Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 44
44 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 N Æ R M Y N D A F S I G U R Ð I Á R M A N N I S N Æ V A R R orið 1986 mátti lesa stóra uppslætti í blöðum, sérstaklega Þjóðviljanum, um skulda vanda heimil­ anna og fátækt í landinu. Haft var eftir Sigurði nokkr um Snævarr að á 20 prósentum heimila í landinu hefðist fólk við undir fátæktar mörkum. Þetta var á þeim árum þegar Sigtúns hópurinn var áberandi í fjölmiðlum og þar var maður að nafni Ögmundur Jónasson. Bæði þá í kreppu níunda áratugar lið­ innar aldar og síðar var nafn Sigurðar oft í fjölmiðlum. Hann var einn helsti álits gjaf ­ inn á sviði efnahagsmála, sérstaklega sem hagfræðingur hjá hinni umdeildu og bráð ­ feigu Þjóðhagsstofnun. Oft birtust fréttir þar sem Sigurður var spurður um velferð, skuldir og fátækt. Bara í vinnunni Síðan hvarf Sigurður mikið til úr hringiðu umræðunnar, án þess að eftir væri tekið og án þess að sakna þess sjálfur að vera nær dag lega í fjölmiðlum. Þegar við spyrjum Sigurð hvað hafi gerst svarar hann einfald­ lega: Ég var bara í vinnunni. Og vinnan eða staðan var borgar hagfræðingur. Í loka­ rimmunni um Þjóðhagsstofnun árið 2001 segir Sigurður að hann hafi séð sér þann kost vænstan að skipta um vettvang. Ljóst var að stofnunin yrði lögð niður og því betra að verða fyrri til og finna sér aðra vinnu. Hann var síðan borgarhagfræðingur í níu ár eða þar til nú í haust. Borgarhagfræðingur er minna áberandi í fjölmiðlum en hagfræðingur hjá Þjóð hags­ stofnun. Þó segir hann að starfið sé líkt, það er greining á stöðu, spár og ráðgjöf fyrir stjórnmálamenn. Stefán Snævarr, bróðir Sigurðar – hálfu öðru ári eldri – segir að Sigurður sé „ógeð­ slega duglegur og vinnusamur. Hann kemur miklu í verk og hefur að auki alltaf tíma til að sinna öðru, les skáldsögur og hjólar. Það er eiginlega ógæfa mín að eiga svona duglegan bróður“. Ekki ný Þjóðhagsstofnun Og núna er Sigurður aftur kominn í hinn opinbera slag sem ráðgjafi í efnahags­ og atvinnumálum í forsætisráðuneytinu, kom ­ inn heim í þeim skilningi að Þjóðhags­ stofn un heyrði undir ráðuneytið. Hann segist hafa heyrt utan að sér að honum hafi verið falið að búa til nýja Þjóðhagsstofnun, að stofnunin muni vakna til lífsins á ný og vaxa út úr skrifstofu hans. Sú sé þó ekki ætlunin. „Það var talið að Hagstofan, greiningar­ deildir bankanna og háskólarnir gætu innt þetta starf af hendi og því væri stofnunin óþörf,“ segir Sigurður. „Ég var ósammála þessu, en tek þó alls ekki undir með þeim sem segja að hrunið hafi orðið vegna þess að hún var lögð niður. Ég vissi vel að hverju ég gekk þegar ég sótti um þessa stöðu,“ segir Sigurður og segist oft hafa unnið fyrir Jóhönnu Sigurðar dóttur áður. Fyrir átta árum stóð Jóhanna til dæmis fyrir ráðstefnu um velferð og meðal frummælenda var ein mitt Sigurður Snævarr. Alltaf sama umræðu ­ efnið: Skuldir, fátækt og velferð. Trotti eins og seðlabankastjóri Og þar sem Sigurður fæddist árið 1955 og var menntaskólanemi í mestu róttækni­ bylgj unni upp úr 1970 má ætla að hann hafi þá skipað sér í röð allra mestu róttæklinga landsins. Hann sat til dæmis átakaþing hins blóðrauða Landssambands íslenskra menntaskólanema – LÍM – árið 1973. Þar lenti hann í hópi uppreisnarmanna gegn ofríki maóista sem vildu beita LÍM fyrir vagninn á vegi byltingarinnar. „Ég var trotti,“ segir Sigurður og hlær. Hann fylgdi trotskýistum að málum og var því svarinn andstæðingur maóista. Annar Sigurður Snævarr hagfræðingur er ekki að fjalla um skuldavanda heimilanna í fyrsta sinn. Og þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann vinnur fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur. Allt endurtekur sig við stjórn Íslands. BANKASTJÓRI TEXTI: GÍSLI KRISTJÁNSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON ÆTLAÐI AÐ VERÐA SIGURÐUR ÁRMANN SNÆVARR, RÁÐGJAFI FORSÆTISRÁÐHERRA Í EFNAHAGS- OG ATVINNUMÁLUM:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.