Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 35
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 35 og til hve langs tíma erlend orkufyrirtækju mættu leigja afnot af auðlindinni. Sérstök nefnd skoðaði þetta mál fyrir ríkisstjórnina og hún komst að því sl. sumar að erlendir fjárfestar af EES­svæðinu – Magma í þessu tilviki – mættu samkvæmt lögum fjárfesta í orkugeiranum. Ekki væri hægt að stöðva samninginn við Magma. En þá komu hins vegar yfirlýsingar bæði frá Vinstri grænum innan ríkisstjórnar og úr þingliði þeirra að þá fyndu menn bara aðrar ástæður til að koma í veg fyrir fjárfestinguna. Þannig sagði Guðfríður Lilja Grétarsdóttir að grípa yrði til ein beittra aðgerða til að stöðva söluna á hlut í HS Orku til Magma Energy og koma í veg fyrir að orkuauðlindir „lendi í prívatvösum alþjóð legra bis­ ness manna og braskara“, eins og haft var eftir henni í Morgunblaðinu. Þetta kom fólki fyrir sjónir sem klúður ríkisstjórnarinnar. Stein­ grímur J. fjármálaráðherra tók málið til sín um tíma og ætl aði að bregðast við. Hvað sem það merkti. Svandís Svavarsdóttir um ­ hverfisráðherra boðaði lagabreytingar en ekki komu þær. Þrýst var á Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra að endurskoða lög um erlenda fjárfestingu sem hann gerði ekki. Um tíma snerist umræðan um það Magma væri kanadískt fyrirtæki og virtist það skipta meira máli en væri það sænskt, þýskt, franskt eða enskt – eða annars staðar af EES­svæðinu. Lögin eru skýr varð andi EES­samninginn en umræðan fór engu að síður út á þær brautir að það væri ekki sama Jón og séra Jón, Kanadamaður eða Evrópumaður. Varðandi Helguvík þá hefur það komið skýrt fram hjá forstjóra Norðuráls, sem verður með álverið í Helguvík, að honum finnist stjórn völd daga lappirnar í málinu. Engu að síður á eftir að semja um verðið á orkunni. Orkufyrirtækin eru skuldug og þurfa að auka tekjur sínar – og ekki eins til í að selja á lágu verði og áður. Arftaki úr Alþýðubandalaginu Svandís er tíu árum eldri en Katrín. Svandís var á mótunarárum sín­ um einmitt þegar Alþýðubandalagið stóð hvað sterkast. Hún varð stúdent 1983. Þá var Svavar Gestsson, faðir hennar, formaður Alþýðu­ bandalagsins og ráðherra. Tengsl Katrínar við Alþýðubandalagið voru aldrei svo náin og per­ sónuleg. Stjórnmálaþátttaka hennar hófst þegar farið var að fjara undan flokknum. Katrín kom úr róttæku deild inni í stúdenta póli­ tík inni, Röskvu, en ekki úr innsta kjarna Alþýðu banda lagsins. Þegar Katrín mætir til leiks eru hugmyndafræðileg skil milli hægri og vinstri ekki eins skýr og áður. Það má líka einfalda málið með því að benda á að framkvæmdir eru á verkefnalista allra iðnaðarráðherra, verndun hjá umhverfisráðherrum. Samábyrgð Þarna er munur og þegar kemur að verkefnalista ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum eru viðhorfin ólík. Þetta á við um virkjanir, stóriðju og erlenda fjárfestingu. Svandís hvatti nýlega í blaðagrein (Fréttablaðið 20.10. 2010) til að Ís lendingar viðurkenndu sem aðrir ábyrgð sína á framtíð jarðar og hættu að leggja mælikvarða hagvaxtar á lífgæðin eins og fyrir hrun. Ný stóriðja þýðir að losun eiturefna eykst á Íslandi meðan aðrar þjóð ir fórna miklu til að draga úr losun. Katrín hefur ekki eytt miklum tíma í að skýra þetta stóra samhengi hlut­ anna. Viðmælendur okkar telja ekki að átökin standi á milli Katrínar og Svandísar þótt þau kristallist í þeim. Grundvallarágreiningur „Það er grundvallarágreiningur í atvinnumálum milli Vinstri grænna og allra hinna,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingkona Sjálf­ stæðisflokks í Suðurkjördæmi. „Átökin birtast í þessum tveimur ráð­ herrum en deilan er ekki á milli þeirra. Vinstri græn eru bara á móti öllu sem á að gera.“ Og það má halda því fram að ágreiningur um nýtingu orkulinda sé erfiðasta óleysta verkefni ríkisstjórnarinnar. Flest annað er háð því að það takist að fjölga störfum og auka veltuna í efnahagslífinu – sjálfan hagvöxtinn. „Vinstri græn eru bara á móti öllu sem á að gera.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki. Benda má á að framkvæmdir eru á verkefnalista allra iðnaðarráðherra en verndun hjá umhverfisráðherrum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.