Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Síða 42

Frjáls verslun - 01.07.2011, Síða 42
42 FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 Hugmyndin að baki Cooori er orðin átta ára gömul. Þá fór verkfræðistúdentinn Arnar Jensson að velta fyrir sér möguleikum á nýj um aðferðum við tungumálakennslu. Hann var þá nýfarinn til Japans að læra tölvuverkfræði tengda tungumálum. Ýmislegt hefur gerst í tölvuheiminum á þessum átta árum. Rannsóknir í gervi greind hafa gert tölvurnar gáfaðri, vinnslugetan hefur aukist og tölvur eru notendavænni en áður. Allt þetta er mikilvægt fyrir Cooori. Hugmyndin um tölvuvætt tungumála nám hefur ekki látið Arnar í friði þessi ár og nú er fyrirtæki með alls 12 manns í vinnu á Íslandi, í Japan og Belgíu komið á laggirnar. Á haust­ mánuðum er verið að afla einkaleyfis fyrir hugmyndina sem Cooori byggist á. tölVan Virk í náminu Aðferðin er því enn leyndarmál en gengur að sögn Arnars út á að nýta afkastagetu tölvunnar og gervigreind til að laga tungu­ málanám að getu og námshraða hvers nemanda. Tölvan lærir á nemandann um leið og nemandinn lærir málið. Arnar segir að stóraukin þekking á starf­ semi heilans á síðustu áratugum opni flóð­ gátt nýrra tækifæra til þess að auka skil virkni í námi. Í Tókýó hefur hann þar að auki verið í fremstu víglínu þróunar tal greiningar í heiminum. Þetta tvennt, ásamt þekkingu á málvísindum og tungumálanámi, myndar grundvöllinn að nýrri og byltingarkenndri aðferð við að læra ný tungumál. Markmið­ ið er að notendur festi hraðar og betur í minni allt það sem þarf til þess að nýtt tungu­ mál verði þeim tamt. „Nemandinn nálgast allt efnið á netinu og hugbúnaðurinn metur getu hans eftir því sem náminu vindur fram,“ segir Arnar. Einstaklingar eiga að geta stundað sjálfs­ nám með þessari aðferð og hana er líka hægt að nota við hefðbundna bekkjarkennslu. Arnar lýsir aðferðinni sem byltingarkennd ri en nánari útlistun á henni er viðskipta­ leyndar mál. Mörg fyrirtæki vinna einmitt að nýjum lausnum við nám gegnum netið en Arnar segir að enginn sem hann veit um vinni að sömu lausn. Arnar lagði hugmynd sína fram í keppn­ ina um Gulleggið 2010 og vakti athygli. Árið áður hafði hann lokið doktorsprófi með þessa hugmynd sem viðfangsefni. Björn Kristinsson, hugbúnaðarfjölfræðing­ ur í Belgíu, hefur starfað með Arnari frá því hugmyndin fór að taka á sig mynd. Og nú einnig Eyþór Eyjólfsson, doktor í japönsk­ um málvísindum, og Þorsteinn Gunnars­ son. Þorsteinn er stjórnarformaður Cooori. Félagið hefur fengið verkefnastyrk hjá Rannís og styrk úr Átaki til atvinnusköp­ unar. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fjárfesti í Cooori á árinu ásamt hópi fagfjár­ festa. komið að næsta skrefi Arnar segir að á lokamánuðum þessa árs verði skrefið væntanlega stigið frá hug­ mynd að fyrstu kynningu á seljanlegri vöru. Þróunarvinnan er komin langt á veg en þá bætast markaðs­ og sölumál við. Í fyrstu er miðað við japönskunám fólks sem kann ensku. Vegna þess hve tungumál heimsins eru ólík þarf að aðlaga aðferðina frá einu tungumáli til annars. Þegar hug­ búnaðurinn og tæknin eru tilbúin er Cooori ekkert að vanbúnaði að fjölga tungu mála­ pörum. Arnar segir að við þróunarvinnu af þessu tagi skipti miklu að fara ekki fram úr sjálf­ um sér. Þetta tekur tíma. „Allir góðir hlutir gerast hægt,“ segir Arnar. „Það er mikilvægt að vanda til þró­ unarvinnunnar og hafa skýra hugmynd um hvert skuli stefna.“ tölvan lærir á nemendur Cooori er leikur að japanska orðinu ísmoli, skrifað með latínuletri. Cooori er líka heitið á nýju íslensk-japönsku sprotafyrirtæki, sem framleiðir hugbúnað sem hjálpar fólki að læra tungumál miklu hraðar en áður. Þorsteinn Gunnarsson, Arnar Jensson og Jón Gísli Egilsson hjá Cooori.. Cooori sprotar og frumkvöðlar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.