Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2010, Qupperneq 88

Frjáls verslun - 01.02.2010, Qupperneq 88
88 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0 Íslenskur iðnaður katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra Græna orkan er okkar stóra tromp Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, lagði úr vör með þeim orðum að á þessu iðnþingi væri horft til framtíðar: „Við viljum setja okkur metnaðarfull markmið en verðum um leið að vera reiðubúin til þess að gera breytingar til þess að ná þeim. Við verðum að hugsa upp á nýtt, átta okkur á þeim möguleikum sem við höfum og hvaða mik- ilvægar forsendur muni breytast á komandi árum.“ Aðeins þannig, að mati Katrínar, skapast grunnur að skýrri stefnu og með hana að leiðarljósi hafi Íslendingar möguleika á að nýta sér jákvæðar breyt- ingar og sneiða hjá þeim sem eru mótdrægar. Hún sagði einnig að verðmætasköpun og aukin fjölbreytni í atvinnulífinu sé svarið og að við þurfum að efla útflutningsatvinnu- vegina til þess að ná okkur sem fyrst upp úr lægðinni: „En við þurfum að huga að fleiru. Það getur skapað okkur verulega hættu ef við ætlum að treysta á lágt gengi og gjaldeyrishöft til frambúðar.“ Iðnaðarráðherra hélt því fram að við hljótum að byggja framtíð okkar á menntun, rannsóknum og vísindum, og að nýsköpun miði við að á Íslandi verði til verðmæt störf þar sem unnið er úr hugviti og hráefnum, afurðum sem eru ofar í virðiskeðjunni en verið hefur. Ekki þurfi annað en að líta á hvernig fjöldi starfa í landbúnaði og sjávarútvegi hafi þróast sl. þrjátíu ár til þess að átta sig á því að þessar atvinnugreinar muni hvorki standa undir fjölgun starfa, eins og nauðsynlegt er á næstu áratugum, né fjölbreytni. Vissulega verði þær okkur mikilvægar áfram og á þeim sé hægt að byggja marg- vísleg ný tækifæri. En þær muni ekki dafna á því að draga sig inn í skel eða verjast allri samkeppni. Katrín segir ótrúlegan endurnýjunarkraft í íslensku atvinnulífi og störfum hafi fjölgað mjög að undanförnu í hátækni- og nýsköp- unarfyrirtækjum. Lausleg könnun meðal nokkurra fyrirtækja, auk upplýsinga frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands um fjölda starfa í frum- kvöðlasetrum og með átakinu Starfsorku, leiðir í ljós að yfir 500 störf hafa orðið til frá því haustið 2008. Sama vísbending birtist í vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands en þar fjölgar störfum í sérfræðilegri, vísindalegri og tæknilegri starfsemi um 14% frá 4. ársfjórðungi 2008 til 4. ársfjórðungs 2009. Að jafnaði fækkaði almennum störfum um 5% á sam tíma. Enn frekari vaxtar í nýsköp- unargreinum er að vænta á þessu ári með innleiðingu laga um end- urgreiðslur vegna rannsókna og þróunar eða fjárfestingar í nýsköp- unarfyrirtækjum – og vegna væntanlegra laga um ívilnanir vegna nýfjárfestinga í íslensku atvinnulífi sem ætlunin er að afgreiða á vorþinginu. Þau eiga að koma í stað þeirra þunglamalegu og ósveigj- anlegu fjárfestingasamninga sem tíðkast hafa. „Í iðnaðarráðuneytinu er nú unnið að stofnun Framkvæmdasjóðs ferðaþjónustunnar sem á að stuðla að uppbyggingu mannvirkja á ferðamannastöðum. Hugmyndin er að sjóðurinn verði fjármagnaður til framtíðar af ferðamálagjaldi. Í þeim tilgangi að sjóðurinn geti sem fyrst haft jákvæð áhrif á atvinnuþróunina er gert ráð fyrir að lífeyr- issjóðir geti lagt honum til fé í upphafi sem síðan endurgreiðist af tekjustofni hans. Vonandi geta 500–700 milljónir króna orðið til ráðstöfunar úr þessum sjóði síðar á árinu,“ sagði iðnaðarráðherra. Gert er ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi úr 500 þúsund á ári í eina milljón á næstu tíu árum og telur Katrín að við þurfum að gera okkur mat úr þeirri gnægð sem Ísland býr yfir af endurnýjanlegri orku og koma okkur í þá aðstöðu að við getum boðið fyrirtækjum af ýmsum stærðum og gerðum, sem eru háð orkunýtingu og menga lítið, tækifæri til þess að skapa nýjar útflutningsgreinar á Íslandi: „Það er mikilvægt að hafa til reiðu orku þannig að við getum valið inn þá tegund iðnaðar sem við teljum að falli inn í græna orku- ímynd landsins. Græna orkan er okkar stóra tromp.“ Að sögn Katrínar er nýsköpun á sviði umhverfis- og orkutækni vaxandi sproti hjá SI og það á að verða okkar helsta samkeppn- isvopn á næstunni. Bæði austan hafs og vestan eru verkefni sem tengjast því að draga úr losun gróðurhúslofttegunda að fara á fulla ferð með miklum stuðningi stjórnvalda. Því telur Katrín að þarna séu á ferðinni ýmiss konar viðskiptatækifæri fyrir mörg ágæt fyr- irtæki á Íslandi. Við lok ræðu sinnar sagði Katrín að endurreisn efnahagslífsins væri sérlega erfið því Ísland eigi ekki aðeins í fjármálakreppu, líkt og fjöldi hagkerfa, heldur einnig alvarlegri gjaldeyriskreppu sem haldið sé í skefjum með víðtækum höftum. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.