Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 26
26 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 L E I K A Á TEXTI: GÍSLI KRISTJÁNSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON Íslendingar kunna að gera netleiki. Veltan hefur fimmfaldast á síðustu fimm árum og er talin verða um 11,5 milljarðar króna á árinu. Stærst og frægast er CCP með netleikinn EVE On line, sem nýtur alþjóðlegrar hylli. Á eftir fylgja allnokkur vaxandi fyrirtæki. Þar eru Gogogic og Betware næst og í samtökum leikjagerðanna – Icelandic Gaming Industry – eru nú á annan tug fyrirtækja. Starfsmenn innanlands eru taldir á bilinu 500 til 550. CCP hf. á langstærsta hlutann af útflutningi á netleikjum. Veltan á síðasta ári var um 6,8 milljarðar króna og hagnaðurinn um 807 milljónir króna. Meðalfjöldi starfsmanna var 403. CCP er stærsta fyrirtæki í hugbúnaðargeiranum á Íslandi. Þess má geta til samanburðar að HB Grandi veltir 20,1 milljarði, Síldarvinnslan 11,2 millj örðum og Vinnslustöðin í Eyjum 8,5 milljörðum. Betware á Íslandi er annað stærsta fyrirtækið í þessum geira og velti á síðasta ári um 1,3 milljörðum króna og skilaði hagnaði upp á 221 milljón. Starfsmenn voru 91. Þessar tölur má m.a. sjá í nýlegri bók Frjálsrar verslunar yfir 300 stærstu fyrirtækin. Nýjasta fyrirtækið á sviði tölvuleikja er Gogogic og hefur það vakið mikla athygli. Frjáls verslun gerir því góð skil. Leikirnir eru í sókn sem atvinnugrein og hrunið hefur jafnvel styrkt stöðu þessara fyrirtækja eins og annarra sem afla gjaldeyris. Þó er alltaf spurn ing hve lengi þessi grein getur vaxið. Fimmfaldast veltan á hverju fimm ára tímabili í framtíðinni eins og hingað til? Framleiðendur netleikja gera það gott í kreppunni. Veltan í greininni nemur 11,5 millj ­ örðum króna á ári og hefur farið ört vaxandi. Íslenski markaðurin er lítill og lang stærstur hluti tekna er í gjaldeyri. Fullyrt er að leikjajöfnuður lands manna sé hagstæður; meira sé selt úr landi af leikjum en flutt er inn. Atvinnugreinin Gjaldeyristekjur: 11,5 milljarðar Störf á Íslandi: Allt að 550 Stærstu fyrirtæki: CCP, Betware, Gogogic CCP Velta: 6,8 milljarðar Hagnaður: 807 milljónir Starfsmenn: 403 Betware á Íslandi Velta: 1,2 milljarðar Hagnaður: 221 milljón Starfsmenn: 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.