Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 60

Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 60
60 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 ÞESSI PISTILL BIRTIST Á HEIMUR.IS ón Gnarr er umdeildur borgarstjóri. Undir stjórn hans hefur útsvar verið hækkað í Reykjavík en fyrir kosn ingar sagðist hann ekki ætla að hækka útsvarið. Sömu leiðis hefur gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur verið hækkuð. Jón segist ekki vilja gera þetta – en engu að síður verði ekki hjá því komist að fara þessar leiðir. Pistillinn var skrifaður eftir fróðlegar pælingar í leiðara Fréttatímans um stjórnandann Jón Gnarr. Mörgum finnst Jón Gnarr góður stjórn­ andi – öðrum finnst hann lélegur finnst em bættið hafa sett niður eftir að hann tók við því. Svona er pistillinn á heimur.is: „Jón Kaldal, ritstjóri Fréttatímans, er með athyglisverðar pælingar um stjórnun í leiðara sínum sem ber yfirskriftina Fífl og fífl. Hann segir að grínistinn rúlli keppinautum sínum upp. Hann segir „að í tíð hans“ sé búið að slá af glórulausa samgöngumiðstöð í Vatns mýrinni, við fögnuð flugrekenda, og hafin löngu tímabær tiltekt hjá Orkuveitunni. Hann bætir við að þetta sé eitthvað annað en að láta borgina kaupa gjörónýta hjalla við Laugaveg til að komast í valdastóla. „Þegar upp er staðið eru stjórnmálamenn sem láta eins og fífl í fjöl­ miðlum en haga verkum sínum af ábyrgð í vinnunni mun betri kostur en stjórnmálamenn sem tala af ábyrgð í fjölmiðlum en hegða sér eins og fífl í vinnunni,“ segir í lokaorðum leiðarans. Þetta er athyglisverð og frumleg nálgun; önnur hlið. Stjórnmálamenn sem tala af ábyrgð í fjölmiðlum en hegða sér eins og fífl í vinnunni. Mikið sagt og borgarstjórar síðustu fimmtán ára hljóta að taka það til sín. Segist vera geimvera Jón Gnarr segist sjálfur vera geimvera og hælir sér af því að hann hagi sér þannig að andstæðingar hans nái ekki að höndla hann og þeir viti ekkert hvernig þeir eigi að taka á honum. Hann komist upp með allt enda hafi hann fyrir kosningar sagst ætla að svíkja öll loforð. Jón Gnarr komst til valda vegna mikillar reiði í þjóðfélaginu eftir hrunið. Þeir sem kusu hann reyna að réttlæta það fyrir sjálfum sér á hverjum degi og tala um Jón sem nýja vonarstjörnu í pólitík. Ég hef áður sagt á þessum vettvangi að Jón Gnarr hefur gert góða hluti sem grínisti og komið að nokkrum skemmtilegum sjónvarps­ og út varpsþáttum. En Jón Gnarr er ekki stjórnmálamaður. Hann er afleitur borgar stjóri og hefur engan áhuga á starfinu. Hann stýrir ekki – heldur er honum stjórnað. Það væri búið að segja honum upp í einkafyrirtæki. En dokum samt við vegna þessarar nálgunar Fréttatímans. Þar á bæ er litið á Jón Gnarr sem góðan stjórnmálamann sem „vinni verk sín af ábyrgð í vinnunni“. Aðdáunin á honum er mikil. Að laða til sín sterka aðstoðarmenn Í stjórnun er það talið til hróss ef sterkur forstjóri laðar til sín mjög sterka aðstoðarmenn og hræðist ekki að þeir séu jafnklárir og hann sjálfur – ef ekki snjallari. Mest er þá um vert að hann hafi eitthvað í að stoðarmenn sína að gera í umræðum. Hörður Sigurgestsson, fyrrverandi forstjóri Eimskips, var einmitt sterkur forstjóri sem þorði að laða til sín sterka stjórnendur. En skellum þessari kenningu í stjórnun á Jón Gnarr. Er hann sá sterki sem hefur laðað til sín sterka embættismenn? Það held ég ekki. En hann má þó eiga það að hann hefur fengið góðan verkefnastjóra, Helga Þór Ingason verkfræðing, í stól forstjóra Orkuveitunnar – tíma ­ bundið að sagt er. Kannski felst styrkleiki Jóns Gnarr í því að hann veit hvað hann er illa að sér í stjórnun og fjármálum – sem og áhugalaus – þannig að hann lætur aðra um það. Það er út af fyrir sig sjónarmið. En stjórnun og fjármál eru samt efst í forgangsröðinni í starfi borgarstjórans. Þetta þýðir hins vegar að embættismannastéttin stýrir borginni en ekki bogarstjórinn sem talar út og suður um tattú og hversu reyk bind indið sé erfitt. Ergó: Hann gerir það sem embættismennirnir segja honum að gera. Já, ráðherra. Já, borgarstjóri Embættismenn komast einmitt í ham og taka völdin þegar veikir stjórn ­ málamenn eiga í hlut. Já, ráðherra. Já, borgarstjóri. Ég held að nánast allir hafi verið ánægðir með að samgöngumiðstöðin í Vatnsmýrinni skyldi vera slegin af vegna peningaleysis. Það sáu fáir tilganginn með henni. Gott verk og mín vegna má skrifa Jón Gnarr fyrir því. Hún var slegin af „í tíð hans“. Dagur B. Eggertsson, sem ber ábyrgð á Jóni Gnarr, sagði hins vegar við Stöð 2 sunnudagskvöldið 7. nóvember sl. að samgöngumiðstöð myndi rísa í Reykjavík. Bara spurning um hvar. Eins snerist þetta um STÝRIR EKKI – HONUM ER STJÓRNAÐ TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON Nýverið birtist pistill á heimur.is eftir Jón G. Hauksson, ritstjóra Frjálsrar verslunar, um Jón Gnarr borgarstjóra. Reynt er að meta hvers konar stjórnandi hann sé og hvaða stjórnunar - stíl hann noti. Yfirskrift pistilisins er Aðdáunin á Jóni Gnarr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.