Frjáls verslun - 01.02.2010, Síða 12
12 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0
Átakið er þörf áminning
verslun mikilvæg
í hringrás
atvinnulífsins
„Ég upplifði mikla jákvæðni í Kringunni gagn-
vart verkefninu Spilum saman,“ segir Birta
Flókadóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, „og vona
svo sannarlega að þetta verði til að koma af
stað mjög þarfri umræðu í þjóðfélaginu um
mikilvægi verslunar í hringrás atvinnulífsins.“
Í Kringlunni eru 117 verslanir, 16 veit-
ingastaðir og mikill fjöldi þjónustufyrirtækja;
bankar, skósmiður, fatahreinsun, hárgreiðslu-
stofa, bónstöð, snyrtistofa, saumastofa og
fleira, auk augnlækna, heimilislækna, annarra
sérfræðinga og skrifstofa, að sögn Birtu.
„Allir í húsinu tóku þátt í viku verslunar og
þjónustu, með því að stilla fram kynningarefni
við afgreiðslukassa og starfsfólk var með
barmmerki, auk þess sem átakið var kynnt við
alla innganga hússins.
Heimsóknir í Kringluna eru að jafnaði um
og yfir hundrað þúsund í viku eða hátt í sex
milljónir á ári. Þar skapast að jafnaði á bilinu
800-1000 bein störf sem við má bæta umtals-
Spilum saman
verðum fjölda afleiddra starfa vegna keyptrar þjónustu
til dæmis iðnaðarmanna, auglýsingastofa, arkitekta-
stofa, lögfræðistofa, prentsmiðja og skemmtikrafta,“
segir Birta.
„Fjórðungur vinnuaflsins hefur tekjur af
verslun og þjónustu og öflug starfsemi í
þessum geira treystir samkeppni – þannig
eiga verslunar- og þjónustufyrirtæki ríkan
þátt í að halda uppi atvinnu og lífsgæðum
hér á landi,“ sagði Gylfi magnússon, efna-
hags- og viðskiptaráðherra á aðalfundi SVÞ.
„Við leggjum auðvitað mikla áherslu á
að laga viðskiptahallann með því að auka
útflutning eða neyslu innlendrar framleiðslu.
en verslun og þjónusta á mikilvægan
þátt í verðmætasköpun og hagvexti. til
þess að verða snillingar í að skapa og
markaðssetja nýjar vörur til útflutnings eða
skipuleggja innrás þúsunda ferðamanna,
sem snúa ánægðir heim, er eins gott að
við kunnum að nýta fjárfestingu í sölu- og
markaðsstarfi á sem bestan hátt, bjóðum
upp á veitingahús og hótel sem standast
ýtrustu kröfur, þekkjum bestu leiðir til
að lækka flutnings- og sölukostnað og
bjóðum upp á góða ráðgjöf við frumkvöðla
og stofnendur sprotafyrirtækja, svo fátt
eitt sé nefnt. Átak í viku verslunar og
þjónustu undir yfirskriftinni „spilum saman“
er þörf áminning um að almenningur er
með viðskiptum við innlend verslunar- og
þjónustufyrirtæki að styðja við atvinnu,
samkeppni og grósku.“
Gylfi Magnússon, efnahags-
og viðskiptaráðherra.
Birta Flókadóttir, markaðsstjóri Kringlunnar.