Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Page 34

Frjáls verslun - 01.07.2011, Page 34
34 FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 Frjáls verslun fjallar í fjórða skiptið á jafn mörg um árum um ís lenska sprota. Tilgang urinn er að vekja athygli á nýj - um fyrir tækjum og mikilvægi þess að fóstra þau og næra til vaxtar. Það var mikilvægt að vekja athygli á sprotafyrirtækjum vegna fá ­ fræði og fálætis gagnvart nýsköpun og nýj um fyrirtækjum. Fyrsta sprotablaðið var gefið út korter í banka - kreppu. Hugmyndin var að það gæti markað nýja tíma þar sem þjóðin gæti þá ekki lengur stólað á að þverrandi auðlindir og að kaup­og sölusamningar gætu skapað hagsæld til lengri tíma. Það átti eða mátti flestum vera ljóst að í framtíðinni þyrfti þjóðin meiri verð mætasköpun sem væri byggð á þekkingu og nýsköpun. Kjaftshögg kreppunnar virtist eitt augnablik hafa vakið þjóðina af værum blundi. Þrátt fyrir að pappírsauðurinn hefði þurrkast út á skömm- um tíma var von, jafnvel vor, í loftinu. Svigrúm var fyrir nýja hugsun og aðferðafræði. Frá þungbúnum skýjum virtist koma hugmynda­ regn. Slagorðið var að saman skyldi þjóðin vinna sig úr kreppunni. Þremur árum síðar hefur þjóðin sjaldan verið sundraðri. Það er engin sameiginleg uppbygging í gangi, það er hver höndin upp á móti annarri hvort sem varðar fólk, fyrirtæki eða stofnanir. Óvissan er enn mikil og fáir taka áhættu. að hlúa að fræjum framtíðar Tilgangurinn með því að vekja athygli á sprota- fyrirtækjum var að styrkja vonina og ýta undir raunverulega verðmætasköpun. Ef hægt væri að sameinast um eitthvað væri það að hlúa að fræjum framtíðarinnar. Þremur árum síðar er ljóst að sú samvinna varð aldrei. Pen ingar ríkisins til nýsköpunar fóru í sama rann og áður og engin hugmyn­ dafræðileg breyt ing átti sér stað innan þess opinbera. Einkageirinn tók lít inn þátt í að breyta leiknum þó að öllum megi vera ljóst að það verður að vera atvinnulífið sem leiðir nýsköpun á Íslandi en ekki ríkið. Háskólarnir hafa eytt tímanum í að stíga á tærnar hver á öðrum. Það er táknræn mynd að húsið í Kringlunni 1, þar sem fyrir þremur árum var framtíðarsýnin að sameina krafta einkageirans, háskólanna og ríkisins í að byggja upp útungunarstöð sprota, umbreyttra fyrirtækja og nýsköpunar, hefur nú verið tekið yfir af Vinnumálastofnun og Umboðsmanni skuldara. Í ljósi þess hve sorglegt er hvað hefði verið hægt að gera, og er enn hægt að gera, er aðdáunarvert að enn sé gróska í fyrirtækja­ sköpun á Íslandi. Enn er hægt að finna 100 flott sprotafyrirtæki sem vekja von um framtíð Íslands. Það er aðdáunarvert vegna þess að í umhverfi þar sem erfitt er að reka fyrirtæki sem eiga sér sögu og rekstur þá er öllu erfi ðara að búa til ný fyrirtæki og koma þeim á legg. Fámennur hópur sem kallar sig frumkvöðla býður ósamstöðu, vonleysi og ákvörð un ar- fælni birginn. Þetta eru hetjurnar sem einka - geir inn, háskólarnir og ríkið þurfa að sam einast um og taka til fyrirmyndar. Þörf er fyrir meiri ný - sköpun, frumkvöðla og ný og um breytt fyrir tæki. Langmestar líkur eru á að það verði til sem græðlingar úr fyrirtækjum, háskólum og ekki síst stofnunum ríkisins. Þar eru auðlindir, þekk ing og hæfni, jafnvel vörur og þjónusta sem má skapa miklu meiri verðmæti úr en gert er í dag. Með samstarfi gæti orðið stökk­ breyting. Það er þá fyrst sem vonin um þjóð sem byggir verðmætasköpun á þekkingu og nýsköpun getur orðið að veruleika. Enn er hægt að finna 100 flott sprotafyrirtæki sem vekja von um framtíð Íslands. Það er aðdáunarvert vegna þess að í umhverfi þar sem erfitt er að reka fyrirtæki sem eiga sér sögu og rekstur þá er öllu erfiðara að búa til ný fyrirtæki og koma þeim á legg. ByGGJUM UPP ÞeKKINGaR- OG NýSKöPUNaRHaGKeRFI 100 áhuga verð sprotafyrirtæki: TexTi: eyþór ívar jónSSon Dr. Eyþór Ívar Jónsson er framkvæmdastjóri Klaks ­ Ný sköpunar miðstöðvar atvinnu lífs ins. sprotar og frumkvöðlar fjölpósti, blöðum, tímaritum, bréfum og vörum. Okkar hlutverk er að dreifa Póstdreifing - Suðurhraun 1 - 210 Garðabær - Sími 585 8300 - www.postdreifing.is Heyrðu í okkur næst þegar þú þarft á öruggri og hagstæðri dreifingarþjónustu að halda.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.