Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Page 37

Frjáls verslun - 01.07.2011, Page 37
FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 37 þjónustuaðilum. Og í þriðja lagi yfirflæði tækniþekkingar sem dreifist betur í þyrp- ingu fyrirtækja en yfir lengri vegalengdir. Þetta leiðir til skalahagkvæmni þar sem sameiginlegir innviðir atvinnugreinar og aðgengi að vinnuafli sem og dreifing þek­ kingar leiða til lægri kostnaðar fyrir fyrirtæki. Hvað nákvæmlega nálægð fyrirtækja þýðir er ekki alveg ljóst í fræðilegri umræðu en það á við um mengi fyrirtækja innan atvinnugreinar sem eru í landfræðilegri nálægð hvert við annað. Út frá tengslanetshugmyndum er hins vegar minna gert úr landfræðilegri nálægð fyrirtækja og meira úr þeim tengingum fyrirtækja sem geta falist í samstarfi um rann sóknir og þróun, samfélagslegri nálægð, langtímaviðskiptasamningum o.s.frv. Á meðan líking auðlindanálgunarinnar er að klasi sé eins og stórfyrirtæki legg­ ur tengslanetslíkingin áherslu á í hverju tengslin felast, hvað er límið sem tengir fyrir tæki í klasa. Límið í þekkingarnálguninni er fyrst og fremst hvað fyrirtæki geta lært hvert af öðru og í hverju þekkingaryfirflæðið felst. Þar af leiðandi hefur fræðileg umræða um klasa tekið talsverðum breytingum frá því að Marshall fjallaði fyrst um ávinning af nálægð fyrirtækja. fyrirmyndarklasinn: kísildalurinn Eitt þekktasta dæmið um klasamyndun er Kísildalurinn í Kaliforníu. Sagan segir að upp- hafið að klasamyndun í Santa Clara-dalnum hafi verið tilraun Stanford-háskóla til þess að tryggja að útskrifaðir nemendur skólans myndu ekki flytjast á brott með því að auð- velda aðgengi að áhættufjármagni. Í skoðun- arferð um dalinn getur fólk séð bíl skúrinn þar sem William Hewlett og David Packard, nemendur Stanford­háskólans, stofnuðu fyrsta hátæknifyrirtæki svæðisins árið 1939, sem er enn þekkt sem HewlettPackard. Það er þó þróun hálfleiðaraiðnaðarins sem varð grundvöllur klasamyndunar og ástæðan fyrir að dalurinn fékk nafnið Kísildalurinn (e. Silicon Valley). Einhverjum hefði þó sennilega fundist það meira sexý ef dalurinn bæri nafn sitt af sílikoni (e. silicone). Shockley Semiconductor Labratory var stofnað árið 1956 af einum af þeim sem fundu upp transistorinn. Það fyrirtæki átti hins vegar stutta sögu en einungis ári síðar stof­ nuðu nokkrir af lykilstarfsmönnum fyrirtækis- ins nýtt fyrirtæki sem fékk nafnið Fairchild Semiconductor. Í rannsóknum sem gerðar hafa verið til þess að rekja stofn un fyrirtækja í Kísildalnum hefur Fairchild Semiconductor verið grunnurinn sem aðrir hafa byggt á en út frá því urðu til enn fleiri fyrirtæki – þegar starfsmenn yfirgáfu Fairchild – eins og AMD, Signetics, National Semiconductor og Intel. Tölvuiðnaðurinn hefur síðan þróast í takt við hálfleiðaraiðnaðinn, ekki síst vegna þess áhættufjármagns sem er á svæðinu þannig að fyrirtæki eins og Apple, Cisco Systems, Yahoo!, eBay og Google urðu til. Þannig var netbólan hvað stærst í Kísildaln um og núna eru það fyrirtæki sem byggja á samfélags­ tengingum á netinu eins og Facebook, Twitter, Groupon og Dropbox sem eru ær og kýr dalsins. Áhættufjármagn spilar mikilvæga rullu í dalnum en á árunum frá 1995 til 2005 fjár festu áhættufjárfestingarsjóðir næstum jafnmikið í Kísildalnum og í allri Evrópu. Áhættu fjárfesting miðað við höfðatölu hefur verið að jafnaði 100 til 200 sinnum meiri í Kísildalnum en Evrópu. En það eru ekki einungis áhættufjárfestingasjóðir sem skapa umgjörð klasans heldur samspil háskóla, rannsóknarstofnana, stórfyrirtækja, lögfræðistofa, banka, fjölmiðla og ráðgjafar- fyrirtækja svo eitthvað sé nefnt. Tengsla net ólíkra stofnana og einstaklinga hefur verið lykilþáttur í þróun dalsins, rétt eins og yfir­ flæði þekkingar með starfsmannaveltu og frumkvæði einstaklinga – í Kísildalnum eru (næstum) allir frumkvöðlar. nýsköpun og frumkvöðlar Í rannsóknum á upphafi og þróun klasa hef- ur komið fram að sprotar leiða vaxtarskeið klasa og oft og iðulega eru það sprotar sem verða til sem afsprengi af öðru fyrirtæki rétt eins og í Kísildalnum. Nýlegar rannsóknir sýna að þetta er miklu mikilvægari þátt­ ur en áður var haldið þar sem rekja má mörg fyrirtæki klasans til einhvers ákveðins fyrirtækis. Klasarnir skapast þess vegna í kringum fyrirtæki með ákveðna þekkingu og aðferðir sem eru betri eða hæfari en í fyrirtækjum á öðrum svæðum. Hvaða svæði verður að klasa er hins vegar erfitt að segja fyrir um þar sem margir fræðimenn eru á því að það sé hending hvar klasar verða til. Þó eru vísbendingar um að klasar verði frekar til þar sem þekkingargrunnur er fyrir hendi. Frumkvöðlar eru hins vegar nauðsynlegir til þess að búa til fyrirtækin sem skapa klasann. Aukinn áhugi fræðimanna á þekk ing­aryfir flæði, frumkvöðlum og nýsköpun hefur ýtt undir rannsóknir á þyrpingum sem nýsköp unarkerfi. Vísbendingar eru um að klasar séu líklegri til þess að leiða af sér nýsköpun og ný fyrirtæki en klasa. Það er annars vegar þekkingarsköpun og hins vegar hvernig einstaklingar og fyrirtæki læra hvert af öðru sem hefur verið fókus kenninga um nýsköpunarkerfi. Þetta yfirflæði þekkingar sem gerist með því að menn læra hver af öðrum getur gerst með ýmsum hætti, t.d. vegna þess að kerfin eru opin og gagnsæ, með samskiptum fólks eða með því að fólk flytur þekkingu með sér. Þetta yfirflæði þekk ingar sem grundvöllur nýrra hugmynda er stundum kallað kliður klasans (e. buzz). Hvort þekking leiði til þess að nýjar hugmyndir komi fram og til verði verðmætt framboð í formi nýsköpunar er einnig háð því hvort og hvernig fyrirtæki skilja verðmæti nýrra upplýsinga og hafa frum­ kvæði til þess að gera úr þeim verðmæti. Það er getan til þess að skapa verðmæti úr þekkingu sem verður til innan klasa jafnt sem utan hans sem gerir klasa að nýsköp- unarkerfi. klasagræðlingar Þrátt fyrir talsverða umræðu um klasa hér á landi hefur verið mjög lítið um rannsóknir á þeim á Íslandi. Það er einnig athyglisvert að umræðan hefur næstum aldrei tekið til frumkvöðla, sprota eða nýrra fyrirtækja sem afsprengis annarra fyrirtækja. Þegar það hefur verið gert hefur það yfirleitt snúist um að tengja saman sprotafyrirtæki með einhverjum óljósum stofnanalegum hætti. Enginn vafi leikur hins vegar á því út frá því sem rannsakað hefur verið varðandi klasa að ný fyrirtæki sem verða til og búa til klasa eða verða til vegna klasans eru grundvöllur klasamyndunar. Hugsanlega er vandamál íslenskrar klasa myndunar að það er of gott að vinna hjá fyrirtækjum eins og Marel, Össuri og CCP til þess að það hafi leitt af sér ný fyrirtæki sem fyrrverandi starfsmenn hafa stofnað eins og virðist svo oft gerast þegar klasamyndun á sér stað. Hin nýja samfé­ lagslega ábyrgð þessara fyrirtækja ætti þá kannski að vera að ýta starfsmönnum út úr fyrirtækinu til að stofna sín eigin fyrirtæki frekar en að tryggja að þeir verði fram til eftirlauna í skipu ritinu. Þetta kann að vera óhugsandi hugmynda- fræði að svo stöddu en það þarf hins vegar ekki að koma í veg fyrir að fyrirtæki og stofnanir á Íslandi geti látið miklu meira af sér leiða en í dag. Þekkingaryfirflæði sem byggist t.d. á opinni nýsköpun, aðstoð og jafnvel umönnun nýrra fyrirtækja gæti gjör­ breytt þeirri stöðu sem er í dag. Staðreynd- in er að það hefur verið ótrúlega lítið af nýjum fyrirtækjum sem byggjast á einhvers konar nýsköpun í þeim atvinnugreinum sem eru hvað mikilvægastar fyrir hagkerfið, t.d. í framleiðslugeirum eins og sjávarútvegi, landbúnaði eða áliðnaði. Í þjónustugreinum virðist sagan vera hin sama. Án þess að þekkingaryfirflæði og lærdómur eigi sér stað er erfitt að sjá að þyrpingar Íslands hafi erindi sem erfiði. Hvernig sem á það er litið þá er mikilvægt fyrir þróun klasa og almennt fyrir þróun Íslands að sprotar verði ekki einungis til sem góðar hugmyndir sem þarf að vinna frá grunni vegna þess að það er ekkert bakland eða uppsöfnuð þekking og færni til þess að gera þær að veruleika. Ísland þarf á sprotum að halda sem verða til úr þeim fyrirtækjum sem þegar hafa skapað ákveðna þekkingu og hæfni og þá leika þau fyrirtæki sem oftast eru nefnd í sam­ hengi nýsköpunar lykilhlutverk. Þetta á einnig við um stofnanir og gömlu atvinnugreinarnar sem þurfa að endur­ hugsa hvernig þær geta skapað sam félaginu verðmæti. Það er fyrst þá sem hægt er að vonast til þess að áhugaverðir klasar verði til á Íslandi og Ísland verði það nýsköpunar­ hagkerfi sem það þarf að vera til þess að viðhalda ef ekki bæta þau lífsskilyrði sem þjóðin hefur vanist.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.