Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2010, Page 32

Frjáls verslun - 01.02.2010, Page 32
32 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0 Forsíðu grein línudans stjórnarinnar Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að tefja lagningu Suðvesturlínu til Helguvíkur og þar með framkvæmdir í Helguvík. Hún vill sameiginlegt umhverfismat. Hún felldi úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki þyrfti að fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmda vegna Suðvesturlínu en hluti af línunni er sagður fara yfir viðkvæm svæði. Skipulagsstofnun sagði í úrskurði sínum að þar sem svo óljóst sé hvaða framkvæmdir muni tengjast raf- orkuöflun og orkuflutningi vegna álvers í Helguvík og hversu mis- langt á veg þær framkvæmdir séu komnar í undirbúningi, myndi það stangast á við meðalhófsreglu stjórnsýslulaga að gera Landsneti að bíða eftir því að farið yrði af stað með mat á umhverfisáhrifum nýrra virkjanakosta. Umhverfisráðherra sagði meðal annars í úrskurði sínum að ráðuneytið teldi líklegt að vegna álvers í Helguvík auk ann- arra orkufrekra verkefna á Suðurnesjum þyrfti að virkja frekar á Reykjanesi og jafnvel víðar. Hins vegar lægi ekki fyrir hversu langt áform um mögulegar virkjanir væru komnar og það væri því mat umhverfisráðuneytisins að það lægi ekki fyrir með nægjanlega skýrum hætti að hvaða marki framkvæmdin Suðvesturlínur er háð því að til frekari virkjunarframkvæmda og iðnaðaruppbyggingar komi. Svandís ákvað í lok janúar að hafna aðalskipulagi vegna þriggja virkjana í neðri Þjórsá, m.a. Urriðafossvirkjun, sem varð til þess að Landsvirkjun ákvað að fresta öllum viðræðum við fjölda erlendra fyrirtækja sem óskað höfðu eftir orkukaupum. Sagði forstjóri Landsvirkjunar að ákvörðun ráð- herrans myndi tefja atvinnuuppbyggingu, sem nýtt hefðu orku þessara virkjana, um eitt til tvö ár. Sveitarstjórn Flóahrepps hefur ákveðið að stefna Svandísi vegna Urriðafossvirkjunar en Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur ekki tekið ákvörðun um málshöfðun vegna Hvamms- og Holtavirkjana. Ráðherrann hafði þau rök að Landsvirkjun hefði greitt fyrir skipulagsvinnuna. „Er Svandís að stöðva orkugeirann?“ „Flóahreppur stefnir Svandísi“ Svandís Svavarsdóttir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.