Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 9
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 9
tagi sér vel,“ segir Auðjón. Jólakörfurnar eru af ýmsum gerðum og
stærð u m, en í þeim er að finna kjötmeti eins og hamborgarhrygg og/eða
hangi læri auk þess sem góðgæti af ýmsu tagi er bætt við, meðlæti,
osti, konfekti, kryddpylsu og graflaxi, svo eitthvað sé nefnt. „Þetta
er tiltölulega ódýr og hagkvæm gjöf og allir geta valið verðlag við
hæfi,“ segir Auðjón.
Kjarnafæði hefur sem fyrr segir verið starfandi í 25 ár, fyrirtækið
hefur vaxið og dafnað í áranna rás og er harla ólíkt því sem var í upphafi.
Aðalskrifstofur þess eru við Fjölnisgötu á Akureyri, en kjöt vinnslan
hefur frá árinu 1993 verið á Svalbarðseyri þar sem fyrirtækið keypti
húseignir, endurbætti þær og lagaði að starfsemi sinni. Hin síðari ár
hefur fyrirtækið stækkað umtalsvert og á félagið í nokkrum öflugum
matvælafyrirtækjum, má nefna sósu og salat gerðina Nonna í Mos
fellsbæ, SAHafurðir á Blönduósi og hlut í Sláturfélagi Vopn firðinga.
Þá á félagið í Norðanfiski á Akranesi, með HB Granda og Brimi.
Afurðir úr reyktu og söltuðu kjöti hafa í gegnum árin verið sér grein
fyrirtækisins þótt framleiðsla þess sé afar fjölbreytt. „Við höf um lagt
áherslu á vöruvöndun, gæðin eru í fyrirrúmi og hollusta mat væl
anna, auk þess sem okkar leiðarljós er skjót og góð þjónusta,“ segir
Auðjón.
Tvíreykta húskarlahangikjötið vinsælt
Sala á hangikjöti fyrir jólin hefur stóraukist hin síðari ár og nefnir
Auðjón þar til sögunnar m.a. kofareykta hangikjötið sem er nokkurs
konar hástökkvari undanfarinna ára. „Kofareykta hangikjötið hefur
verið í mikilli sókn á liðnum árum og mér sýnist sem fólk vilji núna
fá eitthvað sem er ekta og gamaldags og minnir fólk á gömlu góðu
dagana,“ segir hann. Kjarnafæði hafi lagt áherslu á að reykja kjöt með
gömlum aðferðum, útkoman sé sú að kjötið sé bragðmikið en léttsaltað
og það hafi fallið neytendum vel í geð. „Almenningur horfir æ meira til
hollustu matvælanna, við höfum lagt okkur fram um að mæta þeim
kröfum og finnum að það kunna viðskiptavinirnir vel að meta.“
Önnur vörutegund hefur líka slegið í gegn og á æ meiri vinsældum
að fagna, en þar er um að ræða tvíreykt húskarlahangikjöt sem fór að
ryðja sér til rúms fyrir rúmum áratug. Það er almennt borið fram hrátt,
enda fullverkað og þess neytt á áþekkan hátt og hráskinka. „Það þykir
mörgum fylgja því sérstök jólastemning að fá sér húskarlahangikjöt
yfir aðventuna, hengja það upp heima við og skera sér flís af og til. Það
kemur sérstakur jólailmur í húsið,“ segir Auðjón.
Hreinn Gunnlaugsson, annar aðaleigenda Kjarnafæðis, með hangilæri, en sala á
hangikjöti frá fyrirtækinu hefur aukist mjög undanfarin ár.
Sigurvin Jóhannesson reykmeistari er ánægður með jólakjötið.
VINSÆLAR JÓLGJAFAKÖRFUR