Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2010, Síða 40

Frjáls verslun - 01.02.2010, Síða 40
40 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0 s t j ó r n m á l núna er eins og íslensk stjórnmál séu stödd í limbói milli þjóðaratkvæðagreiðslu og sveit-arstjórnarkosninga. Og já, hugsanlega einhverra viðbragða við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis – þegar og ef hún kemur. Þetta er biðstaða og þarf ekki að koma á óvart. Nið- urstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave-lögin var skýr. Yfirgnæfandi meirihluti sagði nei og einungis sárafáir sögðu já. Litla þýðingu hefur að benda á að fleiri sátu heima en venja er við kosningar á Íslandi. Heimasetan var eins og fýluleg viðbrögð við vonlausri stöðu. En hvað svo? Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði landsmönnum fyrir atkvæðagreiðsluna hvað nei-ið þýddi: „Það eina sem fæst út úr þjóðaratkvæðagreiðslunni er staðfesting á að landið er stjórnlaust.“ Þetta var niðurstaða Þorsteins í grein í Fréttablaðinu 27. febrúar, átta dögum fyrir kjördag, og þessi niðurstaða virð- ist þeim mun réttari sem lengra líður frá kjördegi. Stjórnin átti ekkert Plan-B. mistökin á ríkisráðsfundi Þorsteinn lagði til að atkvæðagreiðslunni yrði aflýst en það var ekki fær leið heldur. Að aflýsa var það sama og að viður- kenna Nei-ið fyrirfram og hefði að auki bætt á óvinsældir ríkisstjórnarinnar. Það var vonlaust að taka réttinn til að kjósa af fólki. Það var því alltof seint að aflýsa þegar Þor- steinn lagði það til. Í ljósi stöðunnar núna má benda á mörg atriði sem stjórnarliðar hefðu átt að gera og gera fyrr. Dr. Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent í stjórnmálafræði við Háskól- ann á Bifröst, segir að mistökin hafi verið að krefjast ekki að forsetinn undirritaði þegar á ríkisráðsfundi um áramótin. Stjórnin átti ekki að gefa frest. „Það eru dagarnir frá því lögin eru samþykkt og til 5. janúar, þegar forsetinn synjar staðfestingar, sem ráða úrslitum um þessa stöðu sem nú er,“ segir Eiríkur. „Meðan beðið var byggðist andstaðan upp og forsetinn neitaði að skrifa undir.“ Fréttaskýring – íslensk stjórnmál í biðstöðu: Forsetinn rotaði ríkis- stjórnina – segir stefanía óskarsdóttir stjórnmálafræðingur Á gamlárskvöld virtist sem ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefði komist yfir erfiðasta hjallann á ævi sinni. Hún hafði komið Icesave frá. Svo hrundi allt þegar forsetinn synjaði lögunum staðfestingar og nú þremur mánuðum síðar veit enginn hvert stjórnin stefnir. Fréttaskýring: gísli kristjánsson • myndir: geir ólafsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.