Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 70
70 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0
Birta Flókadóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, er ánægð með jólastemninguna.
Jólin komin í Kringluna
KRINGLAN
Kringlan er komin í jólabúning, búið er að skreyta að utan sem innan, hátt og lágt. Langflestar verslanir leggja mikinn
metnað í jólagluggana hjá sér, sem setur einmitt punktinn yfir i-ið í Kringlunni.
Jólapakkasöfnunin aldrei mikilvægari
Að sögn Birtu Flókadóttur, markaðsstjóra Kringlunnar, hefur verið bætt
í skreytingarnar innanhúss, sem gerir hana enn skemmtilegri stað til að
gera jólainnkaupin:
„Ísbjarnaland er sérstaklega sett upp fyrir yngstu kynslóðina en það hefur
notið mikilla vinsælda. Fyrstu helgina í aðventu var svo kveikt á jóla tré
Kringlunnar og við það tækifæri hófst jólapakkasöfnun fyrir börn Kringl
unnar í samstarfi við Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands.
Íslendingar hafa tekið þessari söfnun afar vel og í fyrra gáfu viðskiptavinir
Kringlunnar yfir 5.000 gjafir. Gjöfunum er deilt út hjá Mæðrastyrksnefnd
og Fjölskylduhjálpinni til fjölskyldna sem hafa úr litlu að moða fyrir jólin.
Starfsfólk Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálparinnar metur þörfina
mjög mikla í ár og á mörgum heimilum gera þessar gjafir gæfumuninn
á jólahátíðinni.
Piparkökukeppni til styrktar Barnaspítala Hringsins
Auk þessarar árvissu pakkasöfnunar stendur Kringlan nú fyrir pipar köku
leik í samstarfi við Ljóma og Hagkaup. Þema piparkökuleiksins er Ísland
og eru hugmyndafluginu engin takmörk sett. Hluti af söluandvirði Ljóma
smjörlíkis rennur til Barnaspítala Hringsins auk þess sem staðið verður
fyrir uppboði á verðlaunakökunum laugardaginn 18. desember og allur
ágóði rennur óskiptur til Barnaspítalans.
Gjafakortið klikkar ekki!
Gjafakort Kringlunnar er vinsælasta gjafakort landsins. Ástæða þess er hin
gífurlega fjölbreytni verslana og þjónustuaðila í húsinu, en ekkert gjafa
kort býður upp á jafnmarga spennandi möguleika í notkun. Einnig tel ég
að nú sem aldrei fyrr vilji fólk tryggja að gjafir hitti í mark og gjafakort
Kringlunnar getur hreinlega ekki brugðist.“
„Íslendingar hafa tekið þessari söfnun
afar vel og í fyrra gáfu viðskiptavinir
Kringlunnar yfir 5.000 gjafir.“
Gjafakort
Ævintýralegt úrval af gjöfum sem skína,
sniðug lausn fyrir þig og alla þína.
Gjafakort Kringlunnar er góð gjöf
sem hentar öllum. Hafðu samband á
gjafakort@kringlan.is eða í 517 9000
og við aðstoðum þig.
Gjafakort