Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 6
6 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 RITSTJÓRNARGREIN Baráttan um Ísland Fyrir tveimur árum sagði ég að baráttan um Ísland snerist um það hverjir næðu og fengju að kaupa fyrirtæki af bönkum og kröfu höf um. Þessi barátta mun dragast á langinn. Ég spái því að bankar og kröfuhafar muni eiga flestöll fyrir tæki, sem þeir hafa tekið yfir eða hafa tögl og hagldir í, næstu tvö til þrjú árin. Þeir gera of mikla arð semiskröfu við sölu þeirra og vilja fá það mikið fyrir þau að þau seljast ekki. Bankarnir gáfu það út fyrstu mánuðina eftir hrun að það yrði engin brunaútsala þannig að kannski kemur hegðun þeirra ekki á óvart. Þegar við bætast ströng skilyrði um hverjir megi eignast fyrirtækin verð ur seljan­ leikinn minni. Vandinn er sá að eftir tvö til þrjú ár hafa bankar og almenningur vanist kommisera­um hverfi þar sem fyrirtæki í eigu banka og kröfuhafa láta að sér kveða. Það verða allir orðnir dofnir og reiði forstjóra út af þessu óréttlæti verður líklegast horfin. En hverjir fá núna að kaupa fyrirtæki af bönkum og kröfuhöfum? Hópur fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar hætti nýlega við að kaupa Sjóvá vegna þess að pólitíkin ákvað að hann mætti ekki eiga fyrirtækið. Bankarnir hafa þann varnagla við sölu á fyrirtækjum að viðkomandi verður að njóta trausts. Þetta ákvæði var sett inn til að hægt væri að hafna tilboðum af prins ippástæðum, t.d. frá fyrrverandi útrásar víkingum. Heiðar var dreginn á svari eftir margra mánaða samn ­ ingaviðræður og ætlunin var að þreyta hann í stað þess að segja beint út: Þú mátt ekki eignast Sjóvá. Hópur hans bauð 11 millj arða í félagið. Heiðar Már Guðjónsson telst ekki bein­ línis útrásarvíkingur. Hann var á sín um tíma framkvæmdastjóri Novators, félags í eigu Björg ólfs Thors Björgólfssonar. Það réð mestu um að hann fékk ekki Sjóvá; annað er yfirklór. Sjóvá er í eigu Seðlabankans og Íslandsbanka. Seðla­ bankinn er með meirihluta og hafði Már Guð munds­ son seðlabankastjóri mest að segja um söluna. Hann hefur gefið út að Fjármálaeftirlitið hafi verið með málið enn til skoðunar þegar hópurinn hætti við. Stærsti fjárfestirinn á markaðnum núna er Fram­ takssjóður Íslands. Hann er í eigu sextán líf eyris sjóða og Landsbanka Íslands; í eigu fólksins, eins og sagt er. Nýlega var gengið frá kaupum sjóðsins af Lands bankanum á Vestia­fyrirtækjunum Icelandic Group, Vodafone, Skýrr, EJS, HugAx, Húsasmiðjunni og Plastprenti. Eftir áreiðanleikakönnun í nokkra mánuði lækkaði kaup verðið á Vestia um fjóra milljarða frá upp haf l egum samningi; úr 19,5 milljörðum í 15,5 millj arða. Takið eftir að hlutafjárloforð Landsbankans í Fram taks­ sjóðn um lækkaði fyrir vikið úr 18 milljörðum í 15 milljarða. Bankinn stillir því hlut sinn í sjóðnum af við kaupverðið á Vestia. Sumum finnst þetta bera keim af því að bankinn sé að koma fyrirtækjunum fyrir inni í Framtakssjóðnum. Á móti eru lífeyrissjóðirnir að minnka áhættu sína með kaupunum. Eitt fyrirtækjanna í Vestia er Vodafone. Það fór geyst í bólunni og tók umfangsmikil lán til að kaupa sér stöðu og ná góðri hlutdeild á markaðnum – og tókst það. Það tilheyrði Teymi og lenti í höndum Lands ­ bankans. Í tengslum við kaup Framtakssjóðsins hefur hluti af skuldum verið afskrifaður þannig að núna skuldar Vodafone minna en áður og er komið með sterk an bakhjarl. Keppinautunum Nova, Símanum og Tali er ekki skemmt. Ef Vodafone hefði verið leyft að fara á höfuðið og leyst upp hefðu viðskiptavinirnir færst sjálf krafa yfir til þeirra. En fólk má ekki horfa framhjá því að þrotabú og slitastjórnir ráða ferðinni og vilji þau halda fyrirtækjum úti, telji þeir það betra, er ekkert við því að segja. Skiptar skoðanir eru um það hvort Framtaks sjóð ur­ inn greiði of hátt verð fyrir Vestia. Vestia er skuldlaust en fyrir tækin bera skuldirnar. Framtakssjóðurinn er vold ugasti fjárfestir landsins og nýtur góðvildar stjórn­ valda. Hann er risi; ný viðskipta­ og valdablokk að margra mati. Fyrirtæki í eigu hans velta um 300 milljörðum króna og hjá honum starfa átta þúsund manns. Hann á næsthæsta tilboðið í 25% hlut í Högum og nýtur trausts. Ég spái því að hann eignist hlutinn í Högum. Lífeyris sjóður versl unarmanna er stærsti lífeyris sjóð ur inn í Fram taks­ sjóðnum. Verð fyrirtækja er of hátt, vextir eru enn allt of háir og kaupendur fyrirtækja fáir. Bankarnir munu eiga fyrir­ tækin næstu tvö til þrjú árin. Jón G. Hauksson Bankar og kröfuhafar munu eiga flestöll fyrirtækin, sem þeir hafa tekið yfir, næstu tvö til þrjú árin. Snjöllustu jólasímarnir 0 kr. Eftirstöðvum dreift á allt að 12 mánuði.* 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. Staðgreitt: 39.900 kr. Símalán-útborgun: LG OPTIMUS Android sími með íslensku valmyndakerfi. Flýtileiðir á samfélagsvefi, spilar Divx og Xvid, GPS sem styður Google Maps og margt, margt fleira. Android símtæki byggjast á opnum hugbúnaði sem tengir símann þinn fyrirhafnarlaust við hvers kyns samskiptasíður, leiki og yfir 100.000 smáforrit á vefnum. 0 kr. Eftirstöðvum dreift á allt að 12 mánuði.* 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. Staðgreitt: 49.900 kr. Símalán-útborgun: LG OPTIMUS ONE Flottur Android sími sem fer vel í hendi. Flýtileiðir á samfélagsvefi, spilar Divx og Xvid, Android OS v2.2 og 3,5 mm jack-tengi. Það er siminn.is * Ef g re it t er m eð k re di tk o rt i er h æ gt a ð d re if a ef ti rs tö ð vu nu m v ax ta la us t á al lt a ð 1 2 m án uð i. G re ið sl ug ja ld e r 25 0 kr ./ m án . E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 5 6 0 MEÐ ÞESSUM SÍMUM FYLGIR 1.000 kr. inneign á mánuði í eitt ár Netið í símanum á 0 kr. í einn mán.* Enski boltinn í símann á 0 kr. í einn mán. *N otkun á Íslandi, 100 MB Á m eðan birgðir endast GLÆSILEGIR KAUPAUKAR Veldu einn: Smáhátalari fyrir símann Taska fyrir símann Bílstandur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.