Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Síða 25

Frjáls verslun - 01.07.2011, Síða 25
FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 25 litið er til baka er það því næst regla að markaðir sem vaxa með ofsahraða springi með miklum hávaða. Það verður sannarlega heimshvellur ef kínverska kerfið hrynur á næstu ár- um, sem er ekki ólíklegt, en ég er þó sannfærður um að Kínverjar muni ná sér fljótlega á strik nema upp komi öngþveiti í stjórnmálum þeirra. Ójafn- vægi stjórnmála og efnahagsmála er mesti vandi Kínverja: markaðsbú skap- ur, öflug miðstétt og mikill ójöfn uður ógna einræði Kommúnista flokks ins. Lítið er vitað, þrátt fyrir allt, um stjórn mál og samfélagsmál í Kína; við vitum ekki hvað er að gerast bak við tjöldin. Er nokkuð að marka óljósar fregnir af tíðum upp þotum? Er það rétt að sjálfur for sætisráðherrann sé fallinn í ónáð? Eru valdaklíkur önnum kafnar við að efla gömlu ríkisfyrirtækin og snúa við blaðinu? Getur það verið að innan ramma hins einráða Flokks dafni lýðræði á ýmsum veigaminni sviðum þjóðlífs- ins? Getgátur af þessu tagi hafa birst í fjölmiðlum undanfar in misseri, en hvað sem þeim líður þurfa Kínverjar með hægð að breyta stjórn arfarinu í átt til lýðræðis ef þeir ætla að halda gangandi örum hag vexti til langframa á grunni markaðs búskapar. Ójafnvægi stjórnmála og efna­ hagsmála er mesti vandi Kín­ verja: markaðsbúskapur, öflug miðstétt og mikill ójöfn uður ógna einræði Kommúnista­ flokksins. Bandaríkin: róMversk hnignun og hrun? Ég verð fáorður um framtíð Banda- ríkj anna og held mig við gamlar tugg ur. Auður og völd Bandaríkjanna hafa á undanförnum áratugum minnk að hlutfallslega samanborið við heiminn allan, og sú þróun mun halda áfram. En Ameríkanar eru ekki af baki dottnir. Bandaríkin eru enn langmesta herveldi heims, auðugt ríki og í fararbroddi tækniframfara, svo sem í tölvumálum og líftækni, sem undanfarinn aldarfjórðung hafa gerbreytt mannlífinu. Nýlega hefur bandaríska hagkerfið hikstað; ástand bankamála hefur verið krampa­ kennt; og stjórnmálin eru komin í rembihnút. Og hér kemur klisjan sem ég boðaði: bandaríska hagkerf­ ið er sveigjanlegt og kraftmikið og Bandaríkjamenn fljótir að laga sig að breyttum aðstæðum. Miklar skuldir ríkisins eru í eigin gjaldmiðli og því viðráðanlegar með peninga­ prentun, ef ekki vill betur. Hugsan­ lega hægir hagvöxtur á sér, kannski verður tímabundinn samdráttur, en framtíðin er björt ef litið er til langs tíma, þótt landið sé ekki það risaveldi sem áður var. Öðrum ríkjum fremur eru Bandaríkin land innflytjenda og í sífelldri endurnýjun. Nýjustu spár um fólksfjölgun herma að árið 2042 verði fólk af evrópskum uppruna í minnihluta í Bandaríkjunum. Bandaríkin eru enn langmesta herveldi heims, auðugt ríki og í fararbroddi tækniframfara, svo sem í tölvumálum og líftækni, sem undanfarinn aldarfjórðung hafa gerbreytt mannlífinu. vandi evrópusaMBandsins Ég beini kranahagfræðinni næst að málefnum Evrópusambands ins og skoða fjögur mál: Í hverju er fjármálavandinn á evrusvæð inu helst fólginn? Getur ríki yfirgefið evruna eða er það læst inni á evrusvæðinu? Hver er líklegasta lausnin á banka­ og lánamálum evruríkja: evrubréf (eurobonds) eða fyrirgreiðsla Seðla­ banka Evrópu og ýmissa sjóða? Og að lokum: hugleiðingar um lýðræðisvandann í Evrópusam­ bandinu. Jaðarríki evrunnar: lánastofn anir skrúfa frá krananuM Þegar vel gengur og hillir undir stóra vinninginn er algengt að menn ærist, missi stjórn á sér og leggi heilbrigða skynsemi til hliðar. Það er alltaf sama sagan: fjárhættuspilarar tapa áttum við spilaborðið; það rennur túlípanaæði á Hollendinga (upphaf­ lega árið 1637); og almenningur og fjármálastjórar á fasteigna- og verð­ bréfamörkuðum ganga af göflunum. Í byrjun 21. aldar urðu gamalreyndir fjármálastjórar í Þýskalandi og Sviss grænir aftur. Árið 2007 sáust fyrstu merki um kreppuna sem nú stendur yfir, þegar það rann upp fyrir mönn um að bandarísk undirmálslán með veð í fasteignum væru lítils virði. Bandaríkja- menn höfðu selt helming þessara lélegu pappíra til evrópskra aðila. Risastórt bandarískt fjármálafyrirtæki, Lehman Brothers, hrundi (í september 2008), öðrum fjármálastofnunum var bjarg að með miklum tilkostnaði, og erfiðleikar sóttu að evrópskum bönk um, ekki síst í Bretlandi. Nú er almennt talið að haustið 2008 hafi fjár málaheimur Vest urlanda verið að hruni kominn. Í upphafi litu margir í Evrópu svo á að glundroðinn væri sérvandi engilsax- neskra fjármálastofnana. Nú víkur sögunni til Grikklands. Árið 2009 og í byrjun árs 2010 vakna fjármálamenn í röðum upp við vond - an draum: gríska ríkið er rekið með miklum halla, ríkissjóður er stór - skuld ugur – í greiðsluvandræðum til skamms tíma, og á sennilega ekki fyrir skuldum ef lengra er litið. Greiðsluvandi birtist næst í Portúgal, síðar á Spáni og loks á Ítalíu. Írum er vandi á höndum og getgátur eru uppi um að ýmsar aðrar þjóðir á evru svæðinu kunni að standa höllum fæti. Kranaspekingar létu ekki bíða eftir sér og fundu strax sökudólginn: Ábyrgðarlaus stjórn ríkisfjármála við Miðjarðarhaf. Aðeins eitt meðal þekkist við þessum sjúkdómi: aðhald í ríkisrekstri – hærri skattar og niður- skurður opinberra útgjalda. En er tímar liðu fjölgaði þeim álitsgjöfum sem óttuðust aukaverkanir lyfsins, svo sem kreppu, atvinnuleysi, minni skatttekjur, þverrandi greiðslugetu hjá ríkissjóði og óróa á götum og torgum. Einnig blasti við að jaðarríkjum yrði ekki forðað frá greiðsluþroti nema lönd sem glímdu við tímabundna greiðslu­ erfi ðleika fengju skammtímalán með hagstæðum kjörum, og lönd sem áttu ekki fyrir skuldum fengju lán sín felld niður að hluta. Og nú fáein orð um upptöku evr unnar. Þegar hópur ríkja í Evrópu sambandinu tók upp sam­ eig inlegan gjaldmiðil voru krana­ hagfræðingar, einkum vestanhafs, nær allir á einu máli um að skrefið væri feigðarflan. Evran væri mosi frá kónginum; evru svæðið mundi molna sundur næst þegar stórkreppa riði yfir Evrópu. Gagnrýnendurnir töldu ólíklegt að tilflutningur vinnuafls og fjármuna á evrusvæðinu gæti leiðrétt misgengi í efnahagsmálum ríkjanna sökum þess að ólík stjórnmálahefð, menning og tungumál mundu standa í vegi fyrir nauðsynlegri aðlögun. En það sem mestu máli skiptir, sögðu spámennirnir, er að evrusvæðið er ekki skatt ríki og ekki með sameiginlega og bind andi stefnu í ríkisfjármálum. Þeir töldu ekki koma til greina að taka upp sam eig inlega mynt á svæði þar sem hvert ríki fer sínu fram við meðferð opinberra fjármála. Ekki nægir held ur að setja á legg Seðlabanka Evrópu sem hefur það verkefni eitt að halda verðbólgu í skefjum og er ekki ætlað að vera lánveitandi til þrautavara. Sam eiginleg mynt gerir 1. Ég íhuga ekki þann möguleika að Grikkir leggi niður evruna sem gjaldmiðil, eða þá lausn að þeir fái boð um að leysa sín mál sjálfir. Það er ólíklegt að þessar leiðir verði farnar. 2. Undanfarið hafa margir álitsgjafar hamrað á því að útgáfa evrubréfa sé lausnin: Ég er sammála Daniel Gross sem segir í nýlegri ritgerð að hugmyndin um evrubréf (eurobonds) falli á öllum prófum: í hagfræði, lögum og stjórnmálum (vox 26. ágúst 2011). Gross telur fráleitt að ábyrgðarlausar ríkisstjórnir við Miðjarðarhaf fái heimild til að slá lán með því að gefa út evrubréf sem þýskir (og aðrir) skattgreiðendur beri ábyrgð á og þurfi að endurgreiða ef illa fer. Skuldir jaðarríkjanna eru svimandi háar. 3. Og þá er eitt ráð eftir, að evrópski seðlabankinn (og tengdir sjóðir) komi í veg fyrir hrun á evrusvæðinu með því að tryggja að fullu skuldir jaðarríkjanna – heiti því að standa í skilum fyrir þeirra hönd. Bankinn mundi ekki lána beint til ríkjanna, sem er óheimilt samkvæmt Lissabon-sáttmálanum, heldur kaupa ríkisskuldabréf þeirra á verðbréfamörkuðum. Hugmyndin er sú að yfirlýsing bankans mundi slá á væntingar fjármálamanna um að öll lán til jaðarríkjanna séu ótrygg. Bankinn hlypi þannig fram úr spákaupmönnunum, róaði þá, og óðagotið mundi líða hjá. Seðlabanki evrópu getur gefið út evrur og hefur þannig, fræðilega, ótakmörkuð fjárráð – ef litið er framhjá verðubólgunni sem leiðir af mikilli seðlaprentun. Skuldbinding Seðlabanka evrópu um að ábyrgjast allar opinberar skuldir ríkjanna væri því trúverðug og mundi lægja öldurnar, án þess að koma þyrfti til mikilla útgjalda. Þá er enn óleystur sá vandi að knýja jaðarríkin til að reka ábyrga stefnu í ríkisfjármálum, og það yrði sjálfsagt erfitt ef Seðlabanki evrópu fjarlægir óttann við greiðsluþrot. Hvað eR TIL RÁða?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.