Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Síða 6

Frjáls verslun - 01.07.2011, Síða 6
6 FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 C M Y CM MY CY CMY K Augl_FrjalsVerslun_NMI_Frumkvodlasetur-NMI_210x297_Sept2011-PATHS.pdf 1 9/8/2011 3:05:11 PM lEiðari Halda mætti að rekstur bank­anna gengi vel miðað við hinn mikla hagnað þeirra eftir skatta. Á síðasta ári var hagnaður þriggja stærstu bankanna 70 milljarðar eftir skatta og vísbendingar eru um að hann geti orðið um 80 milljarðar á þessu ári. Auðvitað hafa allir undrast þennan ofsagróða á sama tíma og landsframleiðslan hefur hrunið um 11 til 12% á tveimur árum, fjárfestingar eru sáralitlar, atvinnuleysi í hæstu hæðum og ný útlán til fyrirtækja og einstaklinga sáralítil. Þetta heitir ekkert annað en ládeyða í atvinnulífinu og verkefni flestra forstjóra hafa verið að verjast; þ.e. að endurskipuleggja fjárhaginn með bönkunum í stað þess að vera í stuði og gera eitthvað. Til að bæta gráu ofan á svart hækkar Seðlabankinn stýrivexti þegar við skjögrum eftir botninum. Enginn skilur peningastefnunefnd bankans í þetta skipti frekar en fyrri daginn því kenn ingar segja að vextir séu hækkaðir þegar fjárfestingar eru orðnar allt of miklar og fjár austur banka kominn yfir rauð strik og slá þarf á þensluna. Þessu er ekki fyrir að fara á Íslandi og furðuleg lyktnæmi að virtir hagfræðingar í peningastefnunefnd finni þef af þenslu í lofti en einn nefndarmanna, Gylfi Zoëga prófessor, var þó á móti hækk uninni. Hagnaður bankanna liggur fyrst og fremst í þeim eignasöfnum sem bankarnir tóku yfir með stórfelldum afslætti frá gömlu bönkunum. Reksturinn sjálfur malar ekki gull. Bankarnir mjatla inn hagnað af eignasöfnunum með endurmati á þeim. Gróðinn af eignasöfnunum hefur svo sem legið fyrir frá því að upplýst var að nýju bankarnir hefðu fengið eignasöfn gömlu gjaldþrota bankanna með svo miklum af­ slætti að undrum sætti. Spurningarnar sem vöknuðu á sínum tíma voru þær hvort lán­ takendur ættu að fá eitthvað af þessum af slætti til sín – og þá líka þeir sem stæðu ágætlega og væru í skilum í bönkunum; en ekki bara þeir sem væru í greiðsluerfiðleikum. En á það mátti enginn í bankaheiminum og innan ríkisstjórnarinnar heyra minnst. Einhverjir verða að borga og standa undir uppbyggingu bankanna var viðkvæðið þegar rætt var um niðurskurð lána og hvort bankarnir ættu einir að sitja að afslætti eignasafnanna. Í rauninni hefur mikil leynd hvílt yfir eignasöfnunum sem eru helsta peningamaskína bankanna. Bankarnir fengu útlánasöfn á útsölu sem bæði voru verðtryggð og gengistryggð. Eftir dóm hæstaréttar hinn 16. júní 2010 þar sem gengisbundin lán í íslenskum krónum voru dæmd ólögleg kom í ljós að bankarnir voru mjög tregir til að játa sig sigraða í þeim efnum. Hrun bankanna og hrun krónunnar varð til þess að gengisbundin lán tvö­ til þrefölduðust í verði og bankarnir kröfðu fyrirtæki og ein­ staklinga um þær fjárhæðir þótt þeir hefðu sjálfir yfirtekið lánin á útsöluverði og dómur Hæstaréttar lægi fyrir. Forráðamenn stórra fyrirtækja undruðust margir hverjir hvers vegna bankarnir héldu sig svo stíft við þessar kröfur eftir dóminn og hvort nýju bankarnir væru að gera út á gengishagnað. Smátt og smátt féllu fleiri dómar í sömu átt og bank­ arnir sáu að þeir yrðu að láta af kröfum sínum um gengisbundnu lánin í krónum. Þúsundir fyrirtækja og heimila búa hins vegar við verðtryggð lán sem bankarnir yfirtóku líka með miklum afslætti. Þessi eignasöfn hafa einnig gefið vel af sér. Verðtryggð útlán fjármálastofnana hafa hækkað um 40% frá hruni vegna kostn aðar­ verð bólgu sem gengishrunið fæddi af sér. Þess utan bera þessi verðtryggðu lán bankanna háa vexti; í mörgum tilvikum í kringum 9%. Þess ber þó geta að bankarnir eru einnig með mikið af verðtryggðum innlánum sem jafnar hreinu stöðuna að einhverju leyti. Það breytir því ekki að verðtryggingin hefur skrúfað þessi eignasöfn upp sem fengin voru með stórafslætti. Erlendu kröfuhafarnir sem eiga Arion banka og Íslandsbanka voru tilbúnir til að eign ast svo stóra hluti í nýju bönkunum vegna þess að þeir vissu sem var að eignasöfnin hefðu verið tekin yfir af nýju bönkunum á útsöluverði og þar lægi dulinn hagnaður við að byggja upp eigið fé þeirra. Ella hefðu þeir ekki komið inn sem hluthafar. Bankarnir tóku yfir mörg af stærstu fyrir tækjum landsins eftir hrun – eða fengu þau í fangið eins og betra er að orða það. Sárafá þessara fyrirtækja hafa raunverulega verið seld þótt ætla mætti annað af fréttum. Bankarnir eiga áfram stóra hluti í stærstu fyrirtækjunum með „nýjum eigendum“ sem yfirleitt eru með talsverðan minnihluta í þeim. Það er helst að lífeyrissjóðirnir hafi látið að sér kveða í gegnum Framtakssjóð Íslands sem þeir eiga með Landsbankanum. Arion banki tilkynnti nýlega uppsagnir á 57 starfsmönnum. Það þykja mikil tíðindi og bankamenn eru eðlilega óhressir. Fleiri uppsagnir eru í sjónmáli því íslenska banka­ kerfið er of dýrt miðað við þá ládeyðu sem er í gangi og sameining tveggja af stóru bönkunum verður að teljast líkleg. Þrátt fyrir að rekstur bankanna hafi gengið út á að ávaxta gömlu eignasöfnin og tregðast í lengstu lög við að afskrifa hafa þeir engu að síður stigið stór skref í þeim efnum og nema afskriftir fjármálakerfisins núna yfir 600 milljörðum króna á lánum til fyrirtækja og einstaklinga frá hruni. Þrátt fyrir það hagnast bankarnir um 70 til 80 milljarða á ári eftir skatta. Það segir sína sögu. Eignasöfn bankanna fengin á útsölu gefa vel af sér. Til þess var leikurinn gerður. Þau mala gullið en ekki hinn hefðbundni rekstur. Eignasöfn bankanna gefa vel af sér Jón G. Hauksson Eignasöfnin, sem fengin voru með stórafslætti, gefa vel af sér. Til þess var leik ­ urinn gerður. Þau mala gull en ekki hinn hefð bundni rekstur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.