Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Side 43

Frjáls verslun - 01.07.2011, Side 43
FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 43 Það skiptir ekki mestu að vera snjallari en allir aðrir. Málið er að finna sér sína syllu og halda sig þar,“ segir Stefán Hrafnkels­son, framkvæmdastjóri Betware. Betware hefur allt frá stofnun lagt áherslu á að þróa leikjalausnir fyrir leikjafyr­ irtæki (t.d. ríkislotterí) sem gerir þeim kleift að auka tekjur sínar með sölu leikja í gegnum net og farsíma. Betware býður viðskiptavinum sínum upp á alhliðalausn fyrir leiki á netinu. Bet ware býður upp á lottó­, skafmiða­, kas ínó­, póker­, bingó­ og afþreyingarleiki. Lausn fyrirtækisins gerir viðskiptavinum jafnframt kleift að bæta ofan á lausnina leikjum frá þriðja aðila. Viðskiptavinirnir eru einkum ríkisrekin lottó víða um heim og fyrirtækið er nú komið með starfsstöðvar beggja vegna Atl­ ants hafsins, í Danmörku, Póllandi, Spáni og Kanada. Starfsmenn eru rúmlega hundrað en frumkvöðullinn hefur engin áform um að setjast í helgan stein. Betware stendur ekki fyrir veðmálum, heldur þjónustar rekstraraðila sem bjóða upp á leiki á netinu. Stefán segist stundum spila sjálfur til að „fá innsýn í hvernig spilarinn hugsar“, eins og hann orðar það. Áður hafði Stefán, sem er lærður tölvu­ verkfræðingur, komið fyrirtækinu Marg­ miðlun á fót. Hann seldi það og ákvað að nota þá fjármuni til að byggja upp nýtt fyrirtæki – Betware. Fjármagnið var því eigið fé og einnig segist hann hafa leitað á náðir fjárfesta og sinnar nánustu fjölskyldu og vina sem höfðu jafnframt tekið þátt í upp byggingu á Margmiðlun á sínum tíma. 300 milljónir í þróun „Oft er um að ræða litlar fjárhæðir þegar lagt er af stað. Þolinmæði skiptir mestu,“ segir Stefán. Hann sótti ekki um styrki og segir að sjaldan sé hægt að fá fagfjárfesta til að kosta vinnu frumkvöðla. „Það eru aðeins stutt tímabil undanfarna áratugi þar sem fjárfestar hafa verið til bún­ ir að legga fé í nýjar hugmyndir. Núna eru þeir tímar að slíkt fé er alls ekki á lausu,“ segir Stefán. Þróunarfé Betware er sótt í reksturinn. Stefán segist geta lagt um 300 milljónir á ári í þróunarvinnu og hrósar ríkinu fyrir að veita skattafslátt af hluta þeirrar upphæðar. „Mestu máli skiptir að vita hvað menn vilja og forðast að elta tískubylgjur,“ segir Stefán. Hann mælir einnig með að frum­ kvöðlar nýti sér þá þjónustu sem þegar er í boði fyrir fólk með hugmyndir að sprota­ fyrirtækjum og styrkjakerfið hefur batnað mikið síðustu ár. Enn er þó langt í land að stuðningurinn sé nægjanlegur. Lykilorðin við að koma upp sprotafyrir­ tæki eru varkárni og þrautseigja. „Það verður að taka áhættu en það má ekki heldur eyða um efni fram,“ segir Stefán. „Það á ekki að taka áhættu nema þörf sé á en stundum verður að gera það.“ Hörð samkeppni á markaðnum Aðstæður hafa líka almennt batnað við að reka útflutningsfyrirtæki frá Íslandi eftir bankahrunið og gengisfallið. Tekjurnar eru meiri í krónum talið en á móti kemur að það er líka kreppa hjá viðskiptavinunum erlendis. Það eru blikur á lofti í efnahags­ málum heimsins. Hrunið létti líka á þrýstingi á vinnumark­ aði. „Vinnumarkaðurinn var mjög þaninn fyrir hrun. Fyrsta árið eftir hrun var fólk á lausu í tölvugeiranun en ekki lengur,“ segir Stefán. Stefán segir að hörð samkeppni sé við gerð hugbúnaðar fyrir leikjafyrirtæki. Þar eru um tíu stór fyrirtæki sem bítast um markaðinn og er ásókn í að kaupa upp keppinautana. „Ég hef ekki verið að gera hosur mínar grænar fyrir hugsanlegum kaupendum. Fyrirtækið er í uppbyggingu en ef það koma tækifæri til að selja þarf það ekki að vera vitlaus hugmynd,“ segir Stefán. varkár spilamaður Stefán Hrafnkelsson býr að langri reynslu í að koma sprotum á legg, bæði á Íslandi og í alþjóðlegri samkeppni. Árangurinn er undraverður og hug- búnaðarfyrirtækið Betware veltir núna rúmum milljarði króna á ári eftir 15 ára rekstur. Þó er þetta enn sproti í vexti. Betware Það á ekki að taka áhættu nema þörf sé á, segir Stefán Hrafnkelsson hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Betware.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.