Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Qupperneq 44

Frjáls verslun - 01.07.2011, Qupperneq 44
44 FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 Það voru sjö af fyrrverandi starfs­mönnum Flögu sem komu sam an árið 2006 og ákváðu að nýta reynslu sína og þekkingu eftir áratug í vinnu fyrir Flögu til að koma upp nýju fyrirtæki á sviði heil­ brigðistækni. Flaga heitir nú Embla og er bandarískt fyrirtæki. Flaga var leiðandi fyrirtæki í svefnrann­ sóknum í heiminum. Það var stofnað af dr. Helga Kristbjarnarsyni, sem var kunnur vísindamaður á sviði svefnrannsókna. Við flutning Flögu úr landi 2006 varð þróunar­ deildin eftir og hópur manna án vinnu. Nú er þekkingin og reynslan, sem fékkst hjá Flögu, nýtt í Nox Medical við fram­ leiðslu á nýjum svefnrannsóknarbúnaði, sem hentar börnum jafnt sem fullorðnum. Nýjungin felst í að hafa búnaðinn minni og þægilegri en áður þekktist og allt er þráðlaust. Þarna nýtast framfarir síðustu ára í tölvutækni í heilbrigðisgeiranum. þekktu Verkefnið og markaðinn „Það tók okkur aðeins tvö ár að búa til og fá vottun á fyrstu frumgerðina að nýju svefnrannsóknartæki,“ segir Sveinbjörn Höskuldsson, framkvæmdastjóri Nox Medical. Þetta er óvenjustuttur tími hjá sprotafyrirtæki að komast yfir fyrsta og oft erfiðasta hjallann: Að geta boðið söluhæfa vöru áður en allir peningar eru uppurnir. Sveinbjörn segir að þetta skýrist af því að starfsmenn Nox Medical bjuggu að mikilli reynslu á mjög mörgum sviðum heilbrigðistækni þegar fyrirtækið varð til. Hann er sjálfur rafmagnsverkfræðingur og segir að starfsmennirnir sjö, sem stofnuðu fyrirtækið, hafi búið yfir kunnáttu á öllum sviðum sem þarf til að búa til lækninga­ vöru og koma henni á markað. Núna starfa ellefu manns hjá Nox Medical. „Flækjustigið við að fá nýja lækningavöru viðurkennda er ótrúlega hátt,“ segir Svein­ björn. „Við höfðum farið í gegnum þessa flækju áður og það flýtti mikið fyrir.“ Nox Medical var komið með vottun og söluleyfi í Evrópu og Bandaríkjunum fyrir árslok 2008. Framleiðsla hófst við upphaf árs 2009 og fyrirtækið varð sjálfbært á fyrsta söluári. Sala búnaðarins hefur síðan þá gengið að óskum bæði í Evrópu og Banda ríkjunum og fyrir árangurinn hlaut fyrirtækið bæði Nýsköpunarverðlaunin og Vaxtarsprotann 2010. Hrunið fyrir Hrun Tækin sjálf eru framleidd í Kína. Svein­ björn segir að innlend útgjöld fyrirtækisins séu fyrst og fremst laun starfsmanna og ferðakostnaður. Ákveðið var að byggja ekki eigin sérhæfða verksmiðju og komast þann ig hjá mikilli áhættu við fjárfestingu og losna við fastan kostnað. Sveinbjörn segir að raunverulegt hrun tæknigeirans hafi orðið fyrir bankahrunið vegna þess að bankarnir soguðu til sín tæknimenntað starfsfólk og kostnaður fór úr böndunum vegna gjaldeyrismála. Nox Medical var skuldlaust þegar bankarnir hrundu og lenti ekki í vanda þess vegna. Gjaldeyrisbólan fyrir hrun var verri. Lærdómurinn sem Sveinbjörn dregur af reynslunni frá Nox Medical er að byrja með skýr markmið varðandi vöru og markaðs­ setningu og reyna að ná sem fyrst inn eigin tekjum. Sjálft stuðningskerfið fyrir sprotafyrirtæki á Íslandi telur hann hins vegar allgott og að Nox Medical hafi notið góðs af því. „Það sem vantar er hins vegar miklu meiri peningar inn í þetta kerfi enda þessi stuðningur bæði arðbær fyrir ríkið og fjárfesting í framtíðinni.“ fljótir á fætur Fyrirtækið Nox Medical varð til vegna bankabólunnar miklu á Íslandi – áður en hún sprakk. Hópur verkfræðinga varð eftir á Íslandi þegar móður fyrir- tækið Flaga hraktist úr landi 2006 vegna hárra vaxta og hás gengis. Þeir sem eftir sátu urðu að bjarga sér. „Það tók okkur aðeins tvö ár að búa til og fá vottun á fyrstu frumgerðina.“ Nox Medical sprotar og frumkvöðlar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.