Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2010, Side 41

Frjáls verslun - 01.02.2010, Side 41
F R J Á L S V E R S L U N • 2 T B L . 2 0 1 0 41 s t j ó r n m á l rotaði ríkisstjórnina Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur tekur undir þetta og segir að málið hafi í raun verið tapað fyrstu dagana eftir að forsetinn synjaði Iceasave-2 staðfestingar. Stefanía segir að ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar hafi verið ríkisstjórninni þungt áfall og að stjórnin hafi ekki náð sér aftur. „Ólafur Ragnar rotaði ríkisstjórnina með synjuninni,“ segir Stefanía. „Og ríkisstjórnin virtist ráðlaus í við- brögðum sínum og er það enn. Átti Jóhanna ekki að segja umsvifalaust af sér eins og Jón Baldvin Hannibalsson lagði til? Ríkisstjórnin missti sín völd en ein afleiðingin er að stjórnin svífur nú áfram í tómarúmi án þess að koma lykil- atriðinu í efnahagsstefnu sinni í höfn og enginn veit hvað gerist næst.“ andstaðan bíður líka Þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave-lögin var þannig áfall fyrir ríkisstjórnina – ekki bara vegna niðurstöðunnar heldur vegna þess að stjórnarliðar vissu hvorki fyrir né eftir kjördag hvernig þeir áttu að bregðast við. Og ekki er árang- urinn meiri hjá stjórnarandstöðu. Skoðanakönnun Fréttablaðsins 19. mars sýnir að nú fyrst fer að fjara undan fylgi ríkisstjórnarinnar. Stjórnarliðar hafa virkilega haft vindinn í fangið frá upphafi en haldið fylginu merkilega vel þar til nú. Fjórðungur fylgismanna stjórnarinnar hefur snúið við henni baki og óþolið er mest meðal Samfylkingarfólks. Yfirburðasigur andstæðinga laganna nýtist hins vegar ekki til annars en að benda á dalandi vinsældir stjórn- arinnar. Bjarni Benediktsson hefur sagt að stjórnin eigi að segja af sér en krafa hans um að taka við af Jóhönnu Sigurðardóttur er ekki hávær. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn skiptir meiru að valda ekki óþarfa óróa í aðdraganda sveit- arstjórnarkosninga – og rannsóknarskýrslan umtalaða er ókomin enn. Forsetinn synjar Icesave-lögunum staðfestingar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.