Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Page 38

Frjáls verslun - 01.07.2011, Page 38
38 FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 Þ egar íslenskir frumkvöðlar voru spurðir um hvað einkennir góð­ an frumkvöðul á fésbókarsíðu höfundar voru svörin ólík en áhugaverð. Einn svarenda talaði um þrjóskuna: „Staðfesta langt út fyrir það sem venjulegt fólk myndi nenna! Trú á verk- efnið löngu eftir að aðrir hafa afskrifað það.“ Annar frumkvöðull talaði um svipaða þrjósku og sérhæfingu: „Sérþekking á vissu sviði og mikill pirringur yfir því að eitthvað sé ekki eins og hann vill að það sé.“ Enn annar talaði um ákvörðunartöku: „fókus á (fram kvæmd) frekar en að liggja of lengi yfir hlut unum.“ Svo var það einn sem benti á mikilvægi þess að hafa og geta miðlað framtíðarsýn og búa til teymi: „Færni til að miðla sýninni og setja saman vel valinn hóp fólks sem vinnur þétt saman (til) að láta drauminn rætast.“ Einnig var talað um mikilvægi tengsla netsins: „Hann hefur yfirleitt gott tengslanet, kann að nýta sér það, viðhalda og uppbyggja.“ Svo var það einn frumkvöðull sem benti á mikilvægi þess að vera margklofinn en staðfastur: „Ástríða, trú, klikkun, ADHD, sæla, kvíði, (elskar) rússíbana, grá hár, kennari, nemandi og hefur fulla trú á hugmyndinni sinni.“ Heimspekingurinn í hópnum vildi hins veg ­ ar einfalda það sem einkennir frumkvöð ul inn með einu orði: „Geðveiki...“ Hver er góður frumkvöðull? Það er flest ef ekki allt sem má heimfæra af því sem íslenskir frumkvöðlar nefndu á rannsóknir á einkennum frumkvöðla. Ein- kenni á frumkvöðlum sem hafa komið fram í rann sóknum eru eins og: Ásókn í áskoranir, áhættuþol og vilji til að læra af mistökum, skapa sína eigin gæfu, sjálfstæði, ákveðni, frumkvæði, frumleiki, trú á sjálfan sig, ábyrgðar tilfinning, tæki færis þráhyggja, þörf fyrir endurgjöf, fram tíðar sýn, óvissuþol, ofur - bjartsýni, stefnufesta og leiðtogahæfni. Vandamálið við rannsóknir á persónuleg - um eiginleikum frumkvöðla er hins vegar að það hefur gengið erfiðlega að eyrnamerkja frumkvöðla með einhverjum ákveðnum einkennum þar sem þessi einkenni þurfa ekki að einskorðast við frumkvöðla og frum - kvöðlar hafa ekki endilega öll þessi einkenni. Þeir sem vinna mikið með frumkvöðlum hafa oft á orði að það sé erfitt ef ekki ómögulegt að meta hver verður góður frumkvöðull, það sé svo mikið háð að stæðum og fleiri þáttum. Hins vegar eru fræðimenn sammála um að það sé þörf fyrir fleiri frumkvöðla sem geta skapað verðmæti fyrir samfélagið, búið til fyrirtæki, þróað nýjungar og skapað störf. HveR eR eKKI FRUMKvöðULL? Sænski prófessorinn Björn Bjerke benti á fyrir nokkrum árum að það væri senni lega auðveldara að segja hver væri ekki frum kvöðull en að reyna að meta hver væri frumkvöðull. Þegar hann var beð inn um að meta frumkvöðla fyrir áhættu fjár festing arsjóð sagðist hann hafa fljótlega komist að því að hann ætti að forðast eftirfarandi týpur: Áætlunargerðaraðdáandinn: Sá sem kom með ítarlegar áætlanir til margra ára en skorti bæði raunsæi og sveigjanleika. Einkaleyfissnillingurinn: Sá sem kom með flotta einkaleyfið sem hafði ekki enn orðið að vöru af því að það voru svo fáir sem skyldu snilldina og vildu fjárfesta. Gamblerinn: Sá sem kom og bað um ákveðna upphæð sem hann ætlaði að nota til þess að grípa frábært tækifæri. Sér hæfði snillingurinn: Sá sem bjó yfir mjög sérhæfðri þekkingu en átti erfitt með að sjá stærra samhengi. Öryggisvörðurinn: Sá sem hafði mikla þörf fyrir að tryggja árangurinn og sjálfan sig áður en nokkuð átti að gerast. Eiginhagsmunaseggurinn: Sá sem vildi að fyrirtækið snérist um hann sjálfan en ekki verðmætasköpunina. Hvort að þetta sé endilega réttmæt grein­ ing skal ósagt látið. Hins vegar er rétt að hafa í huga að fólk þarf að þroskast sem frumkvöðlar og eru ófá dæmi um frumkvöð­ la sem hafa breyst þegar þeir hafa rekið sig á eða skilið hvað þeir skilja ekki. Þekkingar- og reynsluöflun frumkvöðla er mikilvæg vegna þess að mýtan um hinn fædda frumkvöðul og frumkvöðlagenið hefur fyrir löngu verið hrakin. Þó er ekki þar með sagt að allir geti eða eigi að verða frumkvöðlar. Frumkvöðullinn verður annars vegar að trúa á sjálfan sig og rækta sjálfan sig og hins vegar að fá aðra til að trúa á það sem hann er að skapa og þróa. Trúverðugleikinn Í Viðskiptasmiðju Klaks þar sem hugmyndin er að aðstoða frumkvöðla til þess að rækta sjálfa sig og fyrirtæki kom þessi spurning um eiginleika frumkvöðla upp. Þetta var spurn­ ing um hvort hægt væri að meta frum kvöðla inn í Viðskiptasmiðjuna út frá persónulegum eiginleikum. Út frá þekkingu og reynslu þeirra sem skipulögðu Viðskiptasmiðjuna var slík aðferðafræði álitin vera dæmd til þess að vera mislukkuð. Hins vegar var ákveðið að nálgast spurninguna um einkenni og hæfni út frá öðrum forsendum. Út frá kenningum annars vegar og praktískum forsendum hins vegar. Kjarnahugtakið var skilgreint sem trúverðugleiki. Ef gengið er út frá klassískri skilgreiningu á frumkvöðli þá er frumkvöðull sá sem breytir hugmynd í viðskiptahugmynd og gerir hana að veru­ leika. Ef frumkvöðull er sá sem umbreytir viðskiptahugmynd í fyrirtæki þarf hann að hafa trúverðugleika sem slíkur. Trúverðugleikinn getur einnig falist í frum - kvöðlateymi frekar en einstaklingnum. Það er hæfni, leikni og þekking frumkvöðla teym isins sem gerir það trúverðugt og lík legt til þess að hanna, þróa og gera við skiptahugmynd að veruleika. Það er þessi trú verðugleiki sem einstaklinum er hjálpað við að skapa í Viðskiptasmiðjunni. Sköpun, greining og samskipti Eins og áður segir er erfitt að sjóða niður hvaða hæfni, leikni og þekkingu frumkvöðl ar þurfa að hafa til þess að það gefi góða heild- Hvað eINKeNNIR GÓða FRUMKvöðLa? ÁSTRÍða, TRú, KLIKKUN, SæLa, KvÍðI, eLSKaR RúSSÍBaNa Hvað einkennir góða frumkvöðla? Hver er góður frumkvöðull? Svörin eru margvísleg. T.d. staðfesta langt út fyrir það sem venju- legt fólk myndi nenna og trú á verkefnið löngu eftir að aðrir hafa afskrifað það. TexTi: eyþór ívar jónSSon sprotar og frumkvöðlar

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.