Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Qupperneq 72

Frjáls verslun - 01.07.2011, Qupperneq 72
72 FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 bækur Handbók stjórnarmanna Hér kemur bók sem ætti að vera til í öllum stjórnarherbergjum; Handbók stjórnarmanna. Í bókinni eru ýmsir gátlistar og spurningar sem auðvelda stjórnarmönnum að rækja hlut- verk sitt af kostgæfni og fagmennsku. Í takt við auknar kröfur: N ýlega kom út á vegum KPMG Handbók stjórn­ ar manna sem veitir greinargóðar upplýsingar um hlutverk, ábyrgð og skyldur stjórnarmanna fyrir tækja. Handbókin er unnin í samvinnu við Landssamtök líf eyrissjóða, Samtök atvinnulífs- ins, Samtök fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráð Íslands. Bókin er ítarlegur og vandaður leiðar vísir um hið mikilvæga en oft misskilda hlutverk stjórnarmanns ins. Undanfarin misseri hafa hlut­ verk og skyldur stjórnarmanna verið meira í umræðunni en oft áður. Það vinnulag sem virðist hafa viðgengist meðal sumra stjórna á árunum fyrir hrun hef ur harðlega verið gagnrýnt í samfélaginu og kallað á að stjórnarmenn axli ábyrgð á gerðum sínum. Margir hafa haldið því fram að ef skipaðar stjórnir fyrirtækja hefðu rækt lögbundið hlutverk sitt hefði margt farið öðruvísi í aðdrag- anda hrunsins 2008. Það er því afar mikilvægt að þeir sem taka sæti í stjórnum fyrirtækja séu meðvitaðir um þá ábyrgð og þær skyldur sem því sæti fylgja. Handbók stjórnarmanna er ítarlegur og yfirgripsmikill leiðar- vísir sem tekur af öll tvímæli um hvað felst í því mikilvæga hlutverki að sitja í stjórn. Ábyrgðin liggur hjá stjórn­ armönnum Samkvæmt lögum liggur end- anleg ábyrgð á starfsemi fél ags hjá stjórnarmönnum þess. Það er því mikilvægt að stjórnarmenn þekki til hlítar það hlutverk sem þeir gegna. Grunnþekking á þeim lögum og reglum sem gilda um fyrirtækjarekstur og starfsemi félagsins er nauðsyn­ leg svo og þekking á almennum starfsreglum stjórna. Síðast en ekki síst er mikilvægt að þeir hafi yfirgripsmikla þekkingu á starfsemi viðkomandi félags og séu fljótir að öðlast yfirsýn yfir reksturinn. Í Handbók stjórnarmanna eru ýmsir gátlistar og spurningar sem auðvelda stjórnarmönn- um að rækja hlutverk sitt af kost gæfni og fagmennsku. Með bókinni fylgir möguleiki á að skrá sig á póstlista hjá KPMG þar sem sendar verða upplý s­ ingar um breytingar á lögum og reglum þeim sem handbókin tekur til. Með því móti þarf ekki Unnur Valborg Hilmarsdóttir Handbók stjórnarmanna í kaflanum ertu að taka sæti í stjórn sem hugsaður er fyrir nýja stjórnarmenn er vitnað í bók Þorkels Sigurlaugssonar ný framtíðarsýn og tíu spurningar sem ram Charan og Julie Schlosser segja mikilvægt að stjórnarmenn spyrji sig á stjórnarfundum til að átta sig á stöðu fyrirtækisins, möguleikum þess og hugsanlegum hættumerkjum: 1. Hver er uppspretta hagnaðar og fjármagns hjá félaginu? 2. Hver er aldur útistandandi krafna? 3. Hvað gæti gert út af við reksturinn? 4. Hver er árangur okkar í samanburði við keppinautana? 5. Hvað gerist ef framkvæmdastjórinn fellur frá á morgun? 6. Hvernig ætlum við að vaxa? 7. Hver eru launakjör lykilstjórnenda? 8. Hvernig fáum við vondar fréttir? 9. eru stjórnarhættir stjórnarinnar í lagi? 19. Störfum við í sátt við umhverfi okkar, viðskiptavini, hluthafa og þjóðfélagið í heild? í inngangi handbókarinnar segir: „í 8. bindi skýrslu rannsóknarnefndar alþingis, um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengda atburði, kemur fram að mikilvægt sé að hafa í huga að lög og starfsreglur eru ekki settar til að leggja stein í götu athafnamanna, heldur til að tryggja heilbrigða starfshætti og koma í veg fyrir að stjórnendur falli í þá freistni sem óábyrg stjórnun, þar með talið áhættusækni, getur leitt þá í. Jafnframt þarf að athuga að almenn lög eru takmörkunum háð. Þau eru fyrst og fremst lágmarksreglur og þegar þeim sleppir tekur siðferðileg dómgreind við. Fyrirmæli laga eru oft háð mati og túlkun eins og þegar reynir á hvað felst í „eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum“. Stjórn félagsins gegnir lykilhlutverki í því að tryggja heilbrigða viðskiptahætti.“ ertu að taka sæti í stjórn? Hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna Hlutverk stjórnar almenn atriði um störf stjórna Árangursríkir stjórnarfundir Hluthafafundir Framkvæmdastjóri undirnefndir stjórnar innra eftirlit og áhættustýring Stefnumótun Ársreikningur og samstæðureikningur viðskiptasiðferði auk þess eru sérkaflar sem taka til sérreglna um fjármálafyrirtæki, lífeyrissjóði og félög með skráð hlutabréf eða skuldabréf. í viðauka er jafnframt kafli um starfsáætlun stjórnar og notadrjúgur gátlisti við ákvarðanatöku. Bókinni er haganlega skipt upp í fjóra hluta með flipum, sem auðveldar uppslátt og eykur skýrleika. UPPByGGinG hAndBóKArinnAr Nauðsynlegt er að stjórnarmenn hafi þekkingu á starfsemi fyrirtækisins og tekur uppbygging handbókarinnar mið af því. Kaflaheiti bókarinnar eru eftirfarandi: LyKiLhLUtverK í Að tryGGJA heiLBriGðA viðSKiPtAhætti tíU SPUrninGAr StJórnArMAnnA Handbók stjórnar­ manna er ítarlegur og yfirgripsmikill leiðarvísir sem tekur af öll tvímæli um hvað felst í því mikilvæga hlutverki að sitja í stjórn. Vissir þú að um 1.900 fyrirtæki um allan heim í meira en 120 löndum nota hugbúnað frá íslenska fyrirtækinu LS Retail í alls 35.000 verslunum og á 77.000 afgreiðslukössum? Stærst á íslenskum markaði LS Retail er rótgróið hugbúnaðarfyrirtæki sem hefur sérhæft sig í þróun og sölu á lausnum fyrir verslunar- og veitingarekstur á alþjóðamarkaði. Meðal viðskiptavina LS Retail á Íslandi eru Flugstöð Leifs Eiríkssonar, ÁTVR, Nova, Apple á Íslandi, Laugar, Íslandspóstur, IKEA, Debenhams, NTC og margir fleiri. Söluaðilar og samstarfsfyrirtæki LS Retail á Íslandi eru: Eitt best geymda leyndarmál Íslands Allar nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu okkar www.LSRetail.com
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.