Frjáls verslun - 01.02.2010, Qupperneq 106
Fólk
106 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0
Kolbrún Silja
Ásgeirsdóttir: „Það
er aldrei að vita
hvort golfið nær
að festa sig í sessi
sem virkt áhugamál
í sumar þar sem
ég hef reynst ein-
staklega slök aflakló,
a.m.k. hingað til.“
KOLBRÚN SILJA ÁSGEIRSDÓTTIR
forstöðumaður sölu- og markaðssviðs mP banka
Hjá Kolbrúnu Silju Ásgeirsdóttur, forstöðumanni sölu- og markaðs-sviðs MP banka er í nógu að snúast
enda MP banki í miklum vexti á nýjum vett-
vangi. MP banki kom nýr inn á viðskipta-
bankamarkaðinn árið 2009 og starfrækir nú
tvö útibú, í Ármúla 13a og Borgartúni 26.
Starfsmenn MP banka eru 83 á Íslandi en
voru einungis tæplega 50 þegar Kolbrún hóf
störf í desember 2008.
„Starfið er gríðarlega fjölbreytt og stundum
erilsamt en hiklaust skemmtilegasta starf sem
ég get hugsað mér. Á sölu- og markaðs-
sviði sinnum við þeim verkefnum sem snúa
beint og óbeint að ímynd og auglýsingum,
kynningarefni, vefmálum og rafrænum þjón-
ustuleiðum auk þess sem þjónustuverið okkar,
móttaka og skiptiborð tilheyra sviðinu líka.
Við erum nýbúin að gera þjónustukönnun
meðal einstaklinga í viðskiptum sem kom
ákaflega vel út og erum þessa dagana að vinna
í að bæta þjónustuþætti eftir tillögum við-
skiptavina í könnuninni. 90% viðskiptavina
sem svöruðu könnuninni sögðust vera mjög
eða frekar ánægðir með þjónustu MP banka
og 83% töldu mjög eða frekar líklegt að þeir
myndu mæla með viðskiptum við bankann
við vini eða ættingja. Viðskiptavinir bera sam-
kvæmt þessu mikið traust til okkar og það er
okkar meginverkefni að standa áfram undir
væntingum þeirra.“
Kolbrún hefur starfað í fjármálageiranum
frá 1998, fyrst í Landsbréfum. Hún útskrif-
aðist með BA-gráðu í ensku frá Háskóla
Íslands og varði einu ári í skiptinám við
háskólann í Utrecht í Hollandi. Eftir sjö ára
starf í Landsbréfum og Landsbankanum hóf
hún mastersnám í European Communication
Studies við Háskólann í Amsterdam en hvarf
aftur til starfa í Landsbankanum áður en því
námi lauk. Kolbrún hefur einnig starfað hjá
Vodafone og Kaupþingi þar sem hún bar
m.a. ábyrgð á vildarþjónustunni Vexti og
kortamálum bankans.
„Mér finnst ég nánast vera eins og heima
hjá mér þegar ég kem til Hollands. Ég eign-
aðist mikið af góðum vinum þar sem ég
held enn sambandi við og hef heimsótt þá
árlega, nema í fyrra en þá eyddi ég sum-
arfríinu innanlands eins og svo margir. Ég
sá svo sannarlega ekki eftir því þar sem þetta
var eitt besta sumarfrí sem ég hef tekið, fór í
frábærar göngur og tjaldferðalög, m.a. gekk ég
Laugaveginn og Fimmvörðuháls.“
Í sumar eru svo framundan fleiri göngur
hjá Kolbrúnu m.a. fimm daga ganga með
æskuvinkonum á Hornströndum. „Síðan hitt-
ist stórfjölskyldan alltaf í Önundarfirði í júlí á
æskuslóðum afa míns. Það er alltaf ótrúlega
skemmtilegt og gaman að heyra frá-
sagnir afa og systkina hans um uppvaxtarárin á
Hesti.“ Aðspurð um önnur áhugamál segist
Kolbrún bæði stunda veiði og golf. „Það er
aldrei að vita hvort golfið nær að festa sig í sessi
sem virkt áhugamál í sumar þar sem ég hef
reynst einstaklega slök aflakló, a.m.k. hingað til.
Þykir alltaf mjög gaman í golfi en stunda það
alls ekki nógu mikið til að ná upp færni. Ég verð
að taka þetta föstum tökum í sumar.“
nafn: kolbrún silja Ásgeirsdóttir
fæðingarstaður: reykjavík, 17.
júní 1974.
foreldrar: Ásgeir Þorvarðarson
og sólveig Hrafnsdóttir
menntun: ba í ensku frá
Háskóla íslands og Universiteit
Utrecht.