Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Page 50

Frjáls verslun - 01.07.2011, Page 50
50 FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 Mark Zuckerberg, einn höfunda Facebook: GRÍNIð vaRð að MILLJöRð UM Liturinn á Facebook er blár. Það er vegna þess að blátt er uppáhaldslitur Marks Zuck­ erbergs og hann sér ekki mun á rauðu og grænu. Litblindan er eini þekkti veikleiki yngsta milljarðamærings heims. Mark Zuckerberg, einn höfunda Facebook, er séní. Hann er fæddur snillingur og ekki að undra þótt tölvur leiki í höndunum á honum. Hann fékk einkatíma í forritun þegar sem ungur piltur og hefur fengist við forritun allt frá yngstu bekkjum barnaskóla. Þó eru tölvur ekki sérgrein hans. Fornmálin eru hans grein. Hann er jafnvígur á ensku, hebresku, forn­grísku og latínu. Auk þess leggur hann stund á mandarín­kínversku. Það er vegna þess að kærastan er kínversk og verðandi tengdaforeldrar tala ekki annað en kínversku. Og svo kann hann allan Hómer utan að og var fyrirliði í skylmingaliði nemenda í skóla. Yfirburðagreindur náungi en um leið félagslyndur og íþróttamannslega vaxinn. Uppvaxtarárin voru hamingjurík enda fjölskyldan vel stæð. For eldrarnir gyðingar í New York; faðirinn tannlæknir og móðirin geðlæknir. Zuckerberg hefur ekki neyðst til að finna upp eitthvað nýtt til að komast áfram í lífinu. Hann fékk allt í vöggugjöf. Heimilisfangabók nemenda Frumgerð Facebook varð til eftir að Zuckerberg kom til Harvard að læra sálfræði og tölvuvísindi. Hann lék sér að því að búa til samskiptakerfi fyrir skólasystkini sín á netinu. Þar var meðal annars hægt að raða nemendum upp í vinsældaröð eftir útliti. Myndir tók hann úr svokallaðri Face Book á heimavistinni – bók með heimilis­ föngum nemenda og myndum af þeim. Þetta var gert í gríni en varð að facebook.com og hefur farið eins og faraldur um heiminn. Facebook eða Fésbókin var sett á netið 4. febrúar árið 2004 og fleiri skólafélagar Zuckerbergs slógust í lið með honum. Samskipta vefurinn átti bara að ná til skóla í Bandaríkjunum. Þeir fluttu til Kaliforníu til að fullkomna hugmyndina og nú er auður Zuckerbergs talinn 13 miljarðar Bandaríkjadala. Núna er Zuckerberg orðinn 27 ára gamall og þegar farinn að feta í fótspor annarra milljarðamæringa. Hann gefur á báðar hendur til góðra málefna og hefur ekki farið varhluta af málaferlum, sakaður um að hafa stolið hugmyndinni og svo framvegis. Einræðisstjórnir hafa á honum litlar mætur og Kínastjórn hefur látið loka fyrir Facebook þar í landi. Í Pakistan var vefnum lokað um tíma vegna þess að þar birtist guðlast. Þetta er alltof kröftugur samskiptavefur fyrir lokuð einræðisríki. Hugsjónamaður Zuckerberg leggur áherslu á hugsjónir sínar um opin samskipti. Hann ætlaði ekki að græða á þessari hugmynd, sem vex af sjálfu sér og margfaldast að vinsældum hvenær sem nýr vinur er tekinn með. Allir verða að vera á Fésbókinni. Núna eiga sex menn Facebook. Vefurinn hefur farið fram úr keppi­ nautunum í vinsældum og gerð hefur verið vinsæl kvikmynd um Zuckerberg og frumkvöðulsstarf hans. Hitt er svo annað mál hvað þessi tæplega þrítugi maður ætlar að gera næst. Hann er þegar búinn að breyta heiminum – rétt kominn á þann aldur þegar aðrir eru að hefja starfsferilinn. Grunnurinn að velgengni hans eru meðfæddar gáfur, hvetjandi uppeldi, alhliða menntun og þekking á tölvum. Sergey Brin og Larry Page umbyltu þekkingarleit á netinu með Google: LæRðU að HUGSa SJÁLFSTæTT Sögnin að gúgla er nýyrði í íslensku máli. Orðið er búið til úr enska orðinu google, sem er misritun á orðinu googol. Það orð er ekki heldur eiginlegt orð; bara eins konar barna­ mál fyrir óendanlega stórar tölur rétt eins og þegar íslensk börn tala um trilljónir. Google er eitthvað stórt. Ef þú gúglar orðin sergey brin larry page án gæsalappa koma upp 2.690.000 síður á 0,24 sekúndum. Þetta er miðað við afkastagetuna á venjulegri borðtölvu. Fyrir nokkrum árum hefði heil mannsævi ekki dugað til að finna á þriðju milljón síðna um tilteknar persónur. Síðurnar voru ekki einu sinni til. En leitarvél þeirra Sergeys Brins og Larrys Pages er ekki fyrsta leitarvélin og ekki sú eina heldur. Eldri leitarvélar kölluðu líka fram milljónir af síðum ef vinsæl orð voru slegin inn. Nýjungin með Google er forgangsröðun síðna eftir kerfi sem höfundarnir kalla „PageRank“ og gerir leitina markvis­ sari. Það er ekkert gagn í að fá upp 2.690.000 síður í einum haug. Leyndarmálið að baki Google varð til árið 1996 meðan höfund­ arnir voru enn stúdentar við Stanford­háskóla. Það tók átta ár að fullgera hugmyndina og Google­leitarvélin hefur staðið almenn­ ingi opin til notkunar frá árinu 2004. Google ber höfuð og herðar yfir aðrar leitarvélar og tengd þjónusta eins og þýðingavél og Mark Zuckerberg var undrabarn.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.