unglinga. „Golfið átti hug minn allan og ég var aðeins eina önn í Flensborg áður en ég dreif mig til Skotlands þar sem ég lærði grasvallafræði við Elmwood College. Þaðan fór ég til Þýskalands þar sem ég vann í eitt ár og kom síðan heim og fór að vinna hjá föður mínum, Ágústi Húbertssyni, sem var fram­ kvæmdastjóri Keilis á undan mér og sinnti ég nánast öllum störf um þar til ég tók við framkvæmda­ stjórastarfinu. Ég hef einnig sinnt störfum fyrir Samtök evrópskra golfvallarstarfs manna og er varaforseti samtakanna í dag. Þá hef ég ásamt Úlfari Jónssyni og Edwin Rögnvaldssyni verið í beinum lýsingum á erlendum stórmótum á Skjár Golf svo það er í nógu að snúast hjá mér.“ Ólafur Þór er einhleypur og barnlaus svo ætla mætti að það eina sem kæmist að hjá honum væri golfið, en svo er ekki. „Ég er orðinn hálfgerður fjallgöngufíkill og fer tvisvar til þrisvar í viku í göngu með nokkr­ um strákum sem hafa sama áhugamálið, m.a. göngum við á Helgafell, Esjuna og Keili. Takmark okkar er að ganga á Hvannadalshnjúk. Einn okkar ætlaði að láta verða af því einn laugardaginn en varð að snúa við þegar fór að gjósa í Gríms­ vötnum. Yfir veturinn reyni ég að fara í golfferðir til útlanda því ekkert frí á ég á sumrin en hef auk þess mjög gaman af að ferðast og hef meðal annars farið í bakpokaferðalög í Asíu og Suður­Ameríku.“ Ólafur Þór Ágústsson framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis „Ég er orðinn hálfgerður fjallgöngufíkill og fer tvisvar til þrisvar í viku í göngu með nokkr um strákum sem hafa sama áhugamálið, m.a. göngum við á Helgafell, Esjuna og Keili.“ Nafn: Ólafur Þór Ágústsson Fæðingarstaður: Hafnarfjörður, 28. október 1975 Foreldrar: Ágúst Húbertsson og Hrafnhildur Þórarinsdóttir Menntun: Grasvallafræði

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.