Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 38
38 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 SIGURÐUR MÁR JÓNSSON BLAÐAMAÐUR Niðurstaðan er sú að búið er að stytta fyrningarfrest krafna (skulda­ fangelsi) í tvö ár, þó með þeim afbrigð um að hægt sé að opna kröfuna sæki kröfu hafi það fast. Tvö ár án lánstrausts og kreditkorta í kjölfar gjald þrots er líklega ásættanlegt og miklu mannúðlegri og skynsamlegri ráðstöfun en það 10 ára skuldafangelsi sem áður tíðkaðist. Með slík tímamörk var í raun verið að reka fólk úr lögum við samfélagið; gjaldþrot var skóggangssök og um leið var hætta á að viðkomandi sykki niður í hið svarta hagkerfi og ætti ekki aftur kvæmt þaðan. Sá sem þetta ritar fylgdist með gömlum skólafélaga úr barnaskóla lenda í gjaldþroti upp úr tvítugu eftir iðnskólagöngu og stutta sjálf ­ stæða starf semi og eiga ekki afturkvæmt inn í hið opinbera hag kerfi. Að lögunarhæfni manna er mikil og smám saman varð þessi skólafélagi duglegur við að greiða neysluskatta en tekjuskattur var líklega framandi orð fyrir honum. Ég er ekki viss um að svona hefði þurft að fara ef gjaldþrotið hefði ekki verið svona afgerandi og óafturkræft. En gjaldþrot hefur líka afleiðingar á hinni hliðinni; kröfur tapast og skuldaboltinn getur byrjað að rúlla. Í flestum tilfellum verða menn og fyrirtæki gjaldþrota vegna þess að áætlanir standast ekki, hvort sem það er vegna þess að þær voru svona óraunhæfar eða for sendur breyttust. Mörgum er tamt að segja að fyrirtæki sem fer á haus inn sé dæmi um mis tök, afglöp og jafnvel glæpsamlegt athæfi. Því má spyrja hvort gjald­ þrot sé refsivert í sjálfu sér. Nú er það þannig að menn hafa stofnað til skuldbindinga sem þeir ráða ekki við, gert óraunsæjar áætlanir og jafnvel gripið til ýmissa úrræða sem þeir að öllu jöfnu hefðu ekki gripið til nema af því að það var farið að þrengja um. Fengið þrotaveikina svo köll uðu. Staðreyndin er sú að rekstur, bókhald og áætlanir flestra gjaldþrota fyrirtækja líta afskaplega illa út, svona eftir á! Sögur um kennitöluflakkara eru ekki til að bæta úr en þær byggjast á einföldunum, oft snýst kenni tölu flakk um að bjarga þeim verð mætum sem felast í rekstri og við skiptasamböndum. Því miður bera menn ekki alltaf gæfu til að standa rétt að málum eða af þeirri hrein skiptni sem nauðsynleg er. En er gjaldþrot sá heimsendir sem margir virðast telja? Er það ekki dæmi um þrótt samfélags ef margir eru tilbúnir til að reyna að fara út í rekstur, hætta einhverju til að skapa eitthvað? Eru ekki einu mis tökin að reyna ekki? Í Bandaríkjunum er reynt að láta fólk komast snemma upp á lapp­ irnar eftir gjaldþrot (helmingur þeirra einstaklinga sem verða gjald þrota þar verður það vegna veikinda, sem er efni í aðra umræðu) og sama má segja um Bretland, en samkvæmt breskum gjald þrota lögum eru skuldir gjaldþrota einstaklinga þurrkaðar út á 12 mánuðum. Í Þýska landi er þessi tími níu ár og á Írlandi 12 ár. Í fyrirtækjarekstri er mesta áhættan á fyrstu árunum og um 40% af þeim fyrirtækjum sem verða gjaldþrota verða það á fyrstu fjórum árunum í rekstri. Ekkert nýstofnað fyrirtæki er laust við áhættu. Þetta eru tölur sem hinir svartsýnu sjá og þegar horft er til þess að sumir sem standa að stofnun fyrirtækja glata öllu sparifé sínu og enda skuldum vafðir og jafnvel gjaldþrota sjálfir þá er í raun stór­ furðulegt að nokkur skuli hefja rekstur. En vitaskuld er myndin ekki svona svört og enn sem komið er er fyrirtækjarekstur besta leiðin til þess að efnast. Er gjaldþrot eins neikvætt og menn vilja vera láta? Auðvitað verður ekki gert lítið úr þeim erfiðleikum sem þeim fylgja en gjaldþrot er líka leið til að slá striki yfir hið liðna og vonandi marka nýtt upp­ haf. Það verður líka að horfa á að bæði skuldari og kröfuhafi eru að viðurkenna að áformin, sem báðir ætluðu að hagnast á, gengu ekki eftir. Skipbrotið var sameiginlegt en vitaskuld líta menn sjaldnast svo á. En er þrótturinn að hverfa úr þjóðinni? Skráð voru 133 ný einka­ hlutafélög í október sl. samanborið við 256 einkahlutafélög í október 2009, sem jafngildir rúmlega 48% fækkun milli ára. Á sama tíma er gjaldþrotum að fjölga og horfur á að í ár verði slegið met í gjald ­ þrotum fyrirtækja. Það hefur verið styrkur okkar Íslendinga að menn rísa skjótt upp á lappirnar aftur og það hefur verið talið mönnum til tekna. Það hefur verið haft eftir Markúsi Möller hag fræð ingi að það sé skemmtilegra að hjálpa mönnum á fætur en leiða þá til rekkju. Það er nokkuð sem stjórnvöld mættu hafa í huga áður en menn breiða sængina endanlega yfir höfuðið. Er glæpur að verða gjaldþrota? Svarið er líklega einstaklingsbundið en undanfarin misseri hafa spunnist miklar umræður um tíðni og fjölda gjaldþrota í íslensku samfélagi. Það hefur haldist í hendur við vangaveltur um hvernig hægt sé að milda áhrif hrunsins á einstaklinga og fyrirtæki. ER GLÆPUR AÐ VERÐA GJALDÞROTA? En er þrótturinn að hverfa úr þjóð­ inni? Skráð voru 133 ný einka hluta ­ félög í október sl. samanborið við 256 einka hluta félög í október 2009, sem jafngildir rúmlega 48% fækkun milli ára. Í fyrirtækjarekstri er mesta áhættan á fyrstu árunum og um 40% af þeim fyrir tækj um sem verða gjaldþrota verða það á fyrstu fjórum árunum í rekstri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.