Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2010, Page 106

Frjáls verslun - 01.02.2010, Page 106
Fólk 106 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0 Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir: „Það er aldrei að vita hvort golfið nær að festa sig í sessi sem virkt áhugamál í sumar þar sem ég hef reynst ein- staklega slök aflakló, a.m.k. hingað til.“ KOLBRÚN SILJA ÁSGEIRSDÓTTIR forstöðumaður sölu- og markaðssviðs mP banka Hjá Kolbrúnu Silju Ásgeirsdóttur, forstöðumanni sölu- og markaðs-sviðs MP banka er í nógu að snúast enda MP banki í miklum vexti á nýjum vett- vangi. MP banki kom nýr inn á viðskipta- bankamarkaðinn árið 2009 og starfrækir nú tvö útibú, í Ármúla 13a og Borgartúni 26. Starfsmenn MP banka eru 83 á Íslandi en voru einungis tæplega 50 þegar Kolbrún hóf störf í desember 2008. „Starfið er gríðarlega fjölbreytt og stundum erilsamt en hiklaust skemmtilegasta starf sem ég get hugsað mér. Á sölu- og markaðs- sviði sinnum við þeim verkefnum sem snúa beint og óbeint að ímynd og auglýsingum, kynningarefni, vefmálum og rafrænum þjón- ustuleiðum auk þess sem þjónustuverið okkar, móttaka og skiptiborð tilheyra sviðinu líka. Við erum nýbúin að gera þjónustukönnun meðal einstaklinga í viðskiptum sem kom ákaflega vel út og erum þessa dagana að vinna í að bæta þjónustuþætti eftir tillögum við- skiptavina í könnuninni. 90% viðskiptavina sem svöruðu könnuninni sögðust vera mjög eða frekar ánægðir með þjónustu MP banka og 83% töldu mjög eða frekar líklegt að þeir myndu mæla með viðskiptum við bankann við vini eða ættingja. Viðskiptavinir bera sam- kvæmt þessu mikið traust til okkar og það er okkar meginverkefni að standa áfram undir væntingum þeirra.“ Kolbrún hefur starfað í fjármálageiranum frá 1998, fyrst í Landsbréfum. Hún útskrif- aðist með BA-gráðu í ensku frá Háskóla Íslands og varði einu ári í skiptinám við háskólann í Utrecht í Hollandi. Eftir sjö ára starf í Landsbréfum og Landsbankanum hóf hún mastersnám í European Communication Studies við Háskólann í Amsterdam en hvarf aftur til starfa í Landsbankanum áður en því námi lauk. Kolbrún hefur einnig starfað hjá Vodafone og Kaupþingi þar sem hún bar m.a. ábyrgð á vildarþjónustunni Vexti og kortamálum bankans. „Mér finnst ég nánast vera eins og heima hjá mér þegar ég kem til Hollands. Ég eign- aðist mikið af góðum vinum þar sem ég held enn sambandi við og hef heimsótt þá árlega, nema í fyrra en þá eyddi ég sum- arfríinu innanlands eins og svo margir. Ég sá svo sannarlega ekki eftir því þar sem þetta var eitt besta sumarfrí sem ég hef tekið, fór í frábærar göngur og tjaldferðalög, m.a. gekk ég Laugaveginn og Fimmvörðuháls.“ Í sumar eru svo framundan fleiri göngur hjá Kolbrúnu m.a. fimm daga ganga með æskuvinkonum á Hornströndum. „Síðan hitt- ist stórfjölskyldan alltaf í Önundarfirði í júlí á æskuslóðum afa míns. Það er alltaf ótrúlega skemmtilegt og gaman að heyra frá- sagnir afa og systkina hans um uppvaxtarárin á Hesti.“ Aðspurð um önnur áhugamál segist Kolbrún bæði stunda veiði og golf. „Það er aldrei að vita hvort golfið nær að festa sig í sessi sem virkt áhugamál í sumar þar sem ég hef reynst einstaklega slök aflakló, a.m.k. hingað til. Þykir alltaf mjög gaman í golfi en stunda það alls ekki nógu mikið til að ná upp færni. Ég verð að taka þetta föstum tökum í sumar.“ nafn: kolbrún silja Ásgeirsdóttir fæðingarstaður: reykjavík, 17. júní 1974. foreldrar: Ásgeir Þorvarðarson og sólveig Hrafnsdóttir menntun: ba í ensku frá Háskóla íslands og Universiteit Utrecht.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.