Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 24
24 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 langt upp fyrir okkur í kostnaði gat þetta í raun ekki klikkað pen inga­ lega. Hins vegar er alltaf þessi sviðsskrekkur sem kemur upp; hvað ef fólki finnst þetta glatað? Hvað ef við klúðrum hinu eða þessu? Í raun var ímynd okkar miklu frekar að veði en peningar. Því einsettum við okkur frá upphafi að vera heiðarlegir atvinnurekendur, hvort heldur sem er gagnvart viðskiptavinum, starfsmönnum eða birgjum. Með það að leiðarljósi munum við alltaf komast frá þessu með beint bak.“ Jóhannes: „Það er alltaf ákveðinn kvíði sem fylgir því að takast á við hið óþekkta. Við vorum eins og aðrir með fjölskyldur og heimili og skuldbindingar í takt við það. Það að segja upp störfum í kreppu er í eðli sínu óskynsamlegt, en við höfðum allan tímann mikla trú á því að við værum að stíga gæfuspor. Þessu fylgdu þó nokkrar andvökunætur, ég neita því ekki.“ Hvernig tekst ykkur að samhæfa alla vinnuna og fjölskyldulífið? Jóhannes: „Það hefur tekist, einfaldlega vegna þess að við eigum mjög skilningsríkar eiginkonur. Þær eru orðnar vanar miklu brölti á okkur í gegnum tíðina og stóðu þétt við bakið á okkur. Úr varð mikil og góð samvinna okkar fjögurra. Stelpurnar eiga heilmikið í þessum stað, þær gátu því miður ekki unnið eins mikið með okkur og þær hefðu viljað þar sem þær voru óléttar á sama tíma, og ólu okkur svo börn með fimm daga millibili haustið 2009. Sem er mikið afrek að okkar mati. Þær eru líka mjög samstíga stelpurnar og nú eru þær að fara í rekstur sjálfar. Ætla að opna verslun í Turninum á Höfðatorgi í desember. Hún ber nafnið Kastanía og mun selja fatnað, fylgihluti og gjafavöru af ýmsu tagi.“ Sigmar: „Jú, þetta er gríðarlega mikil vinna. Við vissum það frá upphafi að þetta er bransi sem blómstrar þegar aðrir eru í fríi. Þetta er líka eilífðarverkefni sem krefst yfirlegu á hverjum degi. Hvort sem það er nýting á hráefni, ferskleiki hráefnis, framreiðsla hráefnis, framkoma starfsmanna og starfsmannamál almennt. Á hverjum degi koma upp ný verkefni sem þarf að leysa og það er einmitt það sem gerir þetta svo skemmtilegt. Engir tveir dagar eru eins og það er ögrun á hverjum degi. Við erum miklir fjölskyldumenn báðir og því erum við með vakta­ kerfi á okkur sjálfum þar sem við skiptum með okkur verkum og skiptum með okkur vöktum líka. Morgunstundirnar eru gullkornin og fríhelgarnar eru helgaðar fjölskyldunni. Skipulagið snýst fyrst og fremst um forgangsröðun. Vinna – fjölskyldan / Fjölskyldan – vinnan.“ Er eitthvað meira á prjónunum en Fabrikkan? Sigmar: „Í dag eru þessi tvö verkefni nóg; fjölskyldan og Fabrikkan. Í janúar 2009 vorum við að undirbúa opnun Ham borgara­ fabrikkunnar, framleiða sjónvarpsþátt um staðinn, með útvarpsþátt á Bylgjunni, vorum að stýra WipeOut­sjónvarpsþáttum og skemmta á árshátíðum. Samhliða því vorum við heima með rúmlega tveggja mánaða börn. Þetta var allt, allt of mikið og á tímabili vorum við að fara yfir um. Það var því sameiginleg ákvörðun okkar að taka ekkert að okkur þennan veturinn, hvorki í árshátíðum né öðrum fjöl miðlaverkefnum. Síðan opna konurnar okkar verslun 3. desember á Höfðatorgi, við hliðina á Hamborgarafabrikkunni. Þær munu því þurfa meiri tíma til að sinna því verkefni, sem við mætum með minni vinnu okkar megin. Þessi verslun er líka gríðarlega spennandi verkefni, þetta er verslun með aukahluti fyrir konur, uppfull af skandinavískri og íslenskri hönnun.“ Jóhannes: „Við höfum alltaf haft fjölmiðlana sem aukastarf. Simmi hefur yfirleitt sinnt auglýsingasölu og markaðsmálum samhliða fjölmiðlaverkefnunum og ég var fyrst í háskólanámi og svo í Lands­ bankanum. Auk þess höfum við verið afkastamiklir veislu stjórar í gegnum árin. Í dag er það hins vegar Fabrikkan sem tekur allan okkar tíma. Bylgjuþátturinn er eina hliðarverkefnið og því viljum við alls ekki hætta af því við höfum alveg svakalega gaman af því. Bylgjan er svona fríríki fyrir okkur, þar erum við alveg í okkar heimi og fáum útrás fyrir tjáningarþörfina, í litlum skömmtum.“ Er þetta hægt nema vera nett ofvirkir? Jóhannes: „Ég myndi ekki kalla okkur ofvirka, við höfum alla vega ekki verið greindir sem slíkir. En við höfum gaman af því að vinna saman og höfum alltaf unnið mikið. Við reynum að mæta í Laugar á hverjum morgni og skiptum tímanum jafnt á milli brennslu og gufu. Það hressir líkama og sál og er lykillinn að góðum degi.“ Sigmar: „Ofvirkir er ekki orðið. Virkir er miklu meira lýsandi. Við erum frjósamir og viljum láta verkin tala. Stór þáttur í því er líkamsrækt. Því þó svo að maður sé að leka niður úr þreytu þá er heimsókn í World Class ávallt lausnin á þreytunni, ólíkt því sem margir halda. T.d. í janúar 2009 var það líkamsræktin sem hélt okkur gangandi. Sumir velja að fá sér bjór til að slaka á. Við veljum að fara í gufu!“ Það hefur vakið athygli að það er eingöngu íslensk tónlist spiluð á Fabrikkunni. Sigmar: „Það má segja að það séu tvær ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi myndar íslensk tónlist alltaf ákveðna stemningu sem er notaleg og skemmtileg. Í öðru lagi er til svo mikið af góðri íslenskri tónlist að sú erlenda kemst ekkert að. Það er líka alltaf að bætast við flóruna og okkur finnst bara frábært að leggja okkar á vogarskálarnar til að viðhalda vinsældum íslenskrar tónlistar.“ Jóhannes: „Það er engin ástæða til að leita út fyrir landsteinana þegar kemur að tónlist. Við eigum þvílíkan brunn af frábærri tónlist á Íslandi og það kom aldrei annað til greina en að hampa henni og gera henni hátt undir höfði. Það hefur líka mælst mjög vel fyrir. Tónlistarmenn hugsa til okkar með hlýhug og stunda staðinn af kappi. Til að kóróna þetta festum við kaup á forláta styttu af Rúnari Júlíussyni á dögunum sem mun standa hjá okkur um ókomna tíð. Rúnar rammar þetta allt saman inn einhvern veginn. Þess má reyndar geta að við fórum í góðgerðarverkefni til styrktar Hjartavernd í tengslum við komu styttunnar. Við nefndum borgara í höfuðið á Rúnari Júlíussyni, Herra Rokk, og gáfum 400 krónur af hverjum seldum Hr. Rokk í október. Við afhentum Hjartavernd afraksturinn í nóvember og hann var hvorki meira né minna en 1,2 milljónir króna.“ Flestir spyrja sig að því hvort þið ætlið að opna fleiri staði. Sigmar: „Við erum spurðir að því oft á dag. En við erum alveg ákveðnir í því að reyna ekki að skapa aðra Hamborgarafabrikku. Við teljum það ekki hægt. Fyrir utan að það er rúmlega full vinna að halda henni við í þeirri mynd sem hún er núna. Hluti af stemningunni er fólkið, mikið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.