Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Síða 40

Frjáls verslun - 01.07.2011, Síða 40
40 FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 Upphaflega átti Boot Camp að vera sjónvarpsþáttur. Upptökur áttu að hefjast árið 2002. Þátturinn var aldrei gerður en „handritið“ hefur verið leikið daglega síðustu sjö árin. Boot Camp fellur undir sérstakt afbrigði af líkams­ rækt þar sem byggt er á fjölbreytt ri þjálfun og markmiðið er að engir tveir tímar séu eins. Fjölbreytileikinn skiptir miklu máli, hvort sem er fyrir þjálfara eða iðkendur. „Hugmyndin er að bjóða upp á agaða en fjölbreytta og skemmtilega líkamsrækt,“ segir Arnaldur Birgir Konráðsson, annar frumkvöðlanna að baki Boot Camp. Með honum er Róbert Traustason. Á þeirri reynslu byggjast æfingarnar – aga og átökum. „Aginn er mjög mikilvægur. Þegar á reyn ir getur fólk meira en það heldur en það gerist ekki án aga og aðhalds,“ segir Arnaldur Birgir. Þetta var reynsla hans sjálfs eftir lífvarðaskólann og er grunnurinn að hugmyndinni með Boot Camp. Útgjöld í lágmarki Þetta afbrigði líkamsrækar nýtur vaxandi vinsælda um allan heim. Svokallaðar jaðar­ íþróttir eru í sókn meðal almennings. Þar á meðal er fjölhreysti – crossfit – en Annie Mist Þórisdóttir, heimsmeistari í greininni, æfir og starfar hjá Boot Camp. Þegar fyrsta námskeiðið var haldið árið 2004 komu tuttugu manns. Æfingarnar vöktu þó mikla athygli vegna aðfaranna, komust í fréttirnar og Arnaldur Birgir seg ir að það hafi verið mikilvæg kynning. Raunar eina kynningin. Núna æfa um 1.000 manns reglulega hjá Boot Camp og æfingar eftir kerfi þeirra Birgis og Róberts hefjast í Danmörku í haust. „Möguleikar fyrirtækisins á vexti liggja bæði í að auka umsvifin hjá því sjálfu og í nafnleigu,“ segir Birgir. Nafnleigan hentar starfsemi af þessu tagi vel. Rétturinn til að nota æfingakerfið er leigður ásamt nafninu en útbúnaður er lítill. „Það var nánast enginn stofnkostnaður í upphafi. Þetta er líkamsrækt án tækja og tóla og án sérstakrar aðstöðu. Það er bara að byrja úti eða inni, sama í hvaða hús næði; bílakjallara eða lagerlofti,“ segir Birgir. Byggt upp á eigin fé Núna eru tíu þjálfarar í vinnu hjá Boot­ camp og fólk getur bæði sótt tíma þar og eins er boðið upp á þjálfun í fyrirtækjum. Marel hefur til dæmis verið viðskiptavinur í fimm ár. Áhöldin eru heimagerðir sand­ pokar, kassar til að stíga upp á og gömul bíldekk. Aðalatriðið er að taka á. „Við Róbert unnum báðir aðra vinnu með í upphafi. Við byrjuðum smátt og án tilkostnaðar og skulda. Þannig varð til eigið fé, sem við höfum svo notað til að bæta aðstöðuna. Næsta skref er að auka umsvif­ in,“ segir Birgir. Hann segir að æfingarnar séu með minni hermennskubrag hjá þeim en er oft erlendis við þjálfun af þessu tagi. Það er lögð áhersla á styrk, þrek og þol. Sérstakir „grænjaxla tímar“ eru í boði fyrir þá sem ekki treysta sér í almenna tíma. Allir nýliðar byrja á kynningarvikum þar sem þeir geta aðlagast dagskránni sem í vændum er. Þá er og boðið upp á barna­ og unglinganámskeið. „Æfingarnar eru krefjandi en um leið lögð áhersla á hinn félagslega þátt. Þetta eru hópæfingar þar sem félagsskapurinn skiptir líka máli,“ segir Birgir. Byrja smátt og skulda ekkert Arnaldur Birgir Konráðsson hjá Boot Camp: „Þegar á reynir getur fólk meira en það heldur …“ Boot Camp viðTöl: gíSli KriSTjánSSon myndir geir ólafSSon Boot Camp er dæmi um sprotafyriræki stofnað kringum eina einfalda hug- mynd sem ekki kostaði neitt að koma í framkvæmd. Það var bara að byrja og sjá hvort ekki fyndust einhverjir viðskiptavinir. sprotar og frumkvöðlar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.