Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2010, Qupperneq 83

Frjáls verslun - 01.02.2010, Qupperneq 83
F R J Á L S V E R S L U N • 2 T B L . 2 0 1 0 83 Íslenskur iðnaður að sögn Jóns Steindórs Valdimars- sonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, er brýnasta verkefni okkar að skapa um 35.000 störf á næstu 10 árum: „Gegnir iðnaðurinn þar lykilhlut- verki. Það er kjarninn í starfsemi SI að iðn- aðinum verði búin vaxtarskilyrði til þess að þar spretti úr grasi fyrirtæki sem skapa vinnu og afla þjóðarbúinu tekna.“ Setjum markið hátt „Þetta er stærsta verkefni okkar en augaleið gefur að það er margslungið og draga þarf saman marga þræði til þess að það takist. Markmið okkar er að skapa kraftmikinn iðnað sem veitir fjölbreytt störf, en um leið verðum við að setja markið hátt og stefna að iðnaði sem krefst mikils hug- og verkvits, sem leiðir þá aftur til þess að virðisauki framleiðslunnar er mikill. Þá er afar mik- ilvægt að byggja upp starfsemi sem getur selt vörur og þjónustu úr landi til að afla þjóðarbúinu tekna og fyrirtækin geti þjónað stærri markaði en Íslandi einu.“ Stöðugur gjaldmiðill og viðunandi vaxtastig „Þræðirnir sem ég minntist á eru t.d. stöð- ugur gjaldmiðill og viðunandi vaxtastig. Það er grundvallarforsenda sem verður ekki tryggð án aðildar að ESB og upptöku evru. Þá þarf að beita menntakerfinu markvisst til að geta tekist á við verkefni fyrirtækjanna sem við verðum að byggja upp. Efla þarf greinar þar sem iðn, verk- og tækninám í víðum skilningi eru uppistaðan. Nauðsyn- legt er að nám sé fjölþætt og búi fólk undir flókin og síbreytileg viðfangsefni. Sveigj- anleiki og fjölhæfni eiga að vera í fyrirrúmi. Verkefni líðandi stundar er að verja fyrirtækin sem við eigum og gera þeim mögulegt að vaxa og dafna. Samtímis er mikilvægt að efla markvisst nýsköpun með endurnýjun innan frá í hefðbundnum greinum og starfandi fyrirtækjum um leið og markvisst er unnið að því að byggja upp ný sprotafyrirtæki sem byggja á nýjungum og hafa mikla vaxtar- og tekjumöguleika. Stefnumótun, fyrirhyggja og raunsæi í bland við kraft og áræði í réttum hlut- föllum er það sem við þurfum að styðjast við í ríkari mæli en hingað til. Að móta eigin framtíð er nokkuð sem við eigum að gera en ekki láta skeika að sköpuðu. Takist okkur það er engu að kvíða fyrir íslenskan iðnað.“ að móta sína eigin framtíð Samtök iðnaðarinS „að móta eigin framtíð er nokkuð sem við eigum að gera en ekki láta skeika að sköpuðu.“ Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Stella Marta Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.