Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2010, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.02.2010, Blaðsíða 46
46 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0 n æ r m y n d a F G u ð B j Ö r G u m a t t H í a s d ó t t u r e yjamönnum finnst ekkert dularfullt við Guð- björgu Matthíasdóttur og engum þeim sem þekkir hana. En utan þess hóps eru margir for- vitnir að vita meira um kennarann, sem er trúlega ríkasta kona á Íslandi. Og það sem meira er: Hún stendur sterk eftir bankahrunið. Hún er núna orðuð við kaup á minnihlutanum (49%) í Skeljungi í félagi við fleiri fjárfesta, en Íslandsbanki er með þennan hluta í sölu. Helstu eignir Guðbjargar eru verðbréf, Ísfélag Vestmannaeyja, Lýsi hf. og hlutur í Mogganum. Það kemur í ljós á næstunni hvort hún eignist hlutinn í Skel- jungi. Ísfélagið í Vestmannaeyjum er bakbeinið í eignum Guðbjargar. Félagið var stofnað árið 1901 og er elsta hluta- félag á Íslandi. Rekstur félagsins gekk illa á árinu 2008 vegna stóraukins fjármagnskostnaðar sem var fylgifiskur hrunsins. Ísfélagið tapaði um 6,3 milljörðum króna á árinu 2008 og eigið fé félagsins var orðið neikvætt um 2,7 milljarða króna í árslok eftir að hafa verið jákvætt um 3,8 milljarða í lok ársins 2007. Ársreikningurinn fyrir síðasta ár liggur ekki fyrir. Veldi Guðbjargar er í gegnum hlutafélagið Fram ehf. Það félag á aftur tvö félög og í gegnum þau liggja þræðirnir. Þetta eru fjárfestingarfélagið Kristinn ehf. og ÍV Fjárfestingar ehf. Verðbréfaeign Guðbjargar er í fjárfestingarfélaginu Kristni og má rekja eignir félagsins til sölu Guðbjargar á hlut sínum í TM til FL Group. Sjávarútvegurinn er hins vegar í ÍV Fjár- festingum en félagið á 82% í Ísfélagi Vestmannaeyja. Eigið fé Kristins ehf. í lok ársins 2008 var um 11,5 mill- jarðar króna en félagið tapaði engu að síður á því ári líkt og flest önnur fjárfestingarfélög landsins í kjölfar hrunsins. Það var á vormánuðum 2009 sem Guðbjörg ásamt fleiri fjárfestum undir stjórn Óskars Magnússonar keypti Morgunblaðið. Fyrirtækið Þórsmörk keypti þá Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins. Það var svo seint á síðasta ári sem Guðbjörg eignaðist Lýsi hf. en forstjóri félagsins, Katrín Pétursdóttir, var áður aðaleigandi þess. Helstu ráðgjafar Guðbjargar í fjármálum eru lögmenn- irnir Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson og Sigurbjörn Mag- nússon. Gunnlagur Sævar er formaður stjórnar Ísfélags Vestmannaeyja en Sigurbjörn er stjórnarformaður Árvakurs, Moggans. ríkasta kona landsins: Forðast sviðsljós FjÖlmiðla athafnakonan í eyjum, Guðbjörg Matthíasdóttir, er fámál opinberlega um eigin hagi og forðast sviðsljós fjölmiðlanna. Hún tjáir sig aldrei um rekstur fyrirtækja sinna í fjölmiðlum. Fyrir vikið þykir hún dularfull en um leið forvitnileg. Hún er trúlega ríkasta kona landsins. Guðbjörg Matthíasdóttir, eigandi Ísfélags Vestmannaeyja. Eignir hennar liggja í verðbréfum og sjávarútvegi. texti: gísli kristjánsson og jón g. hauksson • myndir: óskar pétur friðrikson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.