Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Side 17

Frjáls verslun - 01.07.2011, Side 17
FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 17 Lán heimila og einstaklinga höfðu í lok júlí 2011 verið færð niður um 143,9 milljarða króna hjá öllum fjár­ málafyrirtækjum, Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðum, samkvæmt upplýsing­ um frá Samtökum fjármálafyrirtækja. Rúmlega 7.500 einstaklingar og heimili hafa fengið 18,7 milljarða afskrifaða með svonefndri 110% leið hjá fjármálafyrirtækjum, Íbúðalána­ sjóði og lífeyrissjóðum. Það gerir að jafnaði um 2,5 milljarða niðurfærslu á hvert lán. Við þetta bætist niðurfærsla vegna sértækrar skuldaaðlögunar rúmlega 800 einstaklinga og heimila upp á 5,6 milljarða. Það gerir að jafnaði um 7,0 milljónir í niðurfærslu á hvert lán. Loks hafa tugir þúsunda heimila og einstaklinga fengið 120 milljarða niðurfærslu vegna gengisbundinna íbúðalána og bílalána. Skiptingin er þannig að alls 11.800 einstaklingar og heimili hafa fengið 79 milljarða afskrifaða af gengisbundn­ um lánum. Það gerir 6,7 milljónir í niðurfærslu á hvert lán að jafnaði. Þá hafa rúmlega 59 þúsund bíleig­ endur fengið 41 milljarð afskrifaðan. Það gerir um 700 þúsund krónur í niðurfærslu á hvert bílalán að jafnaði. Í stuttu máli lán einstaklinga niður um 144 milljarða Hvaða fyrirtæki seldu bankarnir í sumar? Eignarhald banka á fyrirtækjum er eitthvert mesta þrætueplið í viðskiptalífinu. Nokkrar hreyfingar hafa verið í sumar. Promens Framtakssjóður Íslands keypti 40% hlutafjár í Promens af Landsbankanum í sumar en bankinn (Horn – fjár- fest ingarfélag bankans) tók Promens að fullu yfir fyrr í sumar. Þess má geta að Landsbankinn á um 25% í Framtakssjóðnum. N1 Kröfuhafar tóku N1 yfir í lok júní og var meirihluta skulda félagsins breytt í hlutafé. Næstum 30 milljarðar voru afskrifaðir við yfirtökuna. Heildarkröfur í N1- samstæðuna voru 53 milljarðar króna. Arion banki á núna 39% hlut í N1 og Íslandsbanki um 32% hlut. Aðrir kröfuhafar, eins og lífeyrissjóðir, eiga afganginn eða um 29% hlut. Sjóvá Gengið var endanlega frá 52,4% hlut í Sjóvá í lok júlí og byggðist það á samningum frá því í janúar. Það var SF1, félag í umsjón Stefnis, sem keypti. Inni í SF1 eru lífeyrissjóðir og nokkrir fjársterkir einstaklingar; m.a. Steinunn Jónsdóttir. Eftir viðskiptin er eignarhlutur eignasafns Seðlabanka Íslands í félaginu 20,6%, hlutur SAT eignarhaldsfélags hf. 17,7% og hlutur Íslandsbanka hf. 9,3%. Hagar Síðastliðið vor seldi Arion banki fyrirtækinu Búvöllum 34% í stærstu matvörukeðju landsins, Högum. Stefnir safnaði hluthöfum saman. Stærstu eigendur Búvalla eru Hagamelur ehf. (félag í eigu Hallbjörns Karlssonar, Árna Haukssonar, Sigurbjörns Þorkelssonar og Tryggingamiðstöðvarinnar), Gildi lífeyrissjóður, SÍA I (fagfjárfestasjóður undir stjórn rekstrarfélagsins Stefnis, en eigendur SÍA I eru margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins), fagfjárfestasjóðurinn Stefnir ÍS-5 og aðrir eigendur, m.a. lífeyrissjóðir og Jón Diðrik Jónsson. Húsasmiðjan til sölu Framtakssjóðurinn hefur sett Húsasmiðjuna í sölu og verður fróðlegt að fylgjast með sölunni á henni. Ingvar Helgason til sölu Miðengi ehf. (dótturfélag Íslandsbanka), SP fjár- mögnun hf. og Lýsing hf. hafa falið fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka að annast formlegt ferli sem lýtur að mögulegri sölu á 100% hlut þeirra í eignarhaldsfélaginu BLIH ehf., móðurfélagi Ingvars Helgasonar ehf. (IH) og Bifreiða og landbúnaðarvéla ehf. (B&L). Fjárhagslegri endurskipulagningu félaganna lauk fyrr á þessu ári þegar nýir hluthafar komu að þeim. Toyota Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, og Kristján Þorbergsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs sama fyrirtækis, hafa keypt 60% í fyrirtækinu af Landsbankanum. Bankinn mun áfram eiga 40% en ekki hafa afskipti af daglegum rekstri fyrirtækisins. S. Helgason Steiniðjan ehf. keypti í sumar S. Helgason, stærstu steinsmiðju landsins, af SPB hf., áður Sparisjóðabanka Íslands. 10-11 Þá seldi Arion banki matvörukeðjuna 10-11 í júní til Árna Péturs Jónssonar, áður forstjóra Teymis og Vodafone. Hann var þar áður framkvæmdastjóri matvælasviðs Baugs. Domino’s Landsbankinn seldi Pizza-pizza ehf. (Domino’s) til hóps fjárfesta undir forystu Birgis Þórs Bieltvedt sem átti hagstæðasta tilboðið í opnu söluferli. Söluverð alls hlutafjárins er 210 milljónir króna en að auki nema vaxtaberandi skuldir 350 milljónum króna. Björgun Landsbankinn seldi fyrirtækið Björgun til nýs einkahlutafélags í eigu Harðbaks ehf., Jarðefnaiðnaðar ehf., Suðurverks hf. og Sveinbjörns Runólfssonar. Markmið nýrra eigenda Björgunar er að halda áfram óbreyttum rekstri félagsins. Sólning Landsbankinn tók yfir rekstur Sólningar dekkja- verkstæðis í sumar. Hekla Loks má geta þess að Arion banki seldi snemma árs þeim Friðberti Friðbertssyni og Franz Jezorski bifreiðaumboðið Heklu.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.