Frjáls verslun - 01.02.2010, Síða 46
46 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0
n æ r m y n d a F G u ð B j Ö r G u m a t t H í a s d ó t t u r
e
yjamönnum finnst ekkert dularfullt við Guð-
björgu Matthíasdóttur og engum þeim sem
þekkir hana. En utan þess hóps eru margir for-
vitnir að vita meira um kennarann, sem er trúlega
ríkasta kona á Íslandi. Og það sem meira er: Hún
stendur sterk eftir bankahrunið.
Hún er núna orðuð við kaup á minnihlutanum (49%) í
Skeljungi í félagi við fleiri fjárfesta, en Íslandsbanki er með
þennan hluta í sölu. Helstu eignir Guðbjargar eru verðbréf,
Ísfélag Vestmannaeyja, Lýsi hf. og hlutur í Mogganum. Það
kemur í ljós á næstunni hvort hún eignist hlutinn í Skel-
jungi.
Ísfélagið í Vestmannaeyjum er bakbeinið í eignum
Guðbjargar. Félagið var stofnað árið 1901 og er elsta hluta-
félag á Íslandi. Rekstur félagsins gekk illa á árinu 2008
vegna stóraukins fjármagnskostnaðar sem var fylgifiskur
hrunsins.
Ísfélagið tapaði um 6,3 milljörðum króna á árinu 2008 og
eigið fé félagsins var orðið neikvætt um 2,7 milljarða króna í
árslok eftir að hafa verið jákvætt um 3,8 milljarða í lok ársins
2007. Ársreikningurinn fyrir síðasta ár liggur ekki fyrir.
Veldi Guðbjargar er í gegnum hlutafélagið Fram ehf. Það
félag á aftur tvö félög og í gegnum þau liggja þræðirnir. Þetta
eru fjárfestingarfélagið Kristinn ehf. og ÍV Fjárfestingar ehf.
Verðbréfaeign Guðbjargar er í fjárfestingarfélaginu Kristni
og má rekja eignir félagsins til sölu Guðbjargar á hlut sínum
í TM til FL Group. Sjávarútvegurinn er hins vegar í ÍV Fjár-
festingum en félagið á 82% í Ísfélagi Vestmannaeyja.
Eigið fé Kristins ehf. í lok ársins 2008 var um 11,5 mill-
jarðar króna en félagið tapaði engu að síður á því ári líkt og
flest önnur fjárfestingarfélög landsins í kjölfar hrunsins.
Það var á vormánuðum 2009 sem Guðbjörg ásamt
fleiri fjárfestum undir stjórn Óskars Magnússonar keypti
Morgunblaðið. Fyrirtækið Þórsmörk keypti þá Árvakur,
útgáfufélag Morgunblaðsins. Það var svo seint á síðasta ári
sem Guðbjörg eignaðist Lýsi hf. en forstjóri félagsins, Katrín
Pétursdóttir, var áður aðaleigandi þess.
Helstu ráðgjafar Guðbjargar í fjármálum eru lögmenn-
irnir Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson og Sigurbjörn Mag-
nússon. Gunnlagur Sævar er formaður stjórnar Ísfélags
Vestmannaeyja en Sigurbjörn er stjórnarformaður Árvakurs,
Moggans.
ríkasta kona landsins:
Forðast
sviðsljós
FjÖlmiðla
athafnakonan í eyjum, Guðbjörg Matthíasdóttir,
er fámál opinberlega um eigin hagi og forðast
sviðsljós fjölmiðlanna. Hún tjáir sig aldrei um
rekstur fyrirtækja sinna í fjölmiðlum. Fyrir vikið
þykir hún dularfull en um leið forvitnileg.
Hún er trúlega ríkasta kona landsins.
Guðbjörg Matthíasdóttir, eigandi Ísfélags Vestmannaeyja.
Eignir hennar liggja í verðbréfum og sjávarútvegi.
texti: gísli kristjánsson og jón g. hauksson • myndir: óskar pétur friðrikson