Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2010, Side 89

Frjáls verslun - 01.02.2010, Side 89
F R J Á L S V E R S L U N • 2 T B L . 2 0 1 0 89 Íslenskur iðnaður kristín Pétursdóttir, forstjóri auðar Capital nýsköpun er lykilatriði Á Iðnþinginu lagði Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital, áherslu á það í máli sínu að fjölbreytt atvinnulíf væri mikilvægt framlag til aukins stöðugleika í efnahagslífinu. Mjög mikla áherslu þurfi að leggja á nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífinu en þar sé verk að vinna: „Jarðvegurinn er frjór en það verður að sá fræjum til að upp- skera. Þessi fræ eru fyrst og fremst fjármagn og sem stendur eru mjög miklar takmarkanir á aðgengi að fjármagni. Úr því verður að bæta. Við eigum alla möguleika á því þar sem þetta fé er til en liggur dautt í kerfinu og nýtist ekki til fjárfestinga og nýsköpunar,“ sagði Kristín. Í máli hennar kom fram sú skoðun að í framtíðinni verði að beina sjónum að því að skapa áþreifanleg verðmæti fremur en pappírshagnað og mikilvægt sé að byggja upp á grundvelli góðs við- skiptasiðferðis og stjórnunarhátta: „Nú er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að styðja við vaxandi fyrirtæki og breikka skattstofnana okkar.“ Kristín sagði í ræðu sinni að Ísland hefði alla möguleika til þess að byggja upp hagvöxt á nýjan leik. Þjóðin sé rík af náttúru- auðlindum og ekki síður mannauð en fjármögnun til nýsköpunar sé hins vegar af mjög skornum skammti. Kristín minnti á að Íslendingar hafi verið með nánast öll eggin í sömu körfunni þegar þeir byggðu upp gríðarlega öflugan fjár- málageira og veðjuðu öllu á hann. Síðan hrundi geirinn enda höfðu drifkraftar síðustu ára einkennst af mikilli skammtímahugsun, einhæfni og því að veðja öll á eina lausn. Áherslan var á skjótfeng- inn gróða, fjárfestar voru mjög óþolinmóðir og höfðu ofurtrú á mátt stærðarinnar: „Mér er til efs að þetta hafi skilað verðmætum eða öðru en skeytingarleysi við samfélag og umhverfi. Við verðum að hugsa dæmið upp á nýtt. Marka okkur skýra framtíðarsýn með langtímahugsun og fjölbreytni að leiðarljósi. Áhersluna skyldi leggja á siðferðið og góða stjórnarhætti.“ Kristín segir nýsköpun nauðsynlega til þess að bæta lífskjör á Íslandi. Það þurfi að styðja fyrirtæki sem eiga möguleika á að vaxa. Við eigum jú mjög mikinn og góðan mannauð, tæknistig er hátt og við höfum náð miklum árangri í vísindum. Aftur á móti eru veikleikarnir miklir og snúa fyrst og fremst að aðgengi fjármagns. Það er vandasamt verk að velja og veðja á réttu hestana. Mikið af áhugaverðum hugmyndum og sprotum í gangi en það sem skiptir mestu máli er að veðja á þá sem eru ekki bara með eldmóðinn heldur einnig langtímahugsun; til að komast alla leið í mark. Þjóðin á fullt af frumkvöðlum með áratuga reynslu og Kristín telur gríð- arlega mikilvægt að nýta þá reynslu þegar farið er í fjárfestingar. Einnig leggur hún mikla áherslu á að fjárfestar komi með meira en bara fjármagn að borðinu; þeir ættu að miðla reynslu og jafnvel aðgengi að erlendum fjárfestum. Aðstoða og vinna með frumkvöðl- inum á löngum tíma svo fyrirtækið komist á legg og verði arðsöm fjárfesting. Að lokum sagði Kristín: „Frumkvöðlar taka áhættu og fara á eftir tækifærum sem aðrir sjá ekki, tækifæri sem aðrir sjá sem vandamál eða jafnvel ógn. Nýsköpun er nátengd þekkingu, skapandi hugsun og sveigjanleika. Fjárfesting í nýsköpun er lykilatriði til að auka samkeppnishæfni fyrirtækja, atvinnugreina og þjóða.“ Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.