Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2010, Qupperneq 99

Frjáls verslun - 01.02.2010, Qupperneq 99
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0 99 Lífsstíll Umsjón: Svava JónSdóttir (myndlist o.fl.) • Hilmar KarlSSon (kvikmyndir) • páll StefánSSon (bílar) „Ég heillaðist snemma af franskri tungu og frönskum bókmenntum,“ segir ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í samgöngu- og sveitarstjórnarráðueyt- inu. Hún nefnir í því sambandi jean-Paul sartre, albert Camus og simone de beauvoir; Hitt kynið (le deuxième sexe) eftir beauvoir er í sérstöku uppáhaldi. „kynni mín af verkum þessara rithöfunda hafa haft áhrif á viðhorf mitt til frakklands og franskrar menningar.“ ragnhildur kom fyrst til Parísar árið 1971. Hún stundaði síðar nám í þjóðar- rétti í tvö ár í Genf í sviss og á þeim árum fór hún til Parísar. síðan hefur hún farið reglulega til borgarinnar við signubakka. „París er draumaborgin mín.“ Á meðal þess sem heillar ragnhildi við París: menningin og mannlífið. signubakkinn. skipulagið og breiðgötur- nar. latínuhverfið. Gallerí. markaðir. Elegansinn. kaffihúsin. „Ég hafði aldrei fyrr séð fólk tala saman með kaffibolla og croissant svo tímum skipti. Hvert hverfi hefur sitt sérkenni og sjarma. París heillar mig enn á sama hátt og þegar ég kom þangað fyrst. Það getur engin borg keppt við París í mínum huga.“ Hún nefnir lífs- gleðina. að njóta stundarinnar. „mér finnst tíminn stoppa. Ég get setið ein og horft á mannlífið.“ Ein með kaffibolla. croissant. veiðar eru eitt af áhugamálum Þórdísar lóu Þórhallsdóttur, framkvæmdastjóra Pizza Hut – skotveiði, stangveiði og neta- veiði. „Ég ólst upp við þetta en fjölskyldan á jörð fyrir norðan,“ segir framkvæmdastjórinn. „Ég hef skotið frá því ég var 22 ára og gekk til rjúpna í nokkur ár.“ Gæsir hafa orðið fórnarlömb skotfimi Þórdísar lóu og gera má ráð fyrir að eitthvert hrein- dýrið fyrir austan verði hennar bráð í haust þar sem hún er nú komin með leyfi á eitt slíkt; hreindýrakú nánar tiltekið. Þess má geta að hvað skotfim- ina varðar hefur hún hitt dýr í öðrum löndum en einhverju sinni fór hún á krónhjartaveiðar í skotlandi. Hvað skyldi heilla fram- kvæmdastjórann Þórdísi lóu við veiðimennskuna? „Útiveran, tengsl við náttúruna, sú „aksjón“ sem er í kringum þetta og „gourmevinnan“. Þetta gefur mér ákveðna hvíld frá vinnunni.“ Þess má geta í tengslum við „gourmevinnuna“ að Þórdís lóa er í alþjóðlegu samtök- unum slow food. Á heimasíðu samtakanna hér á landi segir: „meginmarkmið slow food er að auka meðvitund fólks um mikilvægi matarmenningar, þekkingar, hefðar og landfræði- legs uppruna matvæla. Einkunnarorð samtakanna eru Góður, hreinn og sanngjarn, og er þar átt við að maturinn eigi að bragðast vel, hann eigi að vera laus við aukaefni og sem náttúrulegastur, og sanngjarn á þann hátt að sá sem framleiðir matinn fái sanngjarnt verð fyrir vinnu sína og afurðir.“ Þórdís lóa ræktar kryddjurtir og kál í garðinum sínum. „Ég hef gaman af að elda,“ segir hún og er bráðin, sem hún veiðir, í sérstöku uppáhaldi hvað það varðar. Hún á það til að galdra fram bollur og paté úr bráðinni. „Það er ævintýra- mennska í kringum þessa eldamennsku.“ Þegar Þórdís lóa er spurð hvort hún eigi ekki stóra frystikistu segir hún: „Það eru tvær frystikistur í bílskúrnum.“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. „Útiveran, tengsl við náttúruna, sú „aksjón“ sem er í kringum þetta og „gourmevinnan“. Þetta gefur mér ákveðna hvíld frá vinnunni.“ veiðimennska Tvær frysTikisTur í bílskúrnum Ragnhildur Hjaltadóttir og dóttir hennar, Sigríður Theodóra, í París. Uppáhaldsborgin menningin, mannlífið og markaðirnir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.