Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 18
18 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0
Fyrst þetta ...
KIPPAN LÆKKAR UM FJÓRA MILLJARÐA
Kaupin á Vestia frágengin:
Fyrirtæki Framtakssjóðsins velta 300 milljörðum króna og eru með 8.000 starfsmenn á sínum snærum.
Sjóðurinn bauð í 25% hlut í Högum nýlega og er með næsthæsta boð. Velta Haga er um 70 milljarðar og starfs
menn um 1.400 talsins. Velta félaga Framtakssjóðsins nálgast því 400 milljarða verði af kaupunum á Högum.
Kaup Framtakssjóðs Ís lands af Lands bank anum á Vestiafyrirtækjunum eru frágengin. Kaupverðið
lækkar um fjóra milljarða króna eftir áreið
anleikakönnun og fer úr 19,5 milljörðum í
15,5 millj arða króna.
Samfara því hefur hlutafjárloforð Lands
bankans í Framtakssjóðnum lækkað úr
18 milljörðum í 15 milljarða. Búið var að
gera ráð fyrir því að af 60 milljarða hluta
fjárloforði í Framtakssjóðnum yrðu lífeyris
sjóðirnir með 42 milljarða og Landsbankinn
18 milljarða.
Þetta þýðir væntanlega að lífeyrissjóðirnir
bæta við sig þessum þremur milljörðum
sem bankinn hafði lofað að koma með.
Framtakssjóðurinn á fyrirtæki sem velta
300 milljörðum króna og hafa um átta
þúsund starfsmenn á sínum snærum. Fyrir
tækið er með næsthæsta tilboðið í Haga og
býður þar í 25% hlut. Velta Haga var um 69
milljarðar á síðasta ári og starfsmenn um
1.400 talsins.
Fyrsta fjárfesting sjóðsins voru kaup
á 32% hlut í Icelandair Group sl. vor og
á haustmánuðum tókust samningar um
kaup in á Vestia af Landsbankanum.
Fram hefur komið að Framtakssjóðurinn
bauð í ákveðinn hluta af Sjóvá fyrr á árinu.
En það dugði ekki til. Fjárfestingahópur
undir stjórn Heiðars Más Guðjónssonar
bauð betur og var með 11 milljarða tilboð
í félagið. Tilboð Framtakssjóðsins er löngu
fallið úr gildi.
Umfangsmestu fyrirtækjakaup á Íslandi
Kaup Framtakssjóðsins á Vestia eru
um fangsmestu fyrirtækjakaup á Íslandi eftir
hrun og eru hluti af því sem núna er nefnt
Baráttan um Ísland í tengslum við sölu
banka á yfirteknum fyrirtækjum.
Stefna Framtakssjóðins er að vera kjöl
festufjárfestir í stórum og lífvænlegum
fyrirtækjum; fyrirtækjum sem hafa geng ið
tiltölulega vel í rekstri en glímt við skulda
vandamál eftir hrun og lent í krumlu banka
og kröfuhafa.
Mjög hefur verið rætt um kaupin á Vestia
og aðferðafræði Landsbankans við að
selja þau. Steinþór Pálsson, bankastjóri
Lands bankans, hringdi í Finnboga Jónsson,
framkvæmdastjóra Framtakssjóðsins, og
leitaði eftir samstarfi í stað þess að setja
fyrirtækin í opið söluferli.
Framtakssjóðurinn er í eigu sextán lífeyris
sjóða sem eru með um 64% af lífeyriseign
landsmanna. Lífeyrissjóður verslunarmanna
er stærstur með 19,9% hlut.
Sitt sýnist hverjum um að lífeyrissjóðir
kaupi fyrirtæki að fullu – og það í óskráðum
félögum. Þetta eru að vísu óbein kaup í
gegnum Framtakssjóðinn. Flestir telja það
betra fyrir viðskiptalífið að lífeyrissjóðirnir og
bankinn eigi þessi fyrirtæki en bankinn einn.
Fyrirtækin í Vestia eru Icelandic Group,
Teymi (Vodafone, Skýrr, EJS, HugurAx),
Húsasmiðjan og Plastprent.
Takið eftir samhenginu á milli
kaupverðsins á Vestia og
hlutafjárloforðs Landsbankans í
Framtakssjóðnum. Þegar kaupverðið
lækkar um fjóra milljarða niður í
15,5 milljarða lækkar hlutafjárloforð
bankans úr 18 milljörðum í 15
milljarða. Kaupin á Vestia-kippunni eru frágengin; 15,5 milljarðar króna.
TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON