Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 62
62 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 hvort hagsmunaaðilar í flugi vildu borga stöðina og bæta henni ofan á verð flugmiðans. (Var ekki verið að slá hana af?) Dagur sagði að stöðin hefði verið slegin af vegna kostnaðar og ekki hefði verið samstaða um miðstöðina. Það var einmitt R­listinn undir stjórn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, þáverandi borgar stjóra, sem gerði samning árið 2005 við þáverandi ríkisstjórn um bygg ingu samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýrinni. Stöðinni var ætlað að tengja saman þjónustu innanlandsflugs og hópferðabíla til og frá höfuð­ borginni. Þetta hefur verið óskiljanleg stöð frá upphafi enda ekki búið að skipu ­ leggja Vatnsmýrina og flugvallarsvæðið. Menn vita ekki einu sinni hvort flugvöllurinn verður þarna áfram eða ekki – en innan allra flokka í Reykjavík er áhugi á að færa flugvöllinn. R­listinn undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar og Alfreðs Þorsteinssonar breytti fínu fyrirtæki sem hét Hitaveita Reykjavíkur í Orkuveitu Reykja ­ víkur með tilheyrandi eyðslu og bruðli. Samanber húsnæði Orku ­ veitunnar og umrætt eldhús hennar. Ég bjargaði henni Um Orkuveituna sagði Jón Gnarr í nýlegu Kastljósi að hann hefði „bjargað henni“. Orkuveitan skuldar yfir 229 milljarða og rekst ur­ inn býr til um 17 milljarða á ári til að greiða upp í afborganir lána. Veltufé frá rekstri eftir skatta.  (30% verðhækkunin skilar fjórum milljörðum í auknar tekjur á ári.) Orkuveitan þarf að greiða 25 til 30 milljarða í afborganir á næsta ári og miðað við 17 milljarðana þarf hún augljóslega að endurfjármagna sig með lánum að utan. Staða Orkuveitunnar fyrir 30% hækkunina og uppsagnir á starfsmönnum var þó ekki verri en svo að hún hefði getað greitt upp skuldir sínar á sextán árum án fjárfestinga. Eigið fé Orkuveitunnar er um  57 milljarðar króna. Hún er því ekki farin á höfuðið eins og í tísku er að segja. Orkuveitan er eins og önn ur fyrirtæki að kljást við afleiðingar hrunsins og hækkun skulda í kjölfarið. Hún getur ekki fjárfest nema ljúka fjárhagslegri endur­ skipu lagningu. Lánastofnanir vinna hins vegar þannig að þær vilja aðgerðir og til tekt áður en endurfjármögnun á sér stað. Þær skipa fyrirtækjum fyrir (og skipta sér af hinum furðulegustu útgjaldaliðum fyrirtækja). Og viti menn; þær skipa Orkuveitunni fyrir. Lánveitendur sögðu við Orkuveituna: Hækkið tekjur og lækkið útgjöld. Fyrr tökum við ekki þátt í  fjárhagslegri endurskipulagningu ykkar. Stjórnendur Orkuveitunnar gerðu eins og þeim var sagt að gera. Er þetta Jóni Gnarr að þakka? Ég er t.d. nokkuð viss um að þeir sem stýra Jóni Gnarr myndu aldrei senda hann á fund erlendra lánastofnana og bankastjóra til að ræða um endurfjármögnun á lánum borgarinnar og fyrirtækja hennar. Baggi á heimili – hækkar lán heimila Hækkun Orkuveitunnar um 30% (fjórir milljarðar á ári) hefur mikil áhrif á útgjöld fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu og hækkar reikn ­ inginn um tugi þúsunda hjá hverri fjölskyldu á ári í kreppunni. Þar að auki verður hún til að hækka lán allra heimila og fyrirtækja í landinu vegna verðtryggingarinnar. Þetta er ástæðan fyrir því að tregðast hefur verið við eftir hrun að hækka verðskrá einokunarfyrirtækisins Orkuveitunnar. Sú ákvörðun merkir ekki „að hegða sér eins og fífl í vinnunni“. Hver stjórnar fyrirtækjum í kreppu? Það er nú það. Forstjórinn, bank­ arnir, birgjarnir, viðskiptavinirnir, starfsmennirnir, embættis menn irnir? Jón Gnarr er ekki ný vonarstjarna í stjórnun að mínu mati. Mér finnst virðing embættis borgarstjórans í Reykjavík hafa beðið hnekki með honum. Breytir þar engu þótt ráðgjafar hans hafi slegið nýja samgöngumiðstöð af og tekið til í Orkuveitunni. Ég nota ekki orðið „fífl“ um Jón Gnarr. Hann er góður leikari og kann að semja grínþætti. En það hlýtur að finnast einhver þar sem fylgni er á milli þess að tala af ábyrgð og hegða sér af ábyrgð í vinnunni. Já, ráðherra. Já, borgarstjóri. „Kannski felst styrkleiki Jóns Gnarr í því að hann veit hvað hann er illa að sér í stjórnun og fjármálum – sem og áhugalaus – þannig að hann lætur aðra um það. Það er út af fyrir sig sjónarmið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.